Fréttablaðið - 31.01.2007, Blaðsíða 10
Fjárlaga- og félags-
málanefndir Alþingis luku á
mánudag sameiginlegri yfirferð
sinni yfir eftirlit með styrkjum
til aðila utan ríkiskerfisins.
Tilefnið var meðferð forsvars-
manna Byrgisins á opinberum
peningum en auk þess að skoða
það mál sérstaklega hafa nefnd-
irnar fjallað almennt um hvernig
betur megi hátta slíku eftirliti.
Birkir Jón Jónsson, formaður
fjárlaganefndar, segir áfram
unnið að málinu á vettvangi
nefndarinnar og reynt sé að
hraða þeim störfum. „Við munum
skoða þetta með ráðuneytum og
ríkisendurskoðun og það mun
koma í ljós hvort breyta þurfi
reglum eða lögum.“ Aðspurður
útilokar Birkir ekki að frumvarp
um breytt vinnulag verði lagt
fyrir þingið fyrir slit þess, sem
áætluð eru um miðjan mars. „Ég
vil alls ekki útiloka það enda ljóst
að úrbóta er þörf.“
Hvað Byrgismálið varðar
segir Birkir að ábyrgð á því liggi
víða enda hafi fjölmargir lýst
yfir að þeir beri hluta ábyrgðar
við framkvæmd og eftirlit fjár-
laga. Sjálfur er hann í þeim hópi.
„Það er komið í sinn farveg í
kerfinu og menn verða bara að
bíða og sjá hver niðurstaðan
verður,“ segir Birkir en efna-
hagsbrotadeild ríkislögreglu-
stjóra hefur málið til rannsókn-
ar.
Ef þjóðvegur er lagður
um svæði þar sem byggð hefur
verið skipulögð skal Vegagerðin
kosta gerð hljóðmana. Ef byggð
er skipulögð að þjóðvegi ber
sveitarfélag kostnað við gerð
hljóðmana. Hafi umferð um veg
aukist verulega umfram það sem
áætlað var – og hávaðinn þar með
– bera Vegagerð og sveitarfélag
kostnað að jöfnu.
Kveðið er á um þetta í frum-
varpi til vegalaga.
Í greinargerð þess segir að
umferðarhávaði sé vaxandi
vandamál og að erfið álitamál um
ábyrgð á aðgerðum hafi risið. Er
ákvæðinu ætlað að stuðla að sátt
um kostnaðarskiptingu.
Ríkið borgi ef
vegi er valinn
staður við byggð
Fjármálaráðherrar Evru-landanna, það
er Evrópusambandslandanna þrettán sem eiga aðild
að efnahags- og myntbandalaginu, vottuðu í gær að
frönskum stjórnvöldum hefði tekist að koma fjár-
lagahalla franska ríkisins niður fyrir tilskilin mörk,
þrjú prósent af landsframleiðslu, „á trúverðugan og
sjálfbæran hátt“.
Ráðherrarnir vöruðu í ályktun sinni þó við því að
enn væru opinberar skuldir Frakka aðeins yfir mörk-
um stöðugleikasáttmála myntbandalagsins, og horf-
ur væru á að það breyttist ekki fyrr en í fyrsta lagi á
þarnæsta ári.
Að Frakkar og Þjóðverjar, stærstu þjóðhagkerfin
á evrusvæðinu, skyldu ekki geta haldið sig innan
marka stöðugleikasáttmálans síðustu ár hefur verið
álitshnekkir.
En Þjóðverjar eru taldir einnig munu ná inn fyrir
mörkin í ár. Þýska stjórnin hefur lagt metnað sinn í
það, enda fer hún nú með formennskuna í ESB og er
að undirbúa fjármálaráðherrafund sjö mestu iðn-
velda heims, G-7 hópsins svonefnda, sem fram fer í
Essen í lok næstu viku.
Íslenska ríkið vill
afsala sér landsvæði sem skilgreint
er sem þjóðlenda. Þetta kemur
fram í frumvarpi til laga um heim-
ild til að afsala landi og vatnsrétt-
indum til Landsvirkjunar vegna
Búrfellsvirkjunar, sem tekið var til
umræðu á Alþingi á mánudag og
var vísað til 2. umræðu og allsherj-
arnefndar í gær eftir atkvæða-
greiðslu.
Með frumvarpinu vill ríkisvald-
ið afsala sér eignarrétti á 25 fer-
kílómetra landsvæði, sem er eink-
um í Búrfells- og Skeljafellslandi,
og vatnsréttindum í Þjórsá fyrir
virkjun Landsvirkjunar við Búr-
fell.
Þegar Landsvirkjun var stofnuð
árið 1965 lagði íslenska ríkið fram
lands og vatnsréttindi á svæðinu,
sem það keypti af Fossafélaginu
Titan árið 1951, í sameignarsamn-
ingi sem það gerði ásamt Reykja-
víkurborg. Ríkið átti 50 prósent í
Landsvirkjun og Reykjavíkurborg
50 prósent. Með úrskurðum
óbyggðanefndar, árin 2002 til 2004,
var landsvæðið skilgreint sem
þjóðlenda og að þar með ætti ríkis-
valdið land- og vatnsréttindin á
því. Ríkisstjórnin vill því að land-
svæðið og vatnsréttindin, sem
metin eru á 500 milljónir króna,
verði aftur eign Landsvirkjunar.
