Fréttablaðið - 31.01.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 31.01.2007, Blaðsíða 22
greinar@frettabladid.is Það jafnast ekkert á við fótbolta. Samstilltan og útsjónarsaman kappleik sem einkennist af sjálfsöryggi, lipurð og leikgleði. Íþróttahreyfingin er sannarlega hreyfing okkar allra þótt allir séu ekki beinir þátttak- endur. Hún er nefnilega valdamik- il stofnun, teygir anga sína víða og hefur óteljandi kima sem reynst hafa stjórnmálamönnum mikilsvert bakland. Þetta á ekki síst við um Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ), langstærsta sérsambandið með yfir 22.000 iðkendur, ríflega þrisvar sinnum fjölmennara en Körfuknattleiks- sambandið og Handknattleiks- sambandið. KSÍ er líka afar fjársterkt samband með hagnað upp á 27 milljónir króna árið 2005. KSÍ er því stórveldi í íþróttaheim- inum og forystukeppnin sannkall- aður stórfiskaleikur. Þótt íþróttahreyfingin sé hreyfing okkar allra eiga hinir ýmsu hópar misgóðan aðgang að gæðum hennar. Mikil umræða hefur átt sér stað um börn frá efnaminni heimilum og bága stöðu þeirra gagnvart tómstundastarfi og íþróttum. Þá er hlutfall kvenna talsvert lægra en karla og brottfall þeirra meira. Konur eru um fjórðungur iðkenda innan KSÍ, talsvert færri en bæði í körfu- boltanum og handboltanum. Ekki er langt síðan mikill munur var á verðlaunafé til karla- og kvenna- liða í Landsbankadeildinni. Eftir ósk frá Landsbankanum hækkaði KSÍ féð til kvennaliðanna til jafns við karlaliðin. Í haust kom svo upp dagpeningamálið þar sem í ljós kom að kvennalandsliðið fékk einungis lítið brot af greiðslum karlalandsliðsins. KSÍ maldaði í móinn, bar við tapi á kvennaliðun- um og að svona gerðu menn líka í útlöndum. Nú í aðdraganda formannskjörsins hefur þetta engu að síður verið leiðrétt og skýring fráfarandi formanns er að þetta hafi verið „gáleysi“. Rannsóknir sýna að íþróttir eru gjarna samofnar hefðbundnum karlmennskuhugmyndum. Það gerist þannig að orðfæri og táknmyndir um íþróttamenn renna saman við hugtök sem notuð eru til að lýsa karlmennsku, svo sem hugrekki, þor, líkamlegan styrk, færni og virkni. Þetta gerir það t.d. að verkum að fatlaðir karlar sem ekki standast þessi viðmið upplifa sig oft útilokaða frá heimi íþróttanna og karl- mennskunnar. Á sama hátt getur þessi orðræða virkað útilokandi fyrir konur. Þetta endurspeglast skýrt í frétta- og fjölmiðlaefni um íþróttirnar. Í fjölþjóðlegu könnuninni „Sports, Media, Stereotypes“ sem Ísland tók þátt í og kynnt var í fyrra, kom í ljós að körlum er gert hærra undir höfði en konum bæði í íþróttum og í íþróttaumfjöllun. Konur eru sjaldséðar í íþróttafréttamennsku og fjölmiðlaumfjöllun um konur er ekki í neinu samræmi við íþróttaiðkun þeirra eða árangur. Kvennalandslið Íslands í fótbolta er t.d. í 21. sæti á styrkleikalista FIFA en karlalandsliðið í 93. sæti (af fleiri liðum þó). Fjölmiðlaum- fjöllun er í engu samræmi við þetta. Þessum umframsýnileika karla fylgir svo ýmislegt fleira, svo sem hugmyndir um að þeir séu betri, þar með meira áhorf, athygli, peningar, hvatning og svo koll af kolli. Stjórnskipulag íþróttahreyfing- arinnar, sérstaklega KSÍ, endur- speglar kynjaskekkju sem er jafnvel ýktari en í samfélaginu í heild. Ein kona situr í 16 manna stjórn KSÍ, karlar eru í yfirgnæf- andi meirihluta í nefndum sambandsins, þjálfarar eru karlar í meirihluta og í dómstól og áfrýjunardómstól KSÍ sitja eingöngu karlar. Heita má að íþróttahreyfingunni