Fréttablaðið - 18.01.2007, Page 10

Fréttablaðið - 18.01.2007, Page 10
 18. janúar 2007 FIMMTUDAGUR DóMsMál Ákæra í 28 liðum á hend- ur sex ungmennum sem fóru ráns- hendi um landið síðastliðið haust var tekin til aðalmeðferðar í gær. Hluti hópsins vakti mikla athygli eftir að hafa verið handtekinn í kjölfar innbrots í félagsheimilið Árnes í Gnúpverjahreppi um mið- bik september. Sú handtaka var endahnúturinn á ferðalagi þeirra sem hófst á höfuðborgarsvæðinu nokkrum dögum áður, teygði sig norður til Húsavíkur og endaði á Suðurlandi. Alls eru sex manns, þrír menn og þrjár stúlkur, ákærð í málinu vegna brota sem framin voru frá byrjun júlí og fram yfir miðjan september á síðasta ári, í ellefu mismunandi byggðarlögum. Flestir ákæruliðirnir beinast að tveimur mannanna, Davíð Þór Gunnarssyni fæddum 1988 og Sigurbirni Adam Baldvinssyni fæddum 1985. Þeir eiga báðir lang- an sakaferil að baki þrátt fyrir ungan aldur. Ásamt þriðja mannin- um, sem er 24 ára, er þeim gefið að hafa, ýmist einir eða í slagtogi við hina, framið fimmtán þjófnaði og innbrot, fjölmarga bílstuldi, fíkni- efnabrot, umferðarlagabrot, fjár- svik, eignaspjöll og umboðssvik. Þá er lögregla höfuðborgar- svæðisins enn að rannsaka mál sem Davíð Þór og Sigurbjörn Adam eru grunaðir um. Í því er þeim gefið að hafa brotist inn í hús í Breiðholti, stolið þaðan lyklum að rándýrri jeppabifreið og klesst hana á flótta undan lögreglu. Auk þess veittu þeir talsverðan mótþróa við hand- töku. Varðstjóri hjá lögreglunni í Borgarnesi staðfesti einnig að verið væri að leggja lokahönd á ákæru vegna alls kyns brota mannanna í umdæmi hennar, meðal annars vegna fjölda innbrota í sumarhús. Davíð Þór hefur ítrekað komist í kast við lögin á síðustu vikum og mánuðum. Hann var handtekinn í Kópavogi síðastliðinn föstudag vegna hrinu innbrota undanfarna daga og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. febrúar. Hann á þess utan ýmis ókláruð mál hjá lögregluembættum víðs vegar um landið. Stúlkurnar eru á aldrinum 16-22 ára. Sú elsta er ákærð fyrir að hylma yfir með mönnunum með því að geyma ránsfeng þeirra úr nokkr- um innbrotanna. Þá fannst einnig lítilræði af amfetamíni á henni við handtöku. Hinar yngri fóru með höfuð- paurunum tveimur í ferðalag þeirra um landið. Þær eru fæddar 1990 og 1988. Stúlkurnar eru báðar ákærð- ar fyrir að taka þátt í þeim fjöl- mörgu bílstuldum sem hópurinn er grunaður um á ferðalaginu, auk þess sem sú yngri er sögð hafa verið þátttakandi í innbrotinu í Árnes. Þá var hún með 14,4 grömm af kannabisefnum í fórum sínum við handtöku. thordur@frettabladid.is Árnesgengið ákært vegna fjölda glæpa Sex manna hópur ungmenna er fyrir rétti um þessar mundir vegna afbrota- hrinu sem stóð yfir frá byrjun júlí og fram yfir miðjan september. Hluti hópsins hefur framið fjöldamörg afbrot síðan þá. 16 ára gömul stúlka á meðal ákærðu. Félagsheimilið Árnes Hluti hópsins var handtekinn eftir innbrot í félags- heimilið um miðjan september á síðasta ári. Afbrotahrina þeirra teygði sig yfir ellefu byggðarlög. 6. júlí: Davíð Þór Gunnarsson stelur varningi úr verslun- inni Samkaupum í Reykjanesbæ. 8. júlí: Davíð Þór handtekinn á Akranesi vegna ölvunar- aksturs án ökuréttinda. 14. júlí: Davíð Þór stelur flösku af áfengi úr verslun ÁTVR í Reykjanesbæ. 9. áGúsT: Davíð Þór stelur bifreið á Akureyri og ekur henni til Hafnarfjarðar. 10. áGúsT: Davíð Þór gerir tilraun til að brjótast inn í fyrirtæki í Reykjavík. 11. áGúsT: Sigurbjörn Adam Baldvinsson ekur bifreið án ökuréttinda að bensínstöð Í Sandgerði, dælir á hana eldsneyti og hverfur af vettvangi án þess að greiða fyrir. Síðar sama dag brýst hann inn í hús í Reykjanesbæ í slagtogi við annan þar sem þeir stela miklu magni af raftækjum, um 118.000 krónum í peningum, armbands- úrum og ýmsu fleira smálegu. Elsta stúlkan sem ákærð er í málinu tekur við hluta þýfisins til geymslu. UM MIðjAn áGúsT: Sigurbjörn Adam og sami vitorðs- maður brjótast inn á heimili í Grindavík og stela miklu magni af raftækjum, peningum, skartgripum, bankakort- um, miklu af fatnaði og peningabauk með ótilgreindri upphæð. Elsta stúlkan tekur aftur við hluta þýfisins til geymslu. 