Fréttablaðið - 31.01.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 31.01.2007, Blaðsíða 26
Mýkt, kraftur og fallegar línur er það sem einkennir flaggskip Subaru, B9 Tribeca. Subaru B9 Tribeca er stærsta bif- reiðin sem komið hefur frá fram- leiðandanum til þessa og fyrsti sjö manna bíllinn. Það sem vekur fyrst athygli við bílinn er sérstæð hönn- un hans. Ytra byrði bílsins þykir ekki öllum smart þótt maður venj- ist því vel. Grillið er þó flott enda fengið að láni úr flugsögu fram- leiðandans. Þegar sest er inn í bíl- inn líður bílstjóranum líkt og í sæti flugstjóra enda er mælaborðið straumlínulagað með fjölmörgum og fjölbreyttum mælum. Kirsuber- ið á rjómakökunni er síðan vel heppnuð lýsing. Hönnun Tribeca sver sig ekki fullkomlega í japanska hefð. Ástæðan er líklega sú að Subaru fékk Andreas Zapatinas til að fara fyrir hönnunarliðinu en hann er löngu orðinn þekktur fyrir störf sín hjá ítalska bílarisanum Alfa Romeo. Subaru Tribeca er útbúinn þriggja lítra sex sílindra vél sem stjórnað er af fimm gíra sjálfskipt- ingu með sportstillingu. Hann er fjórhjóladrifinn sem skilar honum ágætlega í gegnum snjóskafla í borginni. Hestöflin eru yfrið næg í Tribeca en 250 hestöfl keyra hinn tæplega tveggja tonna bíl vel áfram. Togið er ekki jafn gott en þrátt fyrir það kemst bíllinn vel áfram. Sjálfskiptingin er mjúk og gríp- ur vel á þægilegum tíma. Bíllinn lætur vel að stjórn, hann er léttur í stýri, yndislega mjúkur undir boss- ann og líður yfir hraðahindranir líkt og þær væru varla til. Hann er með gott veggrip og liggur því vel á veginum. Hann er einstaklega hljóðlátur svo maður verður varla var við að það sé vél í bílnum. Þrátt fyrir að innri útlitshönnun Tribeca sé nær óaðfinnanleg má finna nokkra hnökra á hagkvæmni í hönnun aftursæta. Aukasætin aft- ast falla niður í gólfið í skottinu en uppsett henta þau aðeins fyrir börn. Miðsætin eru einnig nokkuð þröng, sérstaklega þegar þau hafa verið færð fram um nokkra sentí- metra til að rýma fyrir hjá þeim sem aftast sitja. Tribeca er þó sann- ur fjölskyldubíll þegar kemur að örygginu enda búinn öllum nauð- synlegum öryggistólum. Þriggja punkta beltum, skriðvörn og loft- púðum. Hægt er að hafa barnastól í farþegasæti fremst þar sem loft- púðinn þar slekkur sjálfkrafa á sér þegar þyngslin í sætinu fara niður fyrir ákveðin mörk. Tribeca er greinilega hannaður með fjölskyldur í huga. Þær þurfa hins vegar að hafa nóg á milli hand- anna enda er hann Tribeca lúxus- bíll eins og verðið gefur til kynna, tæpar fimm milljónir. Eins og slík- um bíl sæmir er hann útbúinn ýmsum búnaði líkt og sóllúgu, tölvustýrðri loftkælingu, hraða- stilli, leðursætum, lituðu gleri, hita í sætum og fleira sem of langt mál væri að telja upp. Kraftur og hönnun Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Láttu okkur pólýhúða felgurnar í hvaða lit sem er. Þær verða auðveldari í þrifum og endast lengur. Smiðjuvegi 1 • s. 544-5700 • www.polyhudun.is Ökunám í fjarnámi !!!! Ekill ökuskóli er eini ökuskólinn á landinu sem býður upp á ökunám í fjarnámi. Þú getur unnið námskeiðin í tölvunni heima þegar þér hentar. Skoðaðu þennan frábæra kost á ekill.is Námskeið sem hægt er að taka nú þegar eru fyrra námskeið til almennra ökuréttinda (Ö1) og bifhjólanámskeið. Fleiri námskeið eru væntanleg á næstu mánuðum Ö2 námskeið / Aukin ökuréttindi / Fyrir lesblinda ofl. Ekill ökuskóli. Sími 461-7800 www.ekill.is ekill@ekill.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.