Fréttablaðið - 31.01.2007, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 31.01.2007, Blaðsíða 64
28 29 30 31 1 2 3 Á undanförnum árum hefur farið fram endurskipulagn- ing á starfsemi Nýlista- safnsins og nýlega skrifuðu forsvarsmenn þess og Glitn- is undir þriggja ára sam- starfssamning sem tryggja á það í sessi sem helsta nútímalistasafn landsins. Safnið hefur notið stuðnings opinberra aðila um árabil en dreg- ið hefur hlutfallslega úr honum síðustu ár. Samningurinn við Glitni er til þriggja ára og nemur styrkupphæð bankans átta millj- ónum á því tímabili. Nína Magnúsdóttir, stjórnar- formaður safnsins, er bjartsýn á framhaldið en ný stjórn hefur nú lagt upp sýningardagskrá fyrir árið. „Þetta leggst alveg stórvel í okkur. Það er svo margt sem hægt er að gera en það sést vel þegar maður leggst í einhvers konar skipulagsvinnu hvað það er frá- bært að vera með svolítið meira milli handanna. Það eru svo mörg tækifæri í þessu landi, hér er allt svo opið, stórkostlegir listamenn sem við höfum gott aðgengi að fyrir lítið en það þarf að huga að því að eiga fjármagn til að setja í verkefnin.“ Nína útskýrir að það sé eitt af markmiðum Nýlistasafnsins að komast í framtíðarhúsnæði og að hugað sé að því eins og safnið eigi skilið sem ein helsta nýlistastofn- un landsins sem brátt á 30 ára afmæli. Stefna Nýlistasafnsins er nú að gefa fleiri listamönnum tækifæri til þess að nýta allt sýningarrými safnins. „Okkur langar að sjá svo- lítið fleiri stórar og flottar sýning- ar eftir flotta íslenska listamenn,“ útskýrir Nína og bætir við að vit- anlega skiptist árið nokkuð upp en meira verði af stórum einkasýn- ingum í safninu heldur en áður þar sem áherslan hafi fremur verið á samsýningar. Á þessu starfsári verða til að mynda settar upp einkasýningar á verkum Ragnars Kjartanssonar og Heklu Daggar Jónsdóttur. Enn fremur verður einnig unnið markvissar að því að opna safnið, bæði fyrir almenningi og atvinnulífinu. „Á næsta aðalfundi munum við skoða möguleikann á því að bjóða alla þá sem áhuga hafa á starfi okkar að taka þátt en félagsaðild hefur hingað til verið takmörkuð við myndlistarmenn,“ segir Nína. „Með spennandi verkefnum munum við síðan leitast við að fá fleiri gesti í safnið,“ segir hún og nefnir nýafstaðna sýningu Kol- beins Huga Höskuldssonar, „Still drinking about you“, sem fjöl- margir ungir listunnendur sóttu sem ekki eru fastagestir á mynd- listarsýningum. Fyrr í vetur var haldin sýning á safnkosti Nýlistasafnsins sem í eru um 700 verk og er án efa eitt besta samtímalistaverkasafn frá 7. og 8. áratugnum á Íslandi. Lengi hefur verið leitað að framtíðar- lausn á geymsluvanda safnsins en Nína segir að það mál sé í vinnslu. „Við sjáum alveg fyrir okkur að safneignin muni í framtíðinni eignast sjálfstætt líf í nánum tengslum við safnið og mögulega fleiri stofnanir eða félög.“ Nánari upplýsingar um sögu safnsins og framtíðarhorfur er að finna á heimasíðunni www.nylo.is. „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.