13. áGúsT: Davíð Þór og annar maður brjótast inn í hús í Vogum þar sem lögregla stendur þá að verki og handtekur. 22. áGúsT: Yngsta stúlkan, sem er 16 ára gömul, er handtekin í Reykjanesbæ og er þá með í vörslu sinni 14,4 grömm af kannabisefnum. 27. áGúsT: Davíð Þór stelur kvenveski í Garði sem í var farsími, töluvert af reiðufé og ýmis bankakort. Fór síðan með óþekktum aðila í hraðbanka í Sandgerði og notaði kortin til að taka út 22.000 krónur. 28. áGúsT: Davíð Þór og Sigurbjörn Adam brjótast inn í hús í Reykjanesbæ og stela þaðan peningum, skart- gripum, skólatösku, raftækjum, áfengisflöskum og ýmsu öðru smálegu. Yngsta stúlkan tekur við ýmsum munum úr innbrotinu og geymir. 4. sepTeMbeR: Sigurbjörn Adam vinnur skemmdir á jeppabifreið í Reykjanesbæ og stelur úr henni nokkrum bankakortum. Yngri höfuðpaurinn notar síðan hluta kortanna til að kaupa ýmsan varning. 5. sepTeMbeR: Davíð Þór brýst inn í íbúð í Reykjanes- bæ og stelur þaðan fatnaði og síma, metið á tæplega 200.000 krónur. Stelur auk þess lyklum af bifreið og ekur um á henni án ökuréttinda í þrjá daga þar til lögregla handtekur hann. 10. sepTeMbeR: Sigurbjörn Adam stelur stafrænni myndavél og tveimur kreditkortum. 11. sepTeMbeR: Sigurbjörn Adam notar annað kortanna sem hann stal deginum áður og kaupir vörur að andvirði rúmlega 16.000 krónur í verslunum í Reykjavík. 15. sepTeMbeR: Davíð Þór og Sigurbjörn Adam ásamt yngri stúlkunum tveimur stela bifreið í Reykjavík og keyra til Húsavíkur. 16. sepTeMbeR: Sami hópur stelur bifreið á Húsavík og keyrir aftur suður. Eru grunuð um að hafa brotist inn í fjölmarga sumarbústaði í Borgarfirði á leiðinni og unnið á þeim eignarspjöll. 19. sepTeMbeR: Hópurinn brýst inn í félagsheimilið Árnes í Gnúpverjahreppi og stelur peningaskáp með hundruðum þúsunda króna í, veski með kortum, ara- grúa raftækja, miklu magni af áfengi, 12 strengja gítar, sígarettum, kúrekahöttum, töskum, gosi, vindlum og vasaljósum. 20. sepTeMbeR: Davíð Þór og Sigurbjörn Adam hand- teknir á stolnum jeppa í Reykjavík nokkrum klukkustund- um eftir að þeim var sleppt úr haldi. Klessa jeppann og veita mótspyrnu við handtöku. 21. sepTeMbeR: Davíð Þór og Sigurbjörn Adam úrskurðaðir í síbrotagæslu til 20. október. 22. sepTeMbeR: 5 grömm af kannabisefnum tekin af Sigurbirni Adam við komu hans á Litla-Hraun. jAnúARbyRjUn: Davíð Þór brýst inn í fjölda sumarbú- staða í Borgarfirði í slagtogi við aðra. 12. jAnúAR 2007: Davíð Þór handtekinn í Kópavogi vegna hrinu innbrota undanfarna daga. Úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. febrúar. Á önnur ókláruð mál hjá lögregluembættum víðs vegar um landið. 15. jAnúAR 2007: Aðalmeðferð vegna hluta ákæranna sem beinast gegn ungmennunum hefst. aFbrotahrina hópsins Árið 2006 FIlIppseyjAR Einn af helstu leiðtogum uppreisnarhópsins Abu Sayyaf á Filippseyjum, sem staðið hefur fyrir fjölmörgum hryðju- verkaárásum, féll í bardaga við stjórnarherinn á þriðjudaginn. Jainal Antel Sali hafði árum saman verið eftirlýstur af bæði banda- rískum og filippseyskum stjórn- völdum og fall hans þykir mikið áfall fyrir Abu Sayyaf samtökin. Frá Afganistan bárust síðan í gær þær fréttir að hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins hefðu ásamt afgönskum hermönn- um haft hendur í hárinu á háttsett- um talíbana í Helmand-héraði seint á þriðjudaginn. - gb Fækkar um einn Filippseyski herforinginn Hermogenes Esperon krossar yfir Abu Sulaiman á myndaspjaldi eftirlýstra glæpamanna. FRéTTABLAðið/AFP Uppreisnarmaður fallinn á Filippseyjum og annar handtekinn í Afganistan: Leiðtogi í Abu Sayyaf skotinn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.