Fréttablaðið - 24.12.2006, Page 51

Fréttablaðið - 24.12.2006, Page 51
Tónlistarmaðurinn Moby hefur hvatt aðdáendur sína til að gleyma ekki tilgangi jólanna og láta ekki auglýsingamennskuna sem fylgir hátíðinni glepja sig. „Ég vona að einhvern veginn getum við gleymt öllu glysinu í kringum jólin og minnst þess að á jólunum fögnum við afmæli manns sem vildi að við hefðum fyrirgefn- ingu, samúð og frið að leiðarljósi. Jólin snúast um að fagna afmæli manns sem vildi að við elskuðum hvert annað og pössuðum upp á náungann, án þess að láta trúar- brögð, pólitík eða kynþátta- eða kynjamismun hafa áhrif á okkur,“ sagði Moby í jólakveðju sinni. Vill frið og ást um jólin Leikstjórinn og leikarinn Clint Eastwood segist aldrei hafa haft áhuga á að gerast ríkisstjóri Kali- forníu eftir að hann hætti sem bæjarstjóri í Carmel, þrátt fyrir að hafa verið hvattur til þess. Eastwood, sem tók upp myndina Flags of Our Fathers hér á landi í sumar, er ánægður með frammi- stöðu kollega síns Arnolds Schwarz- enegger í embættinu. „Hann er klár og agaður náungi. Hann mætti alveg fá meiri völd. Það reyndu margir að fá mig til að bjóða mig fram sem ríkisstjóra áður en hann bauð sig fram en ég sagði: „ekki möguleiki“,“ sagði Eastwood. Neitaði framboði Elizabeth Hurley er án efa ein glæsilegasta konan í Hollywood. Hún er þekkt fyrir að ganga í glæsilegum kjólum með dýrindis skartgripi, en nú hefur hún misst áhugann á glingrinu og stungið sér á kaf í annað áhugamál. „Þegar ég átti 41 árs afmæli var mér boðið skartgripir eða haglabyssur, ég valdi byssurnar,“ segir Elizabet Hurley sem er nýtur sín vel í skot- veiðinni. Haglabyssurnar sem Liz fékk að gjöf voru handgerðar í Spáni og er sagt að þær kostuðu drjúgan skildingiinn. Fékk tvær haglabyssur Poppgoðið Michael Jackson hefur beðið hiphop ofurupptökustjórann Will I. Am að vera sér til halds og traust á næstu breiðskífu sinni, en Michael hefur ekki tekið upp plötu síðan 2001. Will I. Am er þekktast- ur fyrir störf sín með hip-pop grúbbunni Black Eyed Peas, en hann hefur einnig unnið með lista- mönnum á borð við Nas og The Game upp á síðkastið. „Þegar Michael hringdi í mig, þá datt mér ekki hug að þetta væri hann. Ég hélt að einhver væri að gera grín að mér,“ segir Will. I. Am. Sam- starfið hefur gengið vel að sögn Wills, þrátt fyrir ólíkan bakgrunn, en hann segir tónlistina sem þeir skapa saman vera hvetjandi og jákvæða. Jackson snýr aftur með stælUngfrú Bandaríkin, Tara Conner, sem hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa sótt bari þegar hún var undir lögaldri, mun ekki missa titilinn að sögn Miss Universe-stofnunar- innar. Eigandi stofnunarinnar er við- skiptajöfurinn Donald Trump og sjónvarpsstöðin NBC. „Ég hef allt- af trúað á það að gefa fólki annað tækifæri,“ sagði Trump. Conner, sem er frá Kentucky, vann titilinn í apríl. Hún hefur búið í New York að undanförnu og þykir hafa stundað skemmtistað- ina grimmt þrátt fyrir að hafa verið undir lögaldri, eða tvítug. Hún varð 21 árs síðastliðinn mánudag og má þar með drekka áfengi. Missir ekki titilinn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.