Fréttablaðið - 31.12.2006, Page 44
Signý Jóna Hreinsdóttir matgæðingur lumar
á ljúffengri kökuuppskrift, sem nýtist henni
ávallt vel um áramótin.
„Ég kalla kökuna einfaldlega himneska súkkul-
aðiköku,“ segir Signý og bætir við að uppskrift-
in að henni sé blanda nokkurra uppskrifta, sem
hún hafi kynnt sér í gegnum tíðina.
Signý viðurkennir að hún hafi þó breytt upp-
skriftinni að kökunni lítillega að þessu sinni,
með því að bæta hrásykri út í hana. Það hafi
gefið góða raun þar sem kakan hafi orðið kara-
mellukenndari fyrir vikið.
„Þegar kakan hefur verið bökuð í ofninum er
síðan alveg tilvalið að binda gylltan borða í
slaufu utan um hana,“ heldur Signý áfram. „Það
myndar fallega litasamsetningu með súkkul-
aðinu og jarðarberjunum, sem hún hefur verið
skreytt með. Svo er hún borin fram á stórum
kökudiski. Með slíkri framsetningu verður
kakan augnakonfekt, sem stendur undir nafni.“
Himnesk súkkulaðikaka nýtur ómældra vin-
sælda hjá fjölskyldu Signýjar og hefur að henn-
ar sögn skapast hefð fyrir því að bera hana fram
á gamlársdag. „Fyrir utan gott bragð hefur
framsetningin hitt beint í mark,“ útskýrir Signý.
„En að slaufunni undanskilinni má stinga
stjörnuljósi ofan í kökuna, sem gerir hana enn
hátíðlegri. Helsti kosturinn við himnesku
kökuna er þó sá hversu einfalt og fljótlegt er að
búa hana til.“
Máli sínu til stuðnings lét Signý uppskriftina
að kökunni fylgja með.
Himnesk súkkulaðikaka
Mikið fellur til af sorpi á ný-
ársnótt og því þarf að farga á
réttan hátt.
Skotkökur, risatertur, flugelda-
sýningakassar og bardagatertur
ásamt rakettum sem þutu upp en
féllu svo aftur niður munu vænt-
anlega liggja eins og hráviði um
borgina að morgni nýs árs.
Gert er ráð fyrir því að eig-
endur flugelda fari sjálfir með
umbúðirnar á endurvinnslustöðv-
ar Sorpu.
Starfsmenn Sorphirðu Um -
hverfissviðs Reykjavíkur keppt-
ust við milli jóla og nýárs að tæma
hverja einustu tunnu einu sinni.
Verkið hófst strax á annan í jólum
og lauk í gær.
Alls ekki er ætlast til að sund-
urskotnar terturnar fari í rusla-
tunnur heldur á fólk að sjá um að
hirða upp eftir sig. Fólk er hvatt
til að koma með terturnar til end-
urvinnslu strax 2. janúar en mikið
af því rusli sem kemur undan vetri
á vorin eru vegna áramótanna.
Engar tertur í tunnur
7. Íslandsmeistaratitlar og 5. silfur
á síðasta Íslandsmeistaramóti
Nýtt tímabil að hefjast !
B
O
X
B
O
X