Fréttablaðið - 31.01.2007, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 31.01.2007, Blaðsíða 62
! Kl. 11.00Í Gerðarsafni stendur yfir sam- sýning Gullpenslanna svokölluðu. Á sýningunni Indigo sýna Birgir Snæbjörn Birgisson, Daði Guð- björnsson, Eggert Pétursson, Helgi Þorgils Friðjónsson, JBK Ransu, Jóhann Ludwig Torfason, Kristín Gunnlaugsdóttir, Sigríður Ólafs- dóttir, Sigtryggur Bjarni Baldvins- son og Sigurður Árni Sigurðsson. Sýningin stendur til 11. febrúar. Ástin er dauðans alvara Smásagnasafn Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Aldingarðurinn, fær lofsamlega dóma í bandarískum fagtímaritum um þessar mundir. Bókin kom út samtímis hér á landi og vestan hafs þar sem hún ber heitið Valentines en hið virta for- lag Random House annast útgáfu- mál Ólafs þar. Í bókinni eru tólf samtengdar sögur þar sem fjallað er um sambönd fólks en allar hverfast þær um ástina og tím- ann. Fjögur fagtímarit hafa birt dóma eða umsagnir um bókina að undanförnu, þar á meðal Publis- hers Weekly og Library Journal. Öll hæla þau byggingu bókarinn- ar, stíl sagnanna, persónusköpun og frásagnarhæfileikum höfund- ar. Í dómi Library Journal fær bókin eindregin meðmæli og hún sögð metnaðarfull og þrungin sársauka. Í umfjölllun Publishers Weekly segir að stíll Ólafs Jóhanns sé „gífurlega áhrifamikill“ og bókin „skelfilega hrífandi“. Að sögn umboðsmanns Ólafs Jóhanns í Bandaríkjun- um, Gloriu Loomis hjá Watkins Loom- is umboðs- skrifstofunni, er það óvenju- legt að fag- tímaritin fjög- ur séu jafn samhljóða og í dómum sínum um bókina. „Þetta eru mjög áhuga- verðar sögur og Ólafur hefur óvenjulega hæfileika – maður veit aldrei hvað kemur frá honum en við hlökkum ávallt til þess,“ segir Gloria Loomis. Ólafur þýðir sjálfur sögur sínar og hælir Loomis einnig því starfi hans og áréttar að vitanlega sé höfundur- inn ekki eins þekktur vestan hafs og hér heima. „Viðtökur sem þess- ar hjálpa okkar kynningarstarfi að öllu leyti. Hann er með reglu- lega góðan útgefenda og er einkar vel liðinn. Þessar jákvæðu umfjall- anir verða án efa til þess að útgef- andinn leggur sig enn frekar fram um að vekja athygli á honum.“ Loomis segir að Ólafur Jóhann vinni nú að nýju verki. „Það er ég viss um, hann er alltaf með eitt- hvað á teikniborðinu.“ Lofaður Aldingarður Það kom fáum á óvart að áhugi reyndist mikill á afmælissýningu Ladda sem komin er í sölu í Borgar- leikhúsinu. Aðeins er um fjórar sýningar að ræða og er svo til upp- selt á fyrstu sýninguna og allt að helmingur miða á hinar þrjár er seldur. Sýninguna kalla aðstandendur Laddi 6 tugur og eru höfundar hennar þeir Laddi og Gísli Rúnar. Hún verður blanda af splunkunýju efni og klassísku efni frá ferli Ladda. Björn Björnsson annast sviðsetningu og hljómsveitarstjóri er Hjörtur Howser. Nú er staðfest hverjir koma fram sem sérstakir gestir. Það verða þeir Steinn Ármann, Eggert Þorleifs og Halli bróðir Ladda sem munu láta ljós sitt skína ásamt Ladda sjálfum. Frumsýningin verður eins og áður sagði 17. febrúar í Borgarleikhús- inu og eru svo þrjár næstu sýning- ar sem hér segir: laugardaginn 24. febrúar, laugardaginn 3. mars og fimmtudaginn 8. mars. Nokkuð er langt síðan Laddi kom fram í sýningu af þessu tagi. Hann hefur á þessu ári haft starfsaðstöðu í Borgarleikhúsinu hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hann og Halli tóku síðast þátt í sýningu á vegum Ein- ars Bárðarsonar í Loftkastalanum sem varð hljóðlega feikivinsæl og þurfti ekki mikla auglýsingu, aðdá- endur þeirra bræðra skiluðu sér og gekk sýningin mun lengur en í upp- hafi var áætlað. Laddi er löngu orðinn að stofnun í íslensku skemmtanalífi, bæði sem stakur skemmtikraftur og í félagi við aðra. Hann þarf gjarna með sér þann sem kallaður er „straight man“ – hinn skynsama sem tekst á við sprellið í trúðnum. Það sem er óvenjulegt við feril Ladda er hversu margar persónur hann hefur skap- að og hversu lengi hann hefur hald- ið þeim lifandi. Þar á hann engan sinn líka í sögu íslenskra skemmti- krafta. Þeir sem ekki hafa kynnst honum á sviði ættu ekki að láta þetta einstaka tækifæri framhjá sér fara. Miðasala er í Borgarleik- húsinu, á vef hússins, www.borgar- leikhus.is, og á www.midi.is Laddaafmælið Nýr stjórnandi Listasafns Reykjavíkur, Hafþór Yngvason, mótaði þá stefnu þegar hann tók við húsa- forráðum þar að kalla til yngstu kynslóð íslenskra myndlistarmanna og hefur þess þegar séð stað í sýn- ingarhaldi í Listasafninu í Hafnarhúsinu. Á föstudag