Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.01.2007, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 18.01.2007, Qupperneq 10
 18. janúar 2007 FIMMTUDAGUR DóMsMál Ákæra í 28 liðum á hend- ur sex ungmennum sem fóru ráns- hendi um landið síðastliðið haust var tekin til aðalmeðferðar í gær. Hluti hópsins vakti mikla athygli eftir að hafa verið handtekinn í kjölfar innbrots í félagsheimilið Árnes í Gnúpverjahreppi um mið- bik september. Sú handtaka var endahnúturinn á ferðalagi þeirra sem hófst á höfuðborgarsvæðinu nokkrum dögum áður, teygði sig norður til Húsavíkur og endaði á Suðurlandi. Alls eru sex manns, þrír menn og þrjár stúlkur, ákærð í málinu vegna brota sem framin voru frá byrjun júlí og fram yfir miðjan september á síðasta ári, í ellefu mismunandi byggðarlögum. Flestir ákæruliðirnir beinast að tveimur mannanna, Davíð Þór Gunnarssyni fæddum 1988 og Sigurbirni Adam Baldvinssyni fæddum 1985. Þeir eiga báðir lang- an sakaferil að baki þrátt fyrir ungan aldur. Ásamt þriðja mannin- um, sem er 24 ára, er þeim gefið að hafa, ýmist einir eða í slagtogi við hina, framið fimmtán þjófnaði og innbrot, fjölmarga bílstuldi, fíkni- efnabrot, umferðarlagabrot, fjár- svik, eignaspjöll og umboðssvik. Þá er lögregla höfuðborgar- svæðisins enn að rannsaka mál sem Davíð Þór og Sigurbjörn Adam eru grunaðir um. Í því er þeim gefið að hafa brotist inn í hús í Breiðholti, stolið þaðan lyklum að rándýrri jeppabifreið og klesst hana á flótta undan lögreglu. Auk þess veittu þeir talsverðan mótþróa við hand- töku. Varðstjóri hjá lögreglunni í Borgarnesi staðfesti einnig að verið væri að leggja lokahönd á ákæru vegna alls kyns brota mannanna í umdæmi hennar, meðal annars vegna fjölda innbrota í sumarhús. Davíð Þór hefur ítrekað komist í kast við lögin á síðustu vikum og mánuðum. Hann var handtekinn í Kópavogi síðastliðinn föstudag vegna hrinu innbrota undanfarna daga og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. febrúar. Hann á þess utan ýmis ókláruð mál hjá lögregluembættum víðs vegar um landið. Stúlkurnar eru á aldrinum 16-22 ára. Sú elsta er ákærð fyrir að hylma yfir með mönnunum með því að geyma ránsfeng þeirra úr nokkr- um innbrotanna. Þá fannst einnig lítilræði af amfetamíni á henni við handtöku. Hinar yngri fóru með höfuð- paurunum tveimur í ferðalag þeirra um landið. Þær eru fæddar 1990 og 1988. Stúlkurnar eru báðar ákærð- ar fyrir að taka þátt í þeim fjöl- mörgu bílstuldum sem hópurinn er grunaður um á ferðalaginu, auk þess sem sú yngri er sögð hafa verið þátttakandi í innbrotinu í Árnes. Þá var hún með 14,4 grömm af kannabisefnum í fórum sínum við handtöku. thordur@frettabladid.is Árnesgengið ákært vegna fjölda glæpa Sex manna hópur ungmenna er fyrir rétti um þessar mundir vegna afbrota- hrinu sem stóð yfir frá byrjun júlí og fram yfir miðjan september. Hluti hópsins hefur framið fjöldamörg afbrot síðan þá. 16 ára gömul stúlka á meðal ákærðu. Félagsheimilið Árnes Hluti hópsins var handtekinn eftir innbrot í félags- heimilið um miðjan september á síðasta ári. Afbrotahrina þeirra teygði sig yfir ellefu byggðarlög. 6. júlí: Davíð Þór Gunnarsson stelur varningi úr verslun- inni Samkaupum í Reykjanesbæ. 8. júlí: Davíð Þór handtekinn á Akranesi vegna ölvunar- aksturs án ökuréttinda. 14. júlí: Davíð Þór stelur flösku af áfengi úr verslun ÁTVR í Reykjanesbæ. 9. áGúsT: Davíð Þór stelur bifreið á Akureyri og ekur henni til Hafnarfjarðar. 10. áGúsT: Davíð Þór gerir tilraun til að brjótast inn í fyrirtæki í Reykjavík. 11. áGúsT: Sigurbjörn Adam Baldvinsson ekur bifreið án ökuréttinda að bensínstöð Í Sandgerði, dælir á hana eldsneyti og hverfur af vettvangi án þess að greiða fyrir. Síðar sama dag brýst hann inn í hús í Reykjanesbæ í slagtogi við annan þar sem þeir stela miklu magni af raftækjum, um 118.000 krónum í peningum, armbands- úrum og ýmsu fleira smálegu. Elsta stúlkan sem ákærð er í málinu tekur við hluta þýfisins til geymslu. UM MIðjAn áGúsT: Sigurbjörn Adam og sami vitorðs- maður brjótast inn á heimili í Grindavík og stela miklu magni af raftækjum, peningum, skartgripum, bankakort- um, miklu af fatnaði og peningabauk með ótilgreindri upphæð. Elsta stúlkan tekur aftur við hluta þýfisins til geymslu. 