Fréttablaðið - 18.01.2007, Page 67

Fréttablaðið - 18.01.2007, Page 67
FIMMTUDAGUR 18. janúar 2007 31 Send­ið okkur línu Við hvetjum les­end­ur til að s­end­a okkur línu og leggja orð í belg um málefni líðand­i s­tund­­ ar. Greinar og bréf s­kulu vera s­tutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni s­em s­ent er frá Skoðanas­íðunni á vis­ir.is­. Þar eru nánari leiðbeiningar. Rit­ s­tjórn ákveður hvort efni birtis­t í Fréttablaðinu eða Vís­i eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild­. Ás­kilinn er réttur til leið­ réttinga og til að s­tytta efni. umræðan Gróska Eftir kosningarnar árið 1995, þar sem vinstri flokkarnir gengu til kosninga í fjórum stjórn- málaflokkum og tryggðu þar með eigið valdaleysi með sundrungu sinni, kom upp sterk umræða um stöðu vinstri manna. Var það mat margra að nú skyldu jafnaðar- menn sameina kraftana líkt og gert hafði verið með Reykjavíkur- listanum árið 1994. Þá að vísu með fulltingi framsóknarmanna sem duttu út úr umræðunni eftir að hafa gengið til samstarfs við hægri menn í ríkisstjórn árið 1995. Þetta var mikil deigla og náði djúpt inn í flokkana alla. Ekki síst til unga fólksins sem sá ekki ástæðuna fyrir sundrung- unni eða réttlætinguna fyrir hinni pólitísku skiptingu til vinstri. Samið skyldi vopnahlé í villta vinstrinu og hreyfingar samein- aðar. Í október árið 1996 hélt á fimmta tug ungs fólks af vinstri væng stjórnmálanna til Bifrastar í Borgarfirði til að funda um hvernig við gætum flýtt fyrir og ýtt á eftir sameiningu jafnaðar- manna. Ungir jafnaðarmenn og - konur úr öllum flokkum og utan þeirra. Flest vorum við starfandi í einhverjum flokkanna fjögurra sem runnu síðar inn í Samfylk- inguna en nokkur fjöldi utan flokka meðal annars vegna van- trúar á þeim máttlitlu flokkum sem þarna voru á ferð. Vistin á Bifröst fór vel í fólk og ákveðið var að halda áfram samstarfi og gera tilraun til þess að brjóta niður flokkamúranna og ná sam- stöðu um helstu mál. Við höfnuðum flokkakerfinu og því afkáralega ástandi sem ríkti á vinstri vængnum. Jafnað- armenn sundraðir og áhrifalausir að mestu. Sjálfstæðisflokkurinn drottnaði og deildi og Framsókn sat þversum á fjósbitanum og hallaði sér í þá átt sem betur var boðið hverju sinni. Kunnugleg staða? Við mynduðum óformlegan undirbúningshóp að stofnfundi samtaka sem skyldu taka við hlut- verki ungliðahreyfinganna og vinna að sameiningu flokkanna. Við leigðum hæð á Laugavegi 103, opnuðum félagsmiðstöð, og skipu- lögðum af miklum krafti stofnun samtakanna sem hlutu nafnið Gróska. Fundurinn var haldinn þann 18. janúar í Loftkastalanum árið 1997. Í aðdraganda þess réð- umst við í mikla fjölmiðlaútrás. Skrifuðum fjölda greina í blöðin sem þá voru; Alþýðublaðið, DV, Mogginn, Helgarpósturinn, Dagur/Tíminn og Vikublaðið. Fundurinn tókst feykivel. Troðfullur kastali og hundruð manna mættu til að sýna sam- stöðu í því að sameina flokkanna í einn. Teningunum er kastað voru vígorð okkar. Prentuðum þau á plaköt og dreifimiða sem við fórum með í skóla landsins og á marga vinnustaði og kaffihús, kappið var mikið. Mikil stemning myndaðist í kringum stofnun Grósku, fundað var nær hvern dag vikunnar, við opnuðum einn fyrsta bloggvef landsins groska.is og skrifuðum Hina opnu bók Grósku, sem rit- stýrt var af Helga Hjörvar og Flosa Eiríkssyni, sem var okkar framlag til málefnasamstöðu jafnaðarmanna. Nokkur hópur fór síðan til London og vann með Verkamannaflokknum í kosning- unum 1997 og er stundin þegar Tony Blair lýsti yfir sigri í Royal Festival Hall okkur öllum ógleym- anleg. Að þekkja sigurstemmingu er öllum mikilvægt. Hápunkti náði starf Grósku með fundaherferð um allt land í október 1997 undir slagorðinu Gróska um land allt - sameigin- legt framboð 1999. Við fengum lánaðan jeppa hjá Ingvari Helga- syni og héldum á annan tug funda hringinn í kringum landið. Umræðan var mjög hávær og mikil pressa var á forystumönn- um flokkanna. Þar var ríkur vilji fyrir hendi. Margrét Frímannsdóttir orðin formaður Alþýðubandalags, Sig- hvatur Björgvinsson formaður Alþýðuflokks, Össur Skarphéð- insson þingmaður og ritstjóri var ákafur sameiningarsinni og ekki stóð á Jóhönnu Sigurðardóttur og Þjóðvaka eða Kvennalista. Þá var sætur sigur Reykjavíkurlistans og öflug staða Ingibjargar Sól- rúnar í bakgrunni tíðarandans sem tákn fyrir árangurinn sem hægt var að ná legðum við jafnað- armenn í fjórum flokkum kraft- ana saman. Hennar framlag var mikilvægt á þessum tíma. Þetta er rifjað upp hér í tilefni af því að nú eru tíu ár liðin frá stofnun Grósku. Þeim tímamót- um ber að fagna enda merkur áfangi í stjórnmálasögunni. Af því tilefni höldum við sem að stofnun Grósku stóðum ráðstefnu laugardaginn 20. janúar þar sem fjallað verður um stöðu jafnaðar- manna í dag. Er ferlinu lokið eða á eftir að sameina meira? Vörpum því upp og mörgu öðru laugardaginn 20. janúar á ráðstefnu sem hefst kl. 13.00 og verður haldin á Hallveigarstígnum, húsi Sam- fylkingarinnar. Við hvetjum allt Gróskufólk sem og alla áhugamenn um efl- ingu jafnaðarstefnunnar að líta við. Það hefur alltaf verið gaman á Gróskufundum. Höfundar eru stofnfélagar í Grósku - samtökum jafnaðar- manna, félagshyggjufólks og kvenfrelsissinna. Gróska í stjórnmálum – Uppreisn ungliðanna 1997 Hreinn HreinSSon Björgvin g. SigurðSSon Þetta er rifjað upp hér í tilefni af því að nú eru tíu ár liðin frá stofnun Grósku. Þeim tímamót- um ber að fagna enda merkur áfangi í stjórnmálasögunni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.