sé stjórnað af körlum, íþróttum miðlað af körlum um íþróttir karla. Þetta er hvorki „gáleysi“ né samsæri nokkurra manna heldur kerfis- bundið einkenni á valdamisræmi kynjanna á samfélaginu. Eftir allt þetta má spyrja hvort Halla Gunnarsdóttir eigi nokkurn möguleika í formannskjörinu? Þar gilda flóknar reglur um atkvæða- vægi og fulltrúafjölda og strax þar er líkast til nokkur kynja- skekkja. Og svo má spyrja hvort ekki sé eðlilegt að karlar séu í forystu í samtökum þar sem karlar eru í meirihluta? Þeir sem hugsa þannig reikna með að fólk kjósi eingöngu einstaklinga af sínu eigin kyni. Ef þetta væri reyndin væri forysta fjölmargra félagasamtaka allt önnur en raunin er. Þá væri karlmaður ekki formaður BSRB því þar eru konur í meirihluta, og því síður í félagi bankamanna. Það er því fullkom- lega raunhæft hjá Höllu Gunnars- dóttur að skella sér í stórfiska- leikinn og sækjast eftir formennsku í KSÍ. Á sama hátt og konur geta kosið karla til forystu fyrir sína hönd, geta karlar vel kosið konu í forystuhlutverk. Það kostar bara pínulítið hugmynda- flug – en svo lítið að flestir karlar ættu að ráða við það. Stórfiskaleikur Menntamálaráðherra skrifaði grein í Fréttablað-ið sl. föstudag þar sem hún virðist líta svo á að stuðningur við samkeppnissjóði sem helstu leið til fjármögnunar vísindarannsókna jafngildi andstöðu við að efla Háskóla Íslands. Við undirrituð, sem erum starfandi vísindamenn við Háskólann í Reykjavík, erum ósammála þessari röksemdafærslu og viljum hér koma á framfæri sjónarmiðum okkar í málinu. Vísinda- og tækniráð – sem í sitja, auk annarra, ráðherrar menntamála, iðnaðar og fjármála, ásamt forsætisráðherra – á að móta stefnu hins opinbera í vísindamálum. Ráðið birti sl. vor stefnu fyrir tíma- bilið 2006-2009. Þar er lögð áhersla á mikilvægi þess að efla samkeppnissjóði, og m.a. sagt orðrétt: „Vísinda- og tækniráð hvetur til þess að [...] hækk- un beinna fjárveitinga til rannsókna renni að stærst- um hluta til samkeppnissjóða og áætlana sem úthluta fé á grundvelli umsókna og faglegs mats.“ Undir þetta tökum við heilshugar. Hins vegar gefur auga leið að samningur menntamálaráðherra við Háskóla Íslands, um þriggja milljarða króna aukin framlög á ári til rannsókna við skólann, fer þvert gegn ofangreindri stefnu Vísinda- og tækni- ráðs, sem ráðherra átti þátt í að móta. Við erum síður en svo mótfallin því að rannsóknir við Háskóla Íslands séu efldar. Það er hins vegar ástæða fyrir þeirri áherslu sem Vísinda- og tækniráð leggur á að auknar fjárveitingar til rannsókna fari að stærstum hluta gegnum samkeppnissjóði. Hún er orðuð svo í stefnu ráðsins: „Samkeppnissjóðir eru eitt virkasta stýritækið til að vísinda- og þróunar- starf beri árangur.“ Skilvirkasta leiðin til að efla rannsóknir á Íslandi er að láta fé til þeirra renna gegnum samkeppnis- sjóði. Það tryggir að peningarnir fari í bestu verk- efnin, og til bestu vísindamannanna, hvar sem þeir starfa. Miðað við styrk HÍ í rannsóknum í dag er ljóst að skólinn myndi, svo lengi sem hann dregst ekki aftur úr í samkeppninni, fá 75-80% af því fé sem sett yrði í slíka sjóði. Sá munur yrði þó á, miðað við þá beinu fjárveit- ingu sem ráðherra samdi um, að tryggt yrði að bestu verkefnin og bestu vísindamennirnir innan HÍ yrðu styrkt. Það myndi efla HÍ á mun skilvirkari hátt en sá samningur sem ráðherra gerði. Að auki myndi sú leið efla uppbyggingu allrar vísindastarfsemi á Íslandi, og þannig verða öllu