Fréttablaðið - 31.01.2007, Blaðsíða 74
Það gekk lítið hjá Eið
Smára Guðjohnsen í fyrsta mánuði
ársins 2007 og þetta var fyrsti mán-
uðurinn, síðan hann gekk til liðs
við Barcelona, sem honum tókst
ekki að skora. Síðasta mark Eiðs
Smára, sem var jafnframt það
tíunda á tímabilinu, kom gegn mex-
íkóska liðinu CF América í heims-
bikarkeppni félagsliða 14. desem-
ber. Þetta var 21. leikur Eiðs Smára
með Barcelona og á þeim tíma var
hann með mark á 123 mínútna
fresti sem er mjög góður árangur.
Síðan þá hefur Eiður Smári leikið
átta leiki án þess að skora og er nú
markalaus á síðustu 455 mínútun-
um sem hann hefur spilað með
Barcelona.
Eiður Smári hefur verið vara-
maður í síðustu þremur leikjum
Barcelona og aðeins fengið að
spreyta sig í 61 mínútu í þeim.
Þetta eru mikil viðbrigði fyrir
landsliðsfyrirliðann sem byrjaði
inn á í tíu leikjum Barcelona í röð í
lok síðasta árs. Bestu mánuðir Eiðs
Smára voru október og nóvember
þar sem hann skoraði 6 mörk í 10
leikjum og byrjaði alla leiki sem
hann spilaði. Eiður skoraði 1 mark
í ágúst og september og síðan tvö
mörk í síðasta mánuði ársins.
Samkeppnin er aðeins að verða
meiri nú þegar Samuel Eto’o og
Lionel Messi snúa aftur úr meiðsl-
um. Argentínumaðurinn Javier
Saviola hefur spilað frábærlega að
undanförnu og það er alveg ljóst að
Eiður Smári þarf að fara að skora
ætli hann sér að fá einhver tæki-
færi þegar Eto’o og Messi verða
orðnir klárir í slaginn. Javier Savi-
ola skoraði 8 mörk í 7 leikjum Börs-
unga í janúar og hefur nú skorað 12
mörk í 16 leikjum á tímabilinu. Það
hafa því aðeins liðið 67,7 mínútur á
milli marka hjá honum. Eiður
Smári er í 4. sæti meðal marksækn-
ustu leikmanna Evrópu- og Spánar-
meistara Barcelona en fyrir ofan
hann eru Saviola, Ronaldinho og
Samuel Eto’o.
Barcelona hefur gengið vel
þann tíma sem Eiður Smári hefur
verið inn á vellinum en markatalan
í þessar 1.688 mínútur sem hann
hefur spilað í búningi Börsunga er
40-15, Barcelona í vil. Barcelona
hefur því skorað með 42,2 mínútna
millibili á meðan Eiður er inn á og
það eru aðeins Javier Saviola (36,9)
og Ludovic Giuly (41,6) sem koma
betur út úr þeirri tölfræði.
Það eru ekki bara íslenskir
knattspyrnuáhugamenn og Eiður
Smári sem bíða og vonast til þess
að hann finni skotskóna á ný því
samkvæmt nýjum samstarfssamn-
ingi við Eimskip renna stórar pen-
ingaupphæðir til líknarmála þegar
Eiður Smári skorar. Í tilkynningu á
heimasíðu Eimskips segir að Eim-
skip vilji byrja á að heita hálfri
milljón króna á Neistann, styrktar-
félag hjartveikra barna, fyrir hvert
mark sem Eiður Smári skorar í
deildakeppninni á þessu tímabili
og að sama skapi heitir félagið
milljón á Umhyggju, félag til
styrktar langveikum börnum, fyrir
hvert mark sem Eiður Smári skor-
ar í meistaradeild Evrópu á þessu
tímabili. Næsti leikur Börsunga er
í kvöld gegn Real Zaragoza í
spænska Konungsbikarnum og nú
er að sjá hvort Eiður Smári fái
tækifæri hjá Frank Rijkaard í
þessum leik og hvort honum takist
að skora langþráð mark, sitt fyrsta
í einn og hálfan mánuð.
Útlitið er ekkert alltof bjart fyrir okkar mann hjá Barcelona. Eiður Smári hefur ekki skorað í síðustu átta
leikjum sínum, á sama tíma hefur Javier Saviola skorað 8 mörk og samkeppnin er jafnframt að harðna.
Edgar Davids hefur
snúið aftur heim til Ajax Amster-
dam þar sem hann hóf knatt-
spyrnuferil sinn. Hann skrifaði í
gær undir átján mánaða samning
við félagið.
Davids hefur fá tækifæri
fengið hjá Tottenham í haust en
hann átti ríkan þátt í velgengni
liðsins á síðasta tímabili.