Mörður Árnason og Jóhann
Ársælsson, þingmenn Samfylking-
arinnar, gagnrýndu frumvarpið á
mánudag því þeir telja að afsal rík-
isins á landi sem óbyggðanefnd
hefur úrskurðað að sé þjóðlenda,
geti skapað fordæmi um hvað verði
gert við þjóðlendurnar í framtíð-
inni.
„Það er hvergi talað um það í
þjóðlendulögunum með hvaða
hætti það ætti að koma til að ríkið
selji eða afsali sér eignarrétti á
þjóðlendum,“ segir Jóhann. Hann
telur að það þurfi að liggja fyrir
stefnumörkun um hvað eigi að gera
við þjóðlendurnar en ekki að „ríkið
hlaupi til og afsali sér eignarréttin-
um án þess að sú umræða hafi farið
fram“.
Undir þetta sjónarmið tók Kol-
brún Halldórsdóttir, þingmaður
Vinstri grænna, í umræðunum.
Jóhann sagði þetta fyrsta skrefið í
þá átt að selja þjóðlendurnar.
Ekkert í þjóðlendulögunum
kveður á um að löggjafinn geti ekki
afsalað sér eignarrétti á þjóðlend-
um. En til þess þarf löggjafinn að
samþykkja sérlög sem kveða á um
að ríkið afsali sér eignarréttinum;
það er markmið þessa frumvarps.
Til þess að koma í veg fyrir afsal
ríkisins á þjóðlendum þarf að vera
kveðið á um það í stjórnarskrá og
töluðu Jóhann og Mörður fyrir því
að það yrði gert.
Ekki náðist í Geir H. Haarde í
gær vegna málsins.
Vill að þjóðlenda
verði að einkaeign
Ríkisstjórnin vill samþykkja frumvarp sem í felst afsal þjóðlendu. Tveir þingmenn
Samfylkingarinnar vilja ákvæði í stjórnarskrá um að ríkið afsali sér ekki þjóðlend-
um. Ekkert í þjóðlendulögum segir að ríkið geti ekki afsalað sér þjóðlendum.
Nýjum sjóði, Bók-
menntasjóði, er ætlað að taka við
hlutverki Bókmenntakynningar-
sjóðs, Menningarsjóðs og
Þýðingarsjóðs.
Samkvæmt frumvarpi
menntamálaráðherra á Bók-
menntasjóður að styrkja útgáfu
íslenskra skáldverka og vandaðra
rita sem eru til þess fallin að efla
íslenska menningu, styrkja
útgáfu vandaðra erlendra
bókmennta á íslenskri tungu og
stuðla að kynningu á íslenskum
bókmenntum á Íslandi og í útlönd-
um.
Bókmenntasjóði eru ætlaðar
um 50 milljónir króna á fjárlög-
um ársins.
Þremur sjóðum
slegið í einnHallbjörn Hjartarson hefur sent Höfðahreppi þakkar-
bréf vegna fjárstyrks sem
hreppsnefndin veitti honum til að
reka Útvarp
Kántríbæ á
Skagaströnd.
Hreppsnefndin
sagði að með því
að samþykkja
tillögu oddvitans
um að veita
Hallbirni styrkinn
væri verið að
styðja við bakið á
þeirri menningar-
og kynningarstarfsemi sem
Útvarp Kántríbær standi fyrir.
Rekstur útvarpsstöðvarinnar
mun hafa verið þungur að
undanförnu. Styrkurinn frá
hreppnum nemur 250 þúsund
krónum.
Þakkar styrk
frá hreppnum
Umræður áttu sér
stað um deiliskipulagstillöguna og
málsmeðferðartillögurnar í
Hafnarfirði á bæjarstjórnarfundi í
gær. Auka bæjarstjórnarfundur
verður í dag til að ganga til
atkvæða um málið. Engar
afdrifaríkar ákvarðanir voru því
samþykktar í gær.
Guðrún Ágústa Guðmundsdótt-
ir, bæjarfulltrúi Vinstrihreyfing-
arinnar - græns framboðs, lét bóka
mótmæli á bæjarstjórnarfundi í
gær og benti á að í staðinn fyrir að
bíða með að auglýsa deiliskipu-
lagstillöguna væri eðlilegra að
senda hana strax í auglýsingu.
Aukafundur í
dag um álverið
Lög hugsanleg fyrir þinglok
Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands,
fundaði í gær með Bill Gates,
stofnanda Microsoft. Fundurinn
var haldinn í Edinborg í tengslum
við leiðtogaráðstefnu sem haldin
er í skoska þinginu.
Gates er áhugasamur um að
Ísland verði tilraunavettvangur
fyrir nýjan hugbúnað og minntist
á þá hreinu orku sem hér er að
finna; hún geri fýsilegt að þróa
hér ýmsa tækni. Hann tók vel í
boð forsetans um að koma til
Íslands að kynna sér þetta betur.
Forsetanum var afhent nýtt
stýrikerfi frá Microsoft, Vista, en
íslensk útgáfa af því mun
væntanleg á markað.
Átti fund með
Bill Gates í gær