Fréttablaðið - 31.01.2007, Blaðsíða 16
Nokkuð er um
óseldar nýjar eignir á höfuðborgar-
svæðinu eftir að framboð á nýjum
fjölbýlisíbúðum hefur aukist veru-
lega á höfuðborgarsvæðinu undan-
farin ár. Í vefriti fjármálaráðuneyt-
isins kemur fram að í fyrra hafi
tekið að hægja á fasteignamarkaði
og draga úr eftirspurn á íbúða-
markaði.
Björn Þorri Viktorsson, formað-
ur Félags fasteignasala, segir að
markaðurinn hafi leitað jafnvægis.
Vissulega sé nokkuð framboð á
nýbyggingum en sala þeirra hafi
samt tekið vel við sér nú í upphafi
ársins því bankarnir séu aftur
komnir inn á fasteignalánamarkað-
inn.
„Markaðurinn
er í mjög góðu
jafnvægi heilt á
litið. Vinsælar og
eftirsóttar eignir
hafa staðið sig
mjög vel í sölu og
sumar hafa haldið
áfram að hækka í
verði en svo hefur
kannski dregið úr og dæmi um eina
og eina eign sem hefur heldur lækk-
að í verði,“ segir hann.
Björn Þorri metur markaðinn
nokkuð stöðugan á þessu ári, kaup-
geta fólk sé góð og svo megi ekki
gleyma því að mikill fjöldi fólks
hafi flutt til landsins. Fasteign sé
frumþörf og þeir sjö til átta þúsund
Íslendingar sem höfðu flutt til
landsins um áramót þurfi híbýli.
Nafnverð íbúða hefur nánast
staðið í stað frá miðju síðasta ári en
raunverð miðað við neysluvísitölu
hefur lækkað, samkvæmt vefrit-
inu. Verð breytist ekki jafn hratt og
áður og í desember var hraðinn á
verðbreytingum kominn undir
verðbólguhraða.
Í vefriti fjármálaráðuneytisins
er gert ráð fyrir samdrætti íbúða-
fjárfestinga á þessu ári sem nemur
fimm prósentum. Á næsta ári er
spáð að íbúðafjárfestingar dragist
saman um tæp tvö prósent.
Nýjar eignir eru óseldar
Greiðslubyrði heimilanna
eykst um samtals tæpa 22 millj-
arða króna á árinu 2007 vegna
þess að ríkisstjórninni hefur ekki
tekist að halda aftur af þenslu. Það
þýðir að meðalfjölskyldan þarf að
greiða 250 þúsund krónum meira í
afborganir og vexti á árinu en
ella.
Þetta sagði Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, formaður Samfylking-
arinnar, í umræðum utan dagskrár
um efnahagsmál á Alþingi í gær.
Um leið og Ingibjörg Sólrún
fagnaði góðri stöðu fyrirtækja og
þá helst gríðarlegum hagnaði
bankanna gagnrýndi hún efna-
hagsstefnu ríkisstjórnarinnar
harðlega. Gerði hún skuldastöðu
heimilanna að sérstöku umtals-
efni og sagði stjórn efnahagsmála
á kjörtímabilinu einkennast af
ábyrgðarleysi.
Í andsvari sínu fjallaði Geir H.
Haarde forsætisráðherra um efna-
hagslífið almennt og sagði það níð-
sterkt. Tiltók hann þrjár ástæður
fyrir því; mikinn sveigjanleika,
sterka stöðu ríkissjóðs og traust
og efnað lífeyrissjóðakerfi. Sagði
hann hafa reynt á þanþol í efna-
hagslífinu en kvaðst jafnframt
sannfærður um að við værum
komin fyrir vind og að rólegri
tímar væru framundan. Hvað
varðaði auknar skuldir heimilanna
og helstu aðfinnslu Ingibjargar
Sólrúnar sagði Geir rétt að skuldir
tiltekinna hópa hefðu aukist en
horfa yrði um leið til þess að eign-
ir hefðu jafnframt aukist og það
varanlega.
Geir vísaði því til föðurhúsanna
að mistök hefðu verið gerð við
hagstjórnina og spurði hvort lækk-
un skatta, hækkun barnabóta og
aðgerðir fyrir aldraða væru mis-
tök.
Þuríður Backman, VG, sagði
vandann ljósan og að rót hans lægi
í stóriðjustefnunni. Snúa þyrfti af
þeirri braut og gæta þess að vekja
ekki væntingar um frekari stór-
iðju, slíkt gæti viðhaldið þenslu.
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, sagði það alla tíð
hafa legið fyrir að þensla yrði á
kjörtímabilinu. Hún hafi að vísu
aukist vegna aðgerða bankanna á
húsnæðismarkaði en þar væri
ekki hagstjórnarmistökum stjórn-
valda um að kenna. Þá varaði Jón
við því sem hann kallaði vanhugs-
uð dómsorð stjórnarandstæðinga
um efnahagslífið.
Sigurjón Þórðarson, Frjáls-
lynda flokknum, gagnrýndi útgjöld
ríkisins og sagði allar áætlanir
hafa farið úr böndunum. Stað-
reyndin væri að stjórnarstefnan
birtist í vöxtunum og verð-
bólgunni.
Útgjöld heimilanna
aukast um 250.000
Formaður Samfylkingarinnar segir að vegna efnahagsstefnu stjórnvalda aukist
útgjöld heimilanna um 250.000 krónur á árinu. Forsætisráðherra segir stöðu ríkis-
sjóðs gríðarsterka. Viðskiptaráðherra varar við dómsorðum stjórnarandstæðinga.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
N
A
T
33
63
8
08
/2
00
6
Öll börn í Barnaskólan-
um á Eyrarbakka, um áttatíu tals-
ins, voru send heim í fyrradag.
Kristinn Bárðarson, kennari og
varatrúnaðarmaður við skólann,
segir það hafa verið gert í mót-
mælaskyni við það sem hann kall-
ar sleifarlag við framkvæmdir við
skólann.
„Verið er að ganga frá tveimur
útistofum við skólann. Frágangur-
inn hefur ekki verið boðlegur
starfsfólki og allra síst börnum.
Beiðnum okkar um úrbætur er
ekki svarað og því neyddumst við
til að bregða á það ráð að senda
börnin heim. Með því vonumst við
til þess að ná eyrum þeirra sem
starfa á framkvæmdasviði Ár-
borgar,“ segir Kristinn en til
stendur að ljúka þessum fram-
kvæmdum í byrjun janúar.
Kristinn segir elsta hluta skól-
ans vera frá 1913 og vonast til
þess að hlutirnir verði komnir í
lag fyrir hundrað ára afmæli
skólabyggingarinnar. „Þessi skóli
er sá elsti á landinu, tók til starfa
1852, og merkilegt að við með
þessa merku sögu fáum ekki betri
þjónustu en þetta,“ bætir hann við
langþreyttur á ástandinu.
Kristinn segist ekki hafa heyrt
um viðbrögð foreldra barnanna en
segir að ekki standi til að senda
börnin aftur heim. „Ég trúi ekki
öðru en okkar röggsami bæjar-
stjóri taki á málinu,“ segir Krist-
inn að lokum.