Fréttablaðið - 31.12.2006, Síða 44

Fréttablaðið - 31.12.2006, Síða 44
Signý Jóna Hreinsdóttir matgæðingur lumar á ljúffengri kökuuppskrift, sem nýtist henni ávallt vel um áramótin. „Ég kalla kökuna einfaldlega himneska súkkul- aðiköku,“ segir Signý og bætir við að uppskrift- in að henni sé blanda nokkurra uppskrifta, sem hún hafi kynnt sér í gegnum tíðina. Signý viðurkennir að hún hafi þó breytt upp- skriftinni að kökunni lítillega að þessu sinni, með því að bæta hrásykri út í hana. Það hafi gefið góða raun þar sem kakan hafi orðið kara- mellukenndari fyrir vikið. „Þegar kakan hefur verið bökuð í ofninum er síðan alveg tilvalið að binda gylltan borða í slaufu utan um hana,“ heldur Signý áfram. „Það myndar fallega litasamsetningu með súkkul- aðinu og jarðarberjunum, sem hún hefur verið skreytt með. Svo er hún borin fram á stórum kökudiski. Með slíkri framsetningu verður kakan augnakonfekt, sem stendur undir nafni.“ Himnesk súkkulaðikaka nýtur ómældra vin- sælda hjá fjölskyldu Signýjar og hefur að henn- ar sögn skapast hefð fyrir því að bera hana fram á gamlársdag. „Fyrir utan gott bragð hefur framsetningin hitt beint í mark,“ útskýrir Signý. „En að slaufunni undanskilinni má stinga stjörnuljósi ofan í kökuna, sem gerir hana enn hátíðlegri. Helsti kosturinn við himnesku kökuna er þó sá hversu einfalt og fljótlegt er að búa hana til.“ Máli sínu til stuðnings lét Signý uppskriftina að kökunni fylgja með. Himnesk súkkulaðikaka Mikið fellur til af sorpi á ný- ársnótt og því þarf að farga á réttan hátt. Skotkökur, risatertur, flugelda- sýningakassar og bardagatertur ásamt rakettum sem þutu upp en féllu svo aftur niður munu vænt- anlega liggja eins og hráviði um borgina að morgni nýs árs. Gert er ráð fyrir því að eig- endur flugelda fari sjálfir með umbúðirnar á endurvinnslustöðv- ar Sorpu. Starfsmenn Sorphirðu Um - hverfissviðs Reykjavíkur keppt- ust við milli jóla og nýárs að tæma hverja einustu tunnu einu sinni. Verkið hófst strax á annan í jólum og lauk í gær. Alls ekki er ætlast til að sund- urskotnar terturnar fari í rusla- tunnur heldur á fólk að sjá um að hirða upp eftir sig. Fólk er hvatt til að koma með terturnar til end- urvinnslu strax 2. janúar en mikið af því rusli sem kemur undan vetri á vorin eru vegna áramótanna. Engar tertur í tunnur 7. Íslandsmeistaratitlar og 5. silfur á síðasta Íslandsmeistaramóti Nýtt tímabil að hefjast ! B O X B O X
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.