Fréttablaðið - 31.01.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.01.2007, Blaðsíða 2
Svonefndar sex-velda- viðræður um kjarnorkuáform Norður-Kóreu munu hefjast á ný í næstu viku, að því er talsmenn kínverskra stjórnvalda greindu frá. Forsenda fyrir þessu eru framfarir í viðræðum Norður- Kóreumanna og fulltrúa Banda- ríkjastjórnar um fjármál. Síðustu lotu sex-velda-viðræðn- anna, sem Japanar og Rússar eiga aðild að auk Kóreuríkjanna tveggja, Kína og Bandaríkjanna, lauk án árangurs og það var fyrst nú sem dagsetning var sett á upphaf nýrrar viðræðulotu, 8. febrúar. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, varaði Norður-Kóreu- menn við að koma ekki tómhentir að samningaborðinu; ef þessi nýja lota skilaði ekki árangri yrðu þeir að reikna með „stórauknum alþjóðlegum þrýstingi“. Ný viðræðulota í næstu viku Götuhópur fíkni- efnadeildar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu kom upp um stór- fellda ræktun á kannabisplöntum í atvinnuhúsnæði í austurborg Reykjavíkur á föstudagskvöldið. Við leit í húsnæðinu fundust á fjórða hundrað kannabisplöntur, sem margar hverjar reyndust vera hátt í annan metra á hæð. Samtals vó ræktunin vel á annan tug kílóa. Einn karlmaður var handtekinn í kjölfar fundarins. Hann var lát- inn laus að lokinni skýrslutöku hjá lögreglu. Málið telst að mestu upp- lýst, að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem telur afar ólíklegt að rækt- andinn hafi ætlað þetta magn til eigin nota. Þetta er með stærri ræktunar- málum sem upp hafa komið hér á landi. Á undanförnum árum hafa í flestum fundist frá fáeinum plönt- um upp í um það bil 200 stykki. Undantekning er til dæmis er lög- regla fann á sveitabæ í Ölfusi árið 2005 670 kannabisplöntur í haug- húsi undir fjósi á bænum. Þá má minna á mál sem er nú fyrir Hér- aðsdómi Suðurlands þar sem maður er ákærður fyrir að hafa í gamla sláturhúsinu í Laugarási ræktað og haft í vörslu sinni 163 kannabisplöntur, 1,3 kíló af mari- júana og 4,3 kíló af kannabislauf- um. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá embætti ríkislögreglustjóra var lagt hald á 1.203 kannabis- plöntur hér á landi á síðasta ári. Þessi fundur götuhópsins á föstu- dagskvöld er því um það bil fjórð- ungur alls þess magns sem tekið var þá. Af tölum embættis ríkis- lögreglustjóra yfir magn tekinna fíkniefna á síðari árum má einnig sjá að fjöldi kannabisplantna sem lögreglan hefur lagt hald á hefur farið hraðvaxandi milli ára frá 1999. Á sama tíma hefur orðið mikill samdráttur í innflutningi á kannabisefnum ef tekið er mið af því sem haldlagt er af tollvörðum og lögreglu. „Það hefur yfirleitt verið talið að það marijúana sem er hér á markaði sé framleitt hér,“ segir Ásgeir. „Menn virðast ekki vera að reyna að flytja það í miklum mæli inn.“ Götuhópurinn tók kannabisverksmiðju Á fjórða hundrað kannabisplantna reyndust vera í atvinnuhúsnæði í austur- borginni sem götuhópur fíkniefnalögreglunnar gerði húsleit í á föstudagskvöld. Karlmaður var handtekinn en látinn laus að lokinni skýrslutöku hjá lögreglu. „Það hefur yfirleitt verið talið að það marijúana sem er hér á markaði sé framleitt hér“ Eftir úrsögn úr Frjáls- lynda flokknum er Sigurlín Mar- grét Sigurðardóttir orðin vara- þingmaður utan flokka. Sigurlín var önnur á lista flokksins í Suð- vesturkjördæmi, á eftir Gunnari Erni Örlygssyni sem gekk í Sjálf- stæðisflokkinn fyrr á kjörtíma- bilinu. Sigurlín útilokar ekki framboð fyrir annan flokk í kosningunum í vor. „Komi boð um það sem vert er að skoða mun ég gera það af opnum huga,“ segir hún í samtali við Fréttablaðið. Sigurlín vill þó ekkert segja til um hvort eitthvað liggi í loftinu í þeim efnum. Varaþingmaður utan flokka Fjórar ungar konur hafa nú kært Guðmund Jónsson, fyrrum forstöðumann Byrgisins, fyrir kynferðislega misbeitingu á meðan þær voru skjólstæðingar meðferðarheimilisins. Síðasta kæran barst að kvöldi föstudags. