Fréttablaðið - 31.01.2007, Side 64

Fréttablaðið - 31.01.2007, Side 64
28 29 30 31 1 2 3 Á undanförnum árum hefur farið fram endurskipulagn- ing á starfsemi Nýlista- safnsins og nýlega skrifuðu forsvarsmenn þess og Glitn- is undir þriggja ára sam- starfssamning sem tryggja á það í sessi sem helsta nútímalistasafn landsins. Safnið hefur notið stuðnings opinberra aðila um árabil en dreg- ið hefur hlutfallslega úr honum síðustu ár. Samningurinn við Glitni er til þriggja ára og nemur styrkupphæð bankans átta millj- ónum á því tímabili. Nína Magnúsdóttir, stjórnar- formaður safnsins, er bjartsýn á framhaldið en ný stjórn hefur nú lagt upp sýningardagskrá fyrir árið. „Þetta leggst alveg stórvel í okkur. Það er svo margt sem hægt er að gera en það sést vel þegar maður leggst í einhvers konar skipulagsvinnu hvað það er frá- bært að vera með svolítið meira milli handanna. Það eru svo mörg tækifæri í þessu landi, hér er allt svo opið, stórkostlegir listamenn sem við höfum gott aðgengi að fyrir lítið en það þarf að huga að því að eiga fjármagn til að setja í verkefnin.“ Nína útskýrir að það sé eitt af markmiðum Nýlistasafnsins að komast í framtíðarhúsnæði og að hugað sé að því eins og safnið eigi skilið sem ein helsta nýlistastofn- un landsins sem brátt á 30 ára afmæli. Stefna Nýlistasafnsins er nú að gefa fleiri listamönnum tækifæri til þess að nýta allt sýningarrými safnins. „Okkur langar að sjá svo- lítið fleiri stórar og flottar sýning- ar eftir flotta íslenska listamenn,“ útskýrir Nína og bætir við að vit- anlega skiptist árið nokkuð upp en meira verði af stórum einkasýn- ingum í safninu heldur en áður þar sem áherslan hafi fremur verið á samsýningar. Á þessu starfsári verða til að mynda settar upp einkasýningar á verkum Ragnars Kjartanssonar og Heklu Daggar Jónsdóttur. Enn fremur verður einnig unnið markvissar að því að opna safnið, bæði fyrir almenningi og atvinnulífinu. „Á næsta aðalfundi munum við skoða möguleikann á því að bjóða alla þá sem áhuga hafa á starfi okkar að taka þátt en félagsaðild hefur hingað til verið takmörkuð við myndlistarmenn,“ segir Nína. „Með spennandi verkefnum munum við síðan leitast við að fá fleiri gesti í safnið,“ segir hún og nefnir nýafstaðna sýningu Kol- beins Huga Höskuldssonar, „Still drinking about you“, sem fjöl- margir ungir listunnendur sóttu sem ekki eru fastagestir á mynd- listarsýningum. Fyrr í vetur var haldin sýning á safnkosti Nýlistasafnsins sem í eru um 700 verk og er án efa eitt besta samtímalistaverkasafn frá 7. og 8. áratugnum á Íslandi. Lengi hefur verið leitað að framtíðar- lausn á geymsluvanda safnsins en Nína segir að það mál sé í vinnslu. „Við sjáum alveg fyrir okkur að safneignin muni í framtíðinni eignast sjálfstætt líf í nánum tengslum við safnið og mögulega fleiri stofnanir eða félög.“ Nánari upplýsingar um sögu safnsins og framtíðarhorfur er að finna á heimasíðunni www.nylo.is. „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.