13. áGúsT: Davíð Þór og annar maður brjótast inn í hús í Vogum þar sem lögregla stendur þá að verki og handtekur. 22. áGúsT: Yngsta stúlkan, sem er 16 ára gömul, er handtekin í Reykjanesbæ og er þá með í vörslu sinni 14,4 grömm af kannabisefnum. 27. áGúsT: Davíð Þór stelur kvenveski í Garði sem í var farsími, töluvert af reiðufé og ýmis bankakort. Fór síðan með óþekktum aðila í hraðbanka í Sandgerði og notaði kortin til að taka út 22.000 krónur. 28. áGúsT: Davíð Þór og Sigurbjörn Adam brjótast inn í hús í Reykjanesbæ og stela þaðan peningum, skart- gripum, skólatösku, raftækjum, áfengisflöskum og ýmsu öðru smálegu. Yngsta stúlkan tekur við ýmsum munum úr innbrotinu og geymir. 4. sepTeMbeR: Sigurbjörn Adam vinnur skemmdir á jeppabifreið í Reykjanesbæ og stelur úr henni nokkrum bankakortum. Yngri höfuðpaurinn notar síðan hluta kortanna til að kaupa ýmsan varning. 5. sepTeMbeR: Davíð Þór brýst inn í íbúð í Reykjanes- bæ og stelur þaðan fatnaði og síma, metið á tæplega 200.000 krónur. Stelur auk þess lyklum af bifreið og ekur um á henni án ökuréttinda í þrjá daga þar til lögregla handtekur hann. 10. sepTeMbeR: Sigurbjörn Adam stelur stafrænni myndavél og tveimur kreditkortum. 11. sepTeMbeR: Sigurbjörn Adam notar annað kortanna sem hann stal deginum áður og kaupir vörur að andvirði rúmlega 16.000 krónur í verslunum í Reykjavík. 15. sepTeMbeR: Davíð Þór og Sigurbjörn Adam ásamt yngri stúlkunum tveimur stela bifreið í Reykjavík og keyra til Húsavíkur. 16. sepTeMbeR: Sami hópur stelur bifreið á Húsavík og keyrir aftur suður. Eru grunuð um að hafa brotist inn í fjölmarga sumarbústaði í Borgarfirði á leiðinni og unnið á þeim eignarspjöll. 19. sepTeMbeR: Hópurinn brýst inn í félagsheimilið Árnes í Gnúpverjahreppi og stelur peningaskáp með hundruðum þúsunda króna í, veski með kortum, ara- grúa raftækja, miklu magni af áfengi, 12 strengja gítar, sígarettum, kúrekahöttum, töskum, gosi, vindlum og vasaljósum. 20. sepTeMbeR: Davíð Þór og Sigurbjörn Adam hand- teknir á stolnum jeppa í Reykjavík nokkrum klukkustund- um eftir að þeim var sleppt úr haldi. Klessa jeppann og veita mótspyrnu við handtöku. 21. sepTeMbeR: Davíð Þór og Sigurbjörn Adam úrskurðaðir í síbrotagæslu til 20. október. 22. sepTeMbeR: 5 grömm af kannabisefnum tekin af Sigurbirni Adam við komu hans á Litla-Hraun. jAnúARbyRjUn: Davíð Þór brýst inn í fjölda sumarbú- staða í Borgarfirði í slagtogi við aðra. 12. jAnúAR 2007: Davíð Þór handtekinn í Kópavogi vegna hrinu innbrota undanfarna daga. Úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. febrúar. Á önnur ókláruð mál hjá lögregluembættum víðs vegar um landið. 15. jAnúAR 2007: Aðalmeðferð vegna hluta ákæranna sem beinast gegn ungmennunum hefst. aFbrotahrina hópsins Árið 2006 FIlIppseyjAR Einn af helstu leiðtogum uppreisnarhópsins Abu Sayyaf á Filippseyjum, sem staðið hefur fyrir fjölmörgum hryðju- verkaárásum, féll í bardaga við stjórnarherinn á þriðjudaginn. Jainal Antel Sali hafði árum saman verið eftirlýstur af bæði banda- rískum og filippseyskum stjórn- völdum og fall hans þykir mikið áfall fyrir Abu Sayyaf samtökin. Frá Afganistan bárust síðan í gær þær fréttir að hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins hefðu ásamt afgönskum hermönn- um haft hendur í hárinu á háttsett- um talíbana í Helmand-héraði seint á þriðjudaginn. - gb Fækkar um einn Filippseyski herforinginn Hermogenes Esperon krossar yfir Abu Sulaiman á myndaspjaldi eftirlýstra glæpamanna. FRéTTABLAðið/AFP Uppreisnarmaður fallinn á Filippseyjum og annar handtekinn í Afganistan: Leiðtogi í Abu Sayyaf skotinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.