Fréttablaðið - 31.01.2007, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 31.01.2007, Blaðsíða 43
19 { íslensku tónlistarverðlaunin } 1903-6 Fyrstu hljóðrit gerð á Íslandi þegar Jón Pálsson frá Stokkseyri tekur upp alþýðusöng og talað mál á vaxhólka. 1907-9 Fyrsta íslenska lagið kemur út á hljómplötu í Kaup- mannahöfn í flutningi danskrar hljómsveitar. 1910 Pétur Á. Jónsson syng- ur inn á 78 snúninga hljómplötu í Kaupmannahöfn. 1919 Eggert Stefánsson syng- ur inn á sína fyrstu hljómplötu af mörgum. Hann leggur ríka áherslu á sönglög bróður síns, héraðslækn- isins Sigvalda Kaldalóns. Þessar upptökur eiga þátt í vinsældum Sigvalda sem tónsmiðs, ásamt nótnaútgáfu. 1930 Fálkinn fær breska upp- tökumenn til landsins í tengslum við hátíðarhöldin af tilefni Alþingis- hátíðarinnar. Teknar eru upp hátt í 100 plötusíður með kórum, ein- söngvurum, hljómsveitum og ein- leikurum, auk upplesturs. Það koma út um 50 hljómplötur í kjölfarið og leggur það drög að íslenskri hljóm- plötuútgáfu. 1932 Hreinn Pálsson hljóðritar lagið Dalakofinn í Englandi. Platan selst upp og er endurpöntuð nokkr- um sinnum. Lagið verður gríðarlega vinsælt og platan setur fyrsta sölu- met íslenskrar hljómplötuútgáfu sem vitað er um. 1937 Ungur söngvari úr Skaga- firði, Stefán Guðmundsson, sem hefur menntast á Ítalíu og tekið sér ættarnafnið Íslandi, syngur rússneska þjóðlagið Ökuljóð inn á hljómplötu í Kaupmannahöfn með Karlakór Reykjavíkur. Ekkert lag er á hinni hlið plötunnar. Fáar íslensk- ar hljóðritanir hafa verið endur- útgefnar jafn oft. 1939 Fyrsta íslenska danslaga- keppnin haldin á Hótel Íslandi. Þar slær Sigfús Halldórsson í gegn með laginu Dagný sem hlýtur fyrstu verðlaun, en hann hreppir einn- ig þriðju verðlaun fyrir lagið Við eigum samleið. 1942 Hljóðfæraverzlun Sigríð- ar Helgadóttur gefur út sína fyrstu plötur, með söng MA-kvartettsins sem var þá hættur starfsemi. 1947 Tage Ammendrup stofnar Íslenska tóna. 1950 Ríkisútvarpið eignast segulbandstæki, sem býður upp á nýja tækni. Radíóvirkjar, útgefend- ur og áhugamenn um nýjustu tækni og vísindi uppgötva að það verður sífellt auðveldara að hljóðrita tón- list sem hægt er að fjölfalda og gefa út á hljómplötum. 1952 Sigfús Halldórsson syngur lagið „Litla flugan“ í útvarpsþætti og gefur það stuttu seinna út á hljóm- plötu. Lagið verður á augabragði einn helsti smellur sem komið hefur út á íslenskri hljómplötu. 1954 45 snúninga hljómplötur koma út í fyrsta sinn á Íslandi. 1954 Haukur Morthens hljóð- ritar eitt fárra laga sem hann samdi sjálfur um ævina, Ó borg mín borg við söngljóð Vilhjálms frá Skáholti. 1954 Guðmunda Elíasdóttir syngur fyrst Íslendinga inn á 33 snúninga hljómplötu í Bandaríkj- unum. 1955 Fálkinn gefur út fyrstu 10 tommu hæggenga (33 snúninga) hljómplötuna á Íslandi, með píanó- leik Gísla Magnússonar. Plötunni er dreift víða um heiminn líkt og plötu Páls Ísólfssonar. 1955 Hallbjörg Bjarnadóttir hneykslar broddborgara landsins þegar hún hljóðritar Vorvísu Jóns Thoroddsen og Björt mey og hrein eftir séra Stefán Ólafsson við djass- undirleik. Lögin fást ekki leikin árum saman í hinu virðulega Ríkis- útvarpi. 1957 Erla Þorsteinsdóttir fær að finna fyrir andstreymi þegar hún hljóðritar lagið Vagg og velta. Í textanum er vitnað í ljóðlínur þjóð- þekktra skálda og snúið út úr þeim á ýmsan hátt, sem verður til þess að lagið er bannað í Ríkisútvarpinu. 1958 Skapti Ólafsson fær svip- aða útreið og Erla Þorsteins, þegar menn telja sig geta lesið sitthvað ósiðlegt á milli línanna í texta lags- ins Allt á floti allsstaðar. 1961 Íslenskir tónar gefa út fyrstu 33 snúninga 12 tommu safn- plötuna sem nefnist Söngvar frá Íslandi. 1964 SG hljómplötur verða til þegar Svavar Gests gefur út stóra plötu með Fjórtán fóstbræðrum. 1965 Fyrsta íslenska bítlaplat- an kemur út. Hljómar slá rækilega í gegn með lögunum Fyrsti kossinn og Bláu augun þín. 1966 Thor’s Hammer, sem er útrásarnafn Hljóma frá Keflavík, gerir stystu kvikmynd Íslandssög- unnar og gefa út tvöfalda smáskífu Umbarumbamba í takmörkuðu upp- lagi. 1969 Trúbrot verður til þegar Flowers og Hljómar renna saman í eina sveit. 1969 Björgvin Halldórsson er kjörinn Poppstjarna ársins og gefur í kjölfarið út lagið Þó líði ár og öld á lítilli plötu. 1972 Megas kemur fram á sjónarsviðið með samnefnda plötu. Textar Megasar þykja hneykslan- legir því hann syngur meðal annars um að Jónas Hallgrímsson hafi verið með sárasótt. 1975 Steinar Berg Ísleifsson gefur út hljómplötuna Sumar á Sýr- landi með Stuðmönnum og skömmu seinna stofnar hann í félagið við nokkra aðra fyrirtækið Steinar hf. 1975 Hljómsveitin Júdas gefur út breiðskífu á eigin plötumerki. Ári seinna er nafni fyrirtækisins breytt í Hljómplötuútgáfan og enn seinna fær það nafnið Skífan. 1975 Hljóðriti, fjölrása upp- tökustúdíó, tekur til starfa í Hafn- arfirði. 1976 Geimsteinn verður til þegar Hljómaútgáfan klofnar í Geimstein og Ými. 1976 Einu sinni var – úr vísna- bók Iðunnar, plata sem Gunnar Þórðarson og Björgvin Halldórsson gera saman, setur nýtt sölumet er hún fer yfir 20.000 seld eintök. 1980 Alfa plötupressun tekur til starfa í Hafnarfirði. 1981 Gramm verður til og gefur út litla plötu með Purrki Pillnikk. 1981 Spor tekur til starfa og gefur út fyrstu plötuna með Grýlun- um. 1981-2 Friðrik Þór Friðriksson gerir myndina Rokk í Reykjavík. 1983 Fyrsta geislaplatan með íslenskum flytjendum kemur út. Það er plata Mezzoforte. Molar úr íslenskri tónlistarsögu HLJÓÐNEM A R H ÁT ALARAKER FI LJ Ó SA KERFI S N Ú RU R S V IÐ SVA GNAR M YN DVARPAR Grensásvegi 12 • 108 • Reykjavík • www.hljodx.is • sími 553 3050 P IP A R S ÍA 7 0 1 7 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.