Fréttablaðið - 31.12.2006, Page 77

Fréttablaðið - 31.12.2006, Page 77
Hnefaleikakappinn Mike Tyson var handtekinn á föstudaginn fyrir að aka bifreið undir áhrif- um áfengis. Tyson var að yfir- gefa næturklúbb í Scottsdale, Arizona og fóru lögreglumenn að elta hann þegar hann var næst- um því búinn að keyra utan í lög- reglubifreið. Að sögn lögregl- unnar í Scottsdale var Tyson allur af vilja gerður þegar lög- regluþjónn bað hann um að gang- ast undir ölvunarpróf, en hafi brugðist illa við þegar lögreglan hóf að leita í bíl hans. Í bílnum fannst lítilræði af kókaíni, en meira af efninu fannst svo í fórum Tysons. Í kjölfarið var farið með hnefaleikakappann í fangageymslur og mætti hann fyrir rétt á föstudaginn, en var svo fljótlega sleppt gegn trygg- ingu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Tyson kemst í kast við lögin, en hann hefur ítrekað verið kærður fyrir líkamsárás og þurfti að dúsa í fangelsi um mið- bik tíunda áratugarins eftir að hann var dæmdur fyrir nauðgun. Mike Tyson hefur svo gott sem lagt hnefaleikahanskana á hill- una, en í þau fáu skipti sem hann berst núna, er það gegn óverðug- um andstæðingum og sjaldnast í viðkenndum viðureignum. Tyson handtekinn fullur og með kókaín Plata tónskáldsins Jóhanns Jóhannssonar, IBM 1401 - A User’s Manual, er í 6. sæti á lista heima- síðunnar Almost Cool yfir bestu plötur ársins 2006. Í dómi um plöt- una á síðunni segir að tónlist Jóhanns sé „gullfalleg nýklassík og enn eitt stórkostlegt afrek þessa unga tónskálds“. Jóhann er eini Íslendingurinn sem kemst á einn af árslistum helstu erlendra gagnrýnenda í tónlistarbransanum í ár, en í fyrra komst Sigur Rós ofarlega hjá mörgum með plötu sína Takk og var meðal annars efst á árslista tímaritsins Filter. Jóhann í 6. sæti árslista Parið Tori Spelling og Dean McDermott tekur kærleiksboð- skap jólahátíðarinnar greinilega til sín. Mcdermott bað Spelling að giftast sér á jóladag í fyrra, og endurtók svo leikinn ári síðar. Sumum gæti þótt það óþarfi, þar sem parið gekk í það heilaga á Fiji- eyjum í maí, en ekki McDermott. Hann gaf spúsu sinni safírshring og bað hennar upp á nýtt, sem þeim þótti báðum rómantískt með eindæmum. Spelling, sem ber fyrsta barn þeirra saman undir belti, sagðist hafa farið að hágráta yfir herlegheitunum. Henni þætti það svo sérstakt að þegar McDerm- ott bað hennar fyrst hafi barn aðeins verið fjarlægur draumur, en nú væri það raunverulega á leiðinni. Fékk bón- orð aftur Beyoncé Knowles saknar vin- kvenna sinna úr hljómsveitinni Destiny‘s Child. Hljóm- sveitin hætti í fyrra og síðan hefur Beyoncé samið tónlist upp á eigin spýtur. „Ég elskaði þetta systrabanda- lag,“ segir Beyoncé sem segist hafa orðið þung- lynd þegar bandið hætti. „Ég borð- aði ekki og fór ekkert út. Þetta var hræðilegt.“ Saknar stelpnanna

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.