Fréttablaðið - 31.01.2007, Blaðsíða 68
!óíbí.rk045
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
MIÐASALA Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANN Á
Frábær mynd!
Óli Palli – Rás 2
3 TILNEFNINGAR TILÓSKARSVERÐLAUNA
Gagnrýni. baggalútur.is
20% afsláttur fyrir alla viðskiptavini Kaupþings
ef greitt er með korti frá Kaupþingi
FRÁBÆR ÆVINTÝRA-
MYND FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA
MEÐ BEN STILLER OG
ROBIN WILLIAMS
4 TILNEFNINGAR TILÓSKARSVERÐLAUNA
m.a sem besta myndin
FRÁBÆR BARNA-OG FJÖLSKYLDUMYND
FRÁ HÖFUNDI STÚART LITLA.
SÝND BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI.
LITTLE CHILDREN kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 14 ÁRA
NIGHT AT THE MUSEUM kl. 5.40 og 8
KÖLD SLÓÐ kl. 5.50 og 8 B.I. 12 ÁRA
LITTLE MISS SUNSHINE kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I. 7 ÁRA
CASINO ROYALE kl. 10.10 B.I. 14 ÁRA
MÝRIN kl. 10.20 B.I. 12 ÁRA
CHARLOTTE´S WEB ENSKT TAL kl. 5.20 og 7.30
VEFUR KARLOTTU ÍSL. TAL kl. 5.20
NIGHT AT THE MUSEUM kl. 5.40, 8 og 10.20
SÝND Í LÚXUS kl. 5.40, 8 og 10.20
APOCALYPTO kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA
KÖLD SLÓÐ kl. 5.45 og 10.20 B.I. 12 ÁRA
ARTÚR OG MÍNIMÓARNIR ÍSL. TAL kl. 3.40
NIGHT AT THE MUSEUM kl. 6, 8 og 10.10
APOCALYPTO kl. 10.00 B.I. 16 ÁRA
LITTLE MISS SUNSHINE kl. 6 og 8 B.I. 7 ÁRA
Þrenn virt kvikmyndaverð-
laun voru veitt um síðast-
liðna helgi með fjöldanum
öllum af verðlaunahöfum.
Myndirnar Little Miss
Sunshine og Padre Nuesto
voru sigursælar í Banda-
ríkjunum en á Spáni var
Penelope Cruz valin besta
leikkonan.
Vegamyndin Little Miss Sunshine
var valin besta myndin á Screen
Actors Guild-verðlaununum, sem
þykja gefa góða vísbendingu fyrir
verðlaunahafa á óskarnum hinn
25. febrúar. Áður hafði myndin
verið valin best á Producers Guild-
verðlaununum.
Myndirnar sem urðu að lúta í
lægra haldi voru The Departed,
The Queen, Babel og Dreamgirls.
Forest Whitaker var valinn besti
leikarinn fyrir frammistöðu sína í
The Last King of Scotland og
Helen Mirren var valin fyrir hlut-
verk sitt í The Queen. Þau hlutu
bæði Golden Globe-verðlaunin á
dögunum og þykja líklegust til að
hreppa óskarinn.
Eddie Murphy og Jennifer
Hudson fengu verðlaun sem bestu
leikarar í aukahlutverkum fyrir
hlutverk sín í söngvamyndinni
Dreamgirls, sem er einmitt til-
nefnd til flestra óskarsverðlauna í
ár.
Dramamyndin Volver og Pan´s
Labyrinth voru sigursælar á Goya-
verðlaunahátíðinni sem var haldin
í Madrid. Volver var valin besta
myndin, Pedro Almodovar besti
leikstjórinn og aðalleikkonan Pen-
elope Cruz varð fyrir valinu sem
besta leikkonan. Cruz táraðist
þegar hún tók á móti verðlaunun-
um og þakkaði Almodovar fyrir
lífsreynsluna. Hún er einnig til-
nefnd til óskarsins sem besta leik-
konan í aðalhlutverki, fyrst
spænskra kvenna.
Pan´s Labyrinth, í leikstjórn
Guillermo del Toro, hlaut sjö verð-
laun, þar á meðal fyrir besta hand-
ritið. Að auki var The Queen valin
besta evrópska myndin.
Tvær myndir frá Suður-Ameríku
voru hlutskarpastar á Sundance-
kvikmyndahátíðinni í Utah. Padre
Nuestro, sem fjallar um ólöglegan
innflytjanda frá Mexíkó sem leit-
ar föður síns í New York, fékk
dómnefndarverðlaunin sem besta
myndin og Manda Bala var valin
besta heimildarmyndin. Fjallar
hún um spillingu og glæpi í Brasil-
íu.
Indí-sveitin Sudden Weather
Change gaf nýverið út sína fyrstu
stuttskífu, sem hefur að geyma
sex lög. Sveitin var stofnuð í maí
í fyrra upp úr rústum System
Failure 3550 Error Error sem tók
þátt í Músíktilraunum á síðasta
ári.
Meðlimir Sudden Weather
Change eru nítján ára, nema
bassaleikarinn, Bergur Thomas
Anderson, sem er átján. Hinir
heita Magnús Dagur Sævarsson,
sem spilar á gítar og synthar,
Oddur Guðmundsson slagverk-
sleikari, Benjamín Mark Stacy
gítarleikari og Logi Höskuldsson,
gítarleikari og söngvari. Eru þeir
allir nemar á myndlistarbraut við
Fjölbrautaskólann í Breiðholti.
Hljómsveitin hélt þrenna tón-
leika í Frakklandi í desember og
gengu þeir ótrúlega vel að sögn
Loga. „Við spiluðum kannski ekki
á bestu stöðunum sem henta
okkur en við öfluðum okkur
reynslu í reynslubankann,“ segir
hann og bætir því við að þeir
félagar hafi staðið algjörlega
sjálfir að ferðinni.
Stuttskífan er einnig gefin út
af þeim sjálfum en hún fæst í 12
tónum og Smekkleysu á 500 krón-
ur. Var hún tekin upp og hljóð-
blönduð af Stefni Gunnarssyni.
„Við erum að safna efni í nýja,
stóra plötu,“ segir Logi um fram-
tíðaráform Sudden Weather
Change. „Okkur langar líka mikið
að spila á Aldrei fór ég suður-
hátíðinni. Annars erum við bara
að æfa og reyna að búa til okkar
„masterpiece“.“
Langar til Ísafjarðar
Fegurðardísin og leikkonan upp-
rennandi Lauren Nelson frá Okla-
homa var kjörin ungfrú Ameríka
við hátíðlega athöfn í Las Vegas.
Þetta er annað árið í röð sem
stúlka frá Oklahoma verður fyrir
valinu. Nelson, sem er tvítug, er
nemandi við háskólann í Okla-
homa og hefur í hyggju að næla
sér í mastersgráðu í söngleikja-
fræðum. „Ég hef horft á ungfrú
Ameríku síðan ég var tveggja ára
en aldrei hefði ég búist við því að
ég yrði ein af þessum stúlkum á
sviðinu og hvað þá að ég yrði valin
ungfrú Ameríka,“ sagði Nelson. Í
hæfileikakeppni sem var haldin
söng hún lagið You´ll Be In My
Heart. Hét hún því að reyna að
vernda börn á netinu ef hún yrði
valin ungfrú Ameríka.
Í öðru sæti varð Shilah Phillips,
sem er fyrsta þeldökka stúlkan
sem keppir fyrir hönd Texas.
Lauren Nelson
ungfrú Ameríka