vísindasamfélaginu – og um leið öllu samfélaginu – til hagsbóta. Anna Ingólfsdóttir, Björn Þór Jónsson, Einar Steingrímsson og Luca Aceto. Höfundar eru starfandi vísindamenn við HR. Ráðherra og efling vísinda A B CD E FG OPQRSTU ABC-kort Þú sækir um ABC-kortið hjá Netbankanum á www.nb.is Hjálpaðu bágstöddum börnum og njóttu afsláttar í leiðinni Með ABC-kortinu færðu 10% afslátt í verslunum Hans Petersen um land allt og 1% af upphæðinni rennur beint til ABC-barnahjálpar. P eningar, kynlíf og trúarbrögð geta orðið magnaður bræðingur eins og við höfum orðið vitni að í óþægi- lega miklum smá-atriðum í máli og myndum sem hafa streymt frá Byrginu undanfarnar vikur. Allt er það mikið ógæfumál fyrir helstu persónur og leikendur. Og enn er verið að bæta við línum á syndaskrá forstöðumannsins. Í öllum gusuganginum hefur hins vegar sú hlið sem snýr að lausatökum fjárlagavaldsins á fjármunum almennings ekki fengið verðskuldaða athygli. Er þó sá flötur ærið tilefni til að velta fyrir sér hversu frjálslega stjórnvöld fara með þá peninga sem þeim er treyst fyrir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, gerði þennan þátt Byrgismálsins að umræðuefni á aðalfundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík síðastliðna helgi og benti á að stjórnvöld hefðu brugðist eftirlitsskyldu sinni með meðferð opinbers fjár. „Í öðrum löndum væri einhver gerður ábyrgur í Byrgismál- inu, aðrir en starfsfólk Byrgisins og skjólstæðingar þess,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Ísland er hins vegar ekki eins og önnur lönd í þessum efnum. Viðbrögð formanns fjárlaganefndar Alþingis, framsóknar- mannsins Birkis Jóns Jónssonar, við gagnrýni Ingibjargar komu því ekki á óvart þegar hann sagði, aðspurður í fréttum ríkissjón- varpsins, að honum fyndist það á „lágu plani“ að ætla að gera þetta pólitískt mál. En með leyfi að spyrja: Ef meðferð opinbers fjár er ekki pólit- ískt mál, hvað er það þá? Nú skiptir það ekki litlu varðandi stöðu og störf Alþingis að ekkert gjald má greiða úr ríkissjóði nema samkvæmt lögum, eins og þar er skrifað. Ábyrgð framsóknarmanna á Byrginu hlýtur að vera allnokkur. Byrgið komst á fjárlög 1999 þegar Páll Pétursson var félagsmála- ráðherra og árið 2003 sat flokksfélagi hans, Árni Magnússon, í sama stól þegar ráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu um að það hefði ótvíræða eftirlitsskyldu með Byrginu. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hvernig ráðuneytið rækti þá skyldu sína. Illgerlegt er að láta þá félaga Árna og Pál svara fyrir málið, enda báðir horfnir á önnur mið. Söguleg arfleifð þriðja fram- sóknarráðherrans sem nú er í félagsmálaráðuneytinu hlýtur þó að vera töluverð. Umfram allt er þó ábyrgð fjárlaganefndar Alþingis mikil þótt hún sitji sem fastast. Þar á bæ virðast menn þó gera sér grein fyrir því að málið er pólitískt og eru nú með til skoðunar hvort breyta þurfi lögum um eftirlit með ríkisstyrkjum til aðila utan ríkiskerfisins. Auðvitað er það svo laukrétt hjá formanni Samfylkingarinnar að í öðrum löndum væri einhver innan opinbera kerfisins gerður ábyrgur. Það er hins vegar ekki stíll íslenskra stjórnmálamanna að játa mistök, viðurkenna að þeir hafi haft rangt fyrir sér, eða axla ábyrgð. Undantekningarnar í stjórnmálasögu landsins eru svo fáar að þær rísa eins og Herðubreið upp úr Ódáðahrauni. Lausatök í skugga kynlífshneykslis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.