Aftur til Ajax
Í gær var gengið frá því
að Bruno Berner færi til Black-
burn frá Basel í Sviss á átján
mánaða lánssamningi.
Berner er vinstri bakvörður og
hefur fallið í ónáð hjá stjóra
Basel. Mark Hughes ákvað að
gefa honum tækifæri og bauð
honum til æfinga hjá Blackburn.
Honum var svo í kjölfarið boðinn
samningur.
Berner lánaður
til Blackburn
Bandaríski leikmaður-
inn Ismail Muhammad er á heim-
leið eftir að hafa spilað aðeins sex
leiki með Keflavík. Keflavík hafði
aðeins unnið 2 af þessum 6 leikj-
um og Muhammad var með 17,0
stig og 6,3 fráköst að meðaltali í
fjórum leikjum sínum í Iceland
Express-deildinni.
Ismail hafði hins vegar aðeins
gefið samtals 6 stoðsendingar í
þessum fjórum leikjum, á móti 59
skotum og náði því greinilega ekki
að gera aðra leikmenn liðsins betri
í kringum sig. Í undanúrslitaleikn-
um gegn Hamar/Selfoss á sunnu-
dagskvöldið skoraði hann hins
vegar aðeins tvö stig á síðustu 15
mínútum leiksins. Á sama leik-
kafla vann Hamars/Selfoss-liðið
upp 16 stiga forskot Keflvíkinga
og tryggði sér sæti í bikarúrslit-
unum.
Leikmannamál Keflavíkurlið-
anna hafa reynt á stjórnarmenn í
vetur. Karlaliðið hefur látið fjóra
erlenda leikmenn fara og eru á
leiðinni að fá sinn sjötta erlenda
leikmann og á dögunum kom í ljós
að Kesha Watson væri á leið heim
í aðgerð og að kvennaliðið þyrfti
þar með sinn þriðja bandaríska
leikmann.
Þegar nýju leikmennirnir lenda
í Keflavík verður heildarfjöldi
atvinnumanna Keflavíkur kominn
upp í níu leikmenn á þessum fjór-
um mánuðum sem eru búnir af
tímabilinu.
Muhammad lék aðeins sex leiki
„Ég hef ekki hugmynd
um ástæðu þess að læknirinn
leyndi þessu í tvo mánuði. Ég fór í
aðgerð til hans vegna ökkla í milli-
tíðinni og þá minntist hann ekki á
þetta, lét mig ekkert vita hvað
kom út úr myndatökunni,“ sagði
markvörðurinn Ingvar Kale við
Fréttablaðið í gær. Ingvar hefur
ákveðið að kæra lækni sem hann
leitaði til vegna meiðsla í úlnliði.
„Þetta er mjög leiðinlegt mál.
Ég fór í segulómskoðun sextánda
október og þar sést alveg hvað
þetta er. Samt er ég ekki boðaður
til bæklunarlæknis fyrr en tveim-
ur mánuðum síðar. Sá læknir var
alveg undrandi yfir því að ég var
ekki búinn að koma fyrr. Hann
sagði við mig að það væri best
fyrir mig að fá mér lögfræðing til
að halda utan um mín mál,“ sagði
Ingvar en hann braut bein í úln-
liðnum. Hefði læknirinn brugðist
strax við hefðu þessi meiðsli ekki
verið mikið mál.
„Bæklunarlæknirinn segir að
ég missi af öllu næsta tímabili og
það væri bara jákvætt ef ég gæti
spilað eftir það. Það er víst þannig
að einn af hverjum fimm sem fer í
svona aðgerð nær sér ekki aftur.
Það gæti gerst að beinin nái ekki
að gróa saman og ef svo fer þá er
ég ekki í góðum málum,“ sagði
Ingvar sem reynir þó að líta á
björtu hliðarnar og er ákveðinn í
að reyna að snúa aftur sem fyrst.
Ekki er enn vitað hver mun
fylla skarð Ingvars í marki Vík-
ings en félagið hefur verið orðað
við Bjarna Þórð Halldórsson hjá
Fylki. Ingvar sjálfur segir sjálfur
að þetta sé ekki mikið vandamál
og telur varamarkvörðinn Magn-
ús Þór Magnússon færan um að
taka hans stöðu. „Mér finnst
Maggi hafa staðið sig vel og held
að hann sé vel inni í myndinni. Ég
treysti honum alveg til að spila í
minni fjarveru,“ sagði Ingvar
sem fékk aðeins 18 mörk á sig í
Landsbankadeildinni síðastliðið
sumar.
Ingvar Kale ætlar að kæra lækni
Suðurströnd 4
Sími 561 4110Vagnhöfða 23 - S: 590 2000
*T
ire
R
ev
ie
w
M
ag
az
in
e
Bestu dekkin átta ár í röð!*