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Sel- fossi. Kærur þær sem lagðar hafa verið fram lúta allar að því að for- stöðumaðurinn fyrrverandi hafi misnotað traust kvennanna til þess að eiga við þær kynferðislegt samband. Fyrsta konan kærði upp úr miðjum desember, önnur 15. janúar og hin þriðja síðastliðinn föstudag. Að kvöldi þess dags kærði svo fjórða konan eins og fyrr sagði. „Það hefur verið unnið sleitu- laust að þessu máli síðan það kom í okkar hendur 11. janúar,“ segir Ólafur Helgi. „Þetta er afar við- kvæmt mál og það hefur einfald- lega tekið þennan tíma að ná til vitna. Auk þess sem kærendur hafa verið að koma í skýrslutök- ur.“ Guðmundur hefur verið boðað- ur til skýrslutöku hjá sýslumanns- embættinu í vikunni. Hann hefur boðað í fjölmiðlum að hann muni kæra þá konu, er fyrst kærði hann, fyrir nauðgun. Fjórða kæran á Guðmund Allir mennirnir, fjórir að tölu, sem gengu í gildru fréttaskýringaþáttarins Komp- áss þegar þeir héldu sig vera að fara á fund þrettán ára stúlku, hafa gefið sig fram við lögregl- una á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir fóru allir inn í kjallaraíbúð sem tekin hafði verið á leigu, þar sem þeir töldu sig vera að fara að hitta stúlkuna. Lögreglan hefur tekið skýrslu af mönnunum fjórum og safnað öðrum gögnum. Málið verður síðan væntan- lega sent ríkissaksóknara til ákvörðunar, að sögn lögreglu. Hafa allir fjórir gefið sig fram Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS NISSAN D-CAB Nýr - Beinskiptur - Ekinn 0 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 2.190.000,- Davíð, er Jesús þriðji Radíus- bróðirinn? Margrét Sverrisdóttir sest í borgarstjórn á næstu dögum fyrir Ólaf F. Magnússon, en Ólafur mun eiga við veikindi að stríða. Margrét staðfesti þetta í viðtali við Fréttablaðið í gær. Búist er við því að Ólafur og borgarstjórnarhluti Frjálslynda flokksins segi sig úr flokknum á næstu dögum og gerist óháðir. Ekki náðist í Ólaf F. Magnússon til að staðfesta þetta í gær, en Guðrún Ásmundsdóttir leikkona hefur nú þegar sagt sig úr flokknum. „Maður á ekkert erindi í þennan flokk, ekki eins og hann er núna,“ sagði Guð- rún í gær. Guðrún bætti við að hún væri ánægð með viðskilnaðinn: „Ég held þetta séu bara góð mál. Þetta hreinsar og nú veit maður hvar maður stendur.“ Aðspurð hvernig hún taki ummælum Guðjóns Arnars Kristj- ánssonar, formanns Frjálslynda flokksins, að það sé „frekar leitt“ að hún hafi sagt skilið við flokkinn, segist Margrét Sverrisdóttir undr- andi á þætti hans í málinu. „Ég er bara yfir mig bit.“ Margrét telur að það „sé að renna upp fyrir [Guðjóni] ljós að hann hafi misst tökin á flokknum og honum líði ekkert vel með það. Hann hefur leikið eintóma afleiki í langan tíma, enda valdi hann sér meðreiðarsveinana. Ég ráðlagði honum að fá mig með sér,“ segir Margrét og hlær. „En mér finnst verst að hann er búinn að svíkja fullt af fólki, gamla vini og félaga.“ Margrét hefur enn ekki sagt sig formlega úr flokknum en gerir ráð fyrir því að senda bréf til að til- kynna úrsögn sína „með pomp og prakt“ á næstunni. Formlegar úrsagnir sem flokkn- um bárust í gær voru alls 26, en sex skráðu sig í hann á móti, samkvæmt upplýsingum framkvæmdastjóra Frjálslyndra, Magnúsar Reynis Guðmundssonar. Um tíu þúsund íbúar Juneau í Alaska-ríki Bandaríkjanna urðu rafmagns- lausir seinasta sunnudag þegar skallaörn með dádýrshaus í gogginum flaug á nálægar rafmagnslínur. Örninn fann höfuðið af dádýrinu í moldarhaug og reyndi að fljúga í burtu með það, en komst ekki lengra en á rafmagns- línurnar. Viðgerðarmenn fundu hræ arnarins ásamt dádýrshaus- num rétt hjá. „Svona gerist bara í Alaska,“ sagði Gayle Wood, talsmaður rafveitunnar. „Þetta er saga af erni sem ofmetnaðist og tók aðeins of stórt upp í sig.“ Rafmagninu var komið á um 45 mínútum eftir að það fór. Flaug á raflínur með dádýrshaus í gogginum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.