Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.12.2006, Qupperneq 77

Fréttablaðið - 31.12.2006, Qupperneq 77
Hnefaleikakappinn Mike Tyson var handtekinn á föstudaginn fyrir að aka bifreið undir áhrif- um áfengis. Tyson var að yfir- gefa næturklúbb í Scottsdale, Arizona og fóru lögreglumenn að elta hann þegar hann var næst- um því búinn að keyra utan í lög- reglubifreið. Að sögn lögregl- unnar í Scottsdale var Tyson allur af vilja gerður þegar lög- regluþjónn bað hann um að gang- ast undir ölvunarpróf, en hafi brugðist illa við þegar lögreglan hóf að leita í bíl hans. Í bílnum fannst lítilræði af kókaíni, en meira af efninu fannst svo í fórum Tysons. Í kjölfarið var farið með hnefaleikakappann í fangageymslur og mætti hann fyrir rétt á föstudaginn, en var svo fljótlega sleppt gegn trygg- ingu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Tyson kemst í kast við lögin, en hann hefur ítrekað verið kærður fyrir líkamsárás og þurfti að dúsa í fangelsi um mið- bik tíunda áratugarins eftir að hann var dæmdur fyrir nauðgun. Mike Tyson hefur svo gott sem lagt hnefaleikahanskana á hill- una, en í þau fáu skipti sem hann berst núna, er það gegn óverðug- um andstæðingum og sjaldnast í viðkenndum viðureignum. Tyson handtekinn fullur og með kókaín Plata tónskáldsins Jóhanns Jóhannssonar, IBM 1401 - A User’s Manual, er í 6. sæti á lista heima- síðunnar Almost Cool yfir bestu plötur ársins 2006. Í dómi um plöt- una á síðunni segir að tónlist Jóhanns sé „gullfalleg nýklassík og enn eitt stórkostlegt afrek þessa unga tónskálds“. Jóhann er eini Íslendingurinn sem kemst á einn af árslistum helstu erlendra gagnrýnenda í tónlistarbransanum í ár, en í fyrra komst Sigur Rós ofarlega hjá mörgum með plötu sína Takk og var meðal annars efst á árslista tímaritsins Filter. Jóhann í 6. sæti árslista Parið Tori Spelling og Dean McDermott tekur kærleiksboð- skap jólahátíðarinnar greinilega til sín. Mcdermott bað Spelling að giftast sér á jóladag í fyrra, og endurtók svo leikinn ári síðar. Sumum gæti þótt það óþarfi, þar sem parið gekk í það heilaga á Fiji- eyjum í maí, en ekki McDermott. Hann gaf spúsu sinni safírshring og bað hennar upp á nýtt, sem þeim þótti báðum rómantískt með eindæmum. Spelling, sem ber fyrsta barn þeirra saman undir belti, sagðist hafa farið að hágráta yfir herlegheitunum. Henni þætti það svo sérstakt að þegar McDerm- ott bað hennar fyrst hafi barn aðeins verið fjarlægur draumur, en nú væri það raunverulega á leiðinni. Fékk bón- orð aftur Beyoncé Knowles saknar vin- kvenna sinna úr hljómsveitinni Destiny‘s Child. Hljóm- sveitin hætti í fyrra og síðan hefur Beyoncé samið tónlist upp á eigin spýtur. „Ég elskaði þetta systrabanda- lag,“ segir Beyoncé sem segist hafa orðið þung- lynd þegar bandið hætti. „Ég borð- aði ekki og fór ekkert út. Þetta var hræðilegt.“ Saknar stelpnanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.