Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.01.2007, Qupperneq 67

Fréttablaðið - 18.01.2007, Qupperneq 67
FIMMTUDAGUR 18. janúar 2007 31 Send­ið okkur línu Við hvetjum les­end­ur til að s­end­a okkur línu og leggja orð í belg um málefni líðand­i s­tund­­ ar. Greinar og bréf s­kulu vera s­tutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni s­em s­ent er frá Skoðanas­íðunni á vis­ir.is­. Þar eru nánari leiðbeiningar. Rit­ s­tjórn ákveður hvort efni birtis­t í Fréttablaðinu eða Vís­i eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild­. Ás­kilinn er réttur til leið­ réttinga og til að s­tytta efni. umræðan Gróska Eftir kosningarnar árið 1995, þar sem vinstri flokkarnir gengu til kosninga í fjórum stjórn- málaflokkum og tryggðu þar með eigið valdaleysi með sundrungu sinni, kom upp sterk umræða um stöðu vinstri manna. Var það mat margra að nú skyldu jafnaðar- menn sameina kraftana líkt og gert hafði verið með Reykjavíkur- listanum árið 1994. Þá að vísu með fulltingi framsóknarmanna sem duttu út úr umræðunni eftir að hafa gengið til samstarfs við hægri menn í ríkisstjórn árið 1995. Þetta var mikil deigla og náði djúpt inn í flokkana alla. Ekki síst til unga fólksins sem sá ekki ástæðuna fyrir sundrung- unni eða réttlætinguna fyrir hinni pólitísku skiptingu til vinstri. Samið skyldi vopnahlé í villta vinstrinu og hreyfingar samein- aðar. Í október árið 1996 hélt á fimmta tug ungs fólks af vinstri væng stjórnmálanna til Bifrastar í Borgarfirði til að funda um hvernig við gætum flýtt fyrir og ýtt á eftir sameiningu jafnaðar- manna. Ungir jafnaðarmenn og - konur úr öllum flokkum og utan þeirra. Flest vorum við starfandi í einhverjum flokkanna fjögurra sem runnu síðar inn í Samfylk- inguna en nokkur fjöldi utan flokka meðal annars vegna van- trúar á þeim máttlitlu flokkum sem þarna voru á ferð. Vistin á Bifröst fór vel í fólk og ákveðið var að halda áfram samstarfi og gera tilraun til þess að brjóta niður flokkamúranna og ná sam- stöðu um helstu mál. Við höfnuðum flokkakerfinu og því afkáralega ástandi sem ríkti á vinstri vængnum. Jafnað- armenn sundraðir og áhrifalausir að mestu. Sjálfstæðisflokkurinn drottnaði og deildi og Framsókn sat þversum á fjósbitanum og hallaði sér í þá átt sem betur var boðið hverju sinni. Kunnugleg staða? Við mynduðum óformlegan undirbúningshóp að stofnfundi samtaka sem skyldu taka við hlut- verki ungliðahreyfinganna og vinna að sameiningu flokkanna. Við leigðum hæð á Laugavegi 103, opnuðum félagsmiðstöð, og skipu- lögðum af miklum krafti stofnun samtakanna sem hlutu nafnið Gróska. Fundurinn var haldinn þann 18. janúar í Loftkastalanum árið 1997. Í aðdraganda þess réð- umst við í mikla fjölmiðlaútrás. Skrifuðum fjölda greina í blöðin sem þá voru; Alþýðublaðið, DV, Mogginn, Helgarpósturinn, Dagur/Tíminn og Vikublaðið. Fundurinn tókst feykivel. Troðfullur kastali og hundruð manna mættu til að sýna sam- stöðu í því að sameina flokkanna í einn. Teningunum er kastað voru vígorð okkar. Prentuðum þau á plaköt og dreifimiða sem við fórum með í skóla landsins og á marga vinnustaði og kaffihús, kappið var mikið. Mikil stemning myndaðist í kringum stofnun Grósku, fundað var nær hvern dag vikunnar, við opnuðum einn fyrsta bloggvef landsins groska.is og skrifuðum Hina opnu bók Grósku, sem rit- stýrt var af Helga Hjörvar og Flosa Eiríkssyni, sem var okkar framlag til málefnasamstöðu jafnaðarmanna. Nokkur hópur fór síðan til London og vann með Verkamannaflokknum í kosning- unum 1997 og er stundin þegar Tony Blair lýsti yfir sigri í Royal Festival Hall okkur öllum ógleym- anleg. Að þekkja sigurstemmingu er öllum mikilvægt. Hápunkti náði starf Grósku með fundaherferð um allt land í október 1997 undir slagorðinu Gróska um land allt - sameigin- legt framboð 1999. Við fengum lánaðan jeppa hjá Ingvari Helga- syni og héldum á annan tug funda hringinn í kringum landið. Umræðan var mjög hávær og mikil pressa var á forystumönn- um flokkanna. Þar var ríkur vilji fyrir hendi. Margrét Frímannsdóttir orðin formaður Alþýðubandalags, Sig- hvatur Björgvinsson formaður Alþýðuflokks, Össur Skarphéð- insson þingmaður og ritstjóri var ákafur sameiningarsinni og ekki stóð á Jóhönnu Sigurðardóttur og Þjóðvaka eða Kvennalista. Þá var sætur sigur Reykjavíkurlistans og öflug staða Ingibjargar Sól- rúnar í bakgrunni tíðarandans sem tákn fyrir árangurinn sem hægt var að ná legðum við jafnað- armenn í fjórum flokkum kraft- ana saman. Hennar framlag var mikilvægt á þessum tíma. Þetta er rifjað upp hér í tilefni af því að nú eru tíu ár liðin frá stofnun Grósku. Þeim tímamót- um ber að fagna enda merkur áfangi í stjórnmálasögunni. Af því tilefni höldum við sem að stofnun Grósku stóðum ráðstefnu laugardaginn 20. janúar þar sem fjallað verður um stöðu jafnaðar- manna í dag. Er ferlinu lokið eða á eftir að sameina meira? Vörpum því upp og mörgu öðru laugardaginn 20. janúar á ráðstefnu sem hefst kl. 13.00 og verður haldin á Hallveigarstígnum, húsi Sam- fylkingarinnar. Við hvetjum allt Gróskufólk sem og alla áhugamenn um efl- ingu jafnaðarstefnunnar að líta við. Það hefur alltaf verið gaman á Gróskufundum. Höfundar eru stofnfélagar í Grósku - samtökum jafnaðar- manna, félagshyggjufólks og kvenfrelsissinna. Gróska í stjórnmálum – Uppreisn ungliðanna 1997 Hreinn HreinSSon Björgvin g. SigurðSSon Þetta er rifjað upp hér í tilefni af því að nú eru tíu ár liðin frá stofnun Grósku. Þeim tímamót- um ber að fagna enda merkur áfangi í stjórnmálasögunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.