opnar ung myndlist- arkona einkasýningu, þá fyrstu í röð einkasýninga sem þar verða næstu mánuði. Það er Birta Guð- jónsdóttir sem ríður á vaðið. Sýn- ingin er pöntuð og fær Birta þau tilmæli ein að sníða sýningu sína í rýmið. Vettvangur listamannanna er D- salur Hafnarhússins og dregur sýningaröðin nafn sitt af honum. Sýningaröðin er framtíðarverk- efni safnsins en með henni ætlar Listasafn Reykjavíkur að vekja athygli á efnilegum myndlistar- mönnum, sem ekki hafa áður haldið einkasýningu í stærri söfn- um landsins. Listamennirnir vinna allir ný verk fyrir salinn og í lok hvers árs verður sýningun- um fylgt eftir með útgáfu sýning- arskrár. Birta Guðjónsdóttir kallar sýningu sína Einhver verður þar. Safnið kallar sýninguna innsetn- ingu, þá er átt við að listamaður- inn gerir meira en að hengja verk sín upp og koma þeim fyrir, hann verður að takast á við rýmið, nýta það og gera verkin beinlínis fyrir það. Í innsetningu sinni notar Birta speglun og tálsýnir til að ögra upplifun áhorfandans af tíma og rými. Verkin sem fylla D- salinn að þessu sinni eru bæði ljósmyndir og video-verk sem eru þrjú og tengjast innbyrðis. Birta fór til Amsterdam eftir nám sitt hér heima í Listaháskól- anum og útskrifaðist þaðan árið 2004. Birta er enginn nýgræðing- ur í sýningarhaldi. Hún hefur um langt árabil haldið úti eigin sýn- ingarsal í kjallara á Grundarstíg 21 í Þingholtunum. Hún hefur sýnt víða á meginlandinu og alla leið til Melbourne fór hún í fyrra og setti saman þar sýningu með verkum sínum og annarra. Hún starfar nú sem sýningarstjóri ásamt Pétri Arasyni í Safni á Laugavegi og sér þar um dagleg- an rekstur. Birta er af þeirri kynslóð lista- manna sem starfar að list sinni með öðru. Hún segist selja verk nokkrum sinnum á ári en hún hafi ekki gert sér vonir um að lifa af list sinni. Hún hefur um langt skeið unnið verk sín í ljósmyndir og gengið sjálf í störf fyrirsætu. „Vinir hjálpa svo til við tökurn- ar,“ segir hún. Verk hennar hafa um nokkurt skeið verið leikur með hugtakið latneska reflection – speglun – í víðari skilningi orðs- ins en okkur er tamur. Eins og sést á myndinni hér að ofan beitir hún speglum í verkum sínum til að sýna rými og opna þau. Hún segist ekki nýta sig sem persónu í verkunum, eins og sumir. En er útgerð sem þessi ekki dýr? Birta segir framleiðslu mynda alltaf kosta sitt. Meðan hún bjó á meg- inlandinu segir hún að eitt sinn hafi hún farið sérstaka ferð til Búlgaríu til að láta vinna fyrir sig myndir. Myndlistarmenn verði að sæta því að fara milli landa með stranga verka sinna í handfarangri. Fæstir hafi efni á að flytja verk sín milli landa í réttum umbúðum. Síðasta einkasýning Birtu hér á landi var í Suðsuðvestur í Reykjanesbæ 2005. Þá sýndi hún með föður sínum á Seyðisfirði sama ár. Þetta er fyrsta stóra sýningin hennar hér í bænum. Sýningarstjóri er Ólöf K. Sigurð- ardóttir. Sýning Birtu stendur til 18. mars. Sunnudaginn 4. febrúar kl. 15 bjóða Birta og Ólöf gestum í spjall í innsetningunni miðri – Einhver verður þar … og er um leið orðinn partur af innsetning- unni. Styrktaraðilar sýningarinnar eru Morgunblaðið, Vífilfell og Flugleiðir. Leikkonan Sophia Loren er í þann mund að hafa stórfelld áhrif á listheiminn að sögn breska dag- blaðsins Telegraph sem upplýsir að hún muni í næstu viku selja verk írska málarans Francis Bacon, Study for Portrait II frá árinu 1956, og áætlar jafnframt að verkið muni seljast fyrir um 12 milljónir punda. Leikkonan heimsfræga vildi þó ekki láta bendla sig við sölu verksins sem áður var í eigu eiginmanns henn- ar Carlo Ponti sem lést fyrir stuttu. Heildarverðmæti næstu uppboðsverka Christies sem nú eru til sýnis í London hleypur á hundruðum milljóna punda en fyrrgreint verk er talið með þeim merkari. Verkið er hluti af seríu sem Bacon málaði undir áhrifum frá velþekktri mynd Velázquez af páfanum Jambattista Pamfili. Ponti þessi átti einnig verk eftir Picasso, Henry Moore og Canaletto en var þekktastur fyrir safn sitt af verkum Bacons en verðmæti þeirra hefur aukist verulega undanfarin ár. Ef svo fer sem uppboðshaldararnir óska selst verkið ekki undir 12 millj- ónum punda og verður þá dýrasta Bacon-málverk sögunnar. Sumir telja að verðið nái 15 milljónum punda sem verður þá metsala fyrir listaverk sem gert er eftir síðari heimsstyrjöld. Áhugasamir geta fræðst um fleiri verðugar fjárfestingar á heimasíðunni www.christies. com. Bacon hækkar stöðugt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.