Fréttablaðið - 31.01.2007, Blaðsíða 78
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir
prýddi forsíðu Bombay Times á
mánudag. Bombay Times er fylgi-
rit eins víðlesnasta dagblaðs Ind-
lands, The India Times, í
Bombay, sem er
fjölmennasta borg
landsins en þar
búa um þrettán
milljónir. Á for-
síðu blaðsins er
fjallað um nýútkomið
sundfatadagatal The
India Times, sem
skartar tólf íslenskum
fljóðum og er Unnur
Birna forsíðustúlkan.
Eskimo Models annað-
ist gerð dagatalsins fyrir
The India Times. „Við höfum
rekið útibú á Indlandi í tvö ár
og The India Times er einn af
viðskiptavinum okkar þar,“ segir
Andrea Brabin, einn af eigendum
Eskimo Models. „Þegar við kynnt-
um Ísland sem mögulegan töku-
stað leist þeim strax vel á. Þeir
vildu að allar fyrirsæturnar yrðu
íslenskar og báðu sérstaklega um
Unni Birnu.“ Dagatalið er selt í
bókabúðum um allt land í Indlandi
og auk þess hægt að panta það
á netinu.
Andrea segir að daga-
talið sé mikill byr í segl
Eskimo Models og frá-
bær auglýsing fyrir
Ísland. „Vonandi eiga fleiri eftir
að vilja koma hingað og nota
Ísland sem tökustað, bæði fyrir
ljósmyndir og bíómyndir.“
Unnur Birna hefur dvalið á Ind-
landi í janúar en var væntanleg
heim í gær. „Hún hefur verið að
vinna ýmis verkefni og kynning-
arstarf fyrir okkur og það hefur
verið mikið fjölmiðlafár í kring-
um hana. Þessi forsíðumynd var
rúsínan í pylsuendanum,“ segir
Andrea, hæstánægð með vel-
gengnina.
Unnur í bikiníi í Bombay Times
„Ef Siggi Hall hefði fæðst fyrir
þúsund árum væru til sögur um
hann. Siggi hefur afrekað svipaða
hluti með hníf og gaffli og hetjur
fornaldarinnar með exi og sverði.“
Á þennan hátt hefst ítarleg grein
blaðamannsins Johns Carlin í
breska blaðinu The Observer um
vikudvöl hans með Sigurði L. Hall
hér á Íslandi.
„Hann kom hingað í sumar og
fylgdi mér hvert fótmál í heila
viku,“ útskýrir Siggi. „Og það fór
bara vel á með okkur,“ bætir mat-
reiðslumeistarinn við og viður-
kennir að hann hafi ekki hugmynd
um hvernig Carlin vissi af honum.
Carlin hefur skrifað svipaðar
greinar fyrir blöð á borð við The
Times og Daily Mail en er á mála
hjá spænska dagblaðinu El Pais.
Siggi upplýsir í samtali við Frétta-
blaðið að Carlin hafi vikuna áður en
hann kom til Íslands dvalist með
bandaríska stórleikaranum Morg-
an Freeman og þar áður með
knattspyrnukappanum David
Beckham. Siggi vill þó lítið tjá
sig um þennan frægðarhóp
sem hann er þarna kominn í.
„Þetta er nú meira sagt í fyndni
en alvöru,“ segir hann.
Kokkurinn fór víða með Carlin,
þar á meðal í stutta heimsókn á
Bessastaði. Carlin kemur það
spánskt fyrir sjónir að Siggi skuli
hafa getað keyrt upp að dyrum
á forsetabústaðnum, bankað
upp á og farið inn. „Forsetinn,
Ólafur Ragnar Grímsson, benti
á að engin leit á mér hefði
farið fram né ég beð-
inn um skilríki,“ skrif-
ar Carlin. „Mér til
mikillar undrunar
hafði hann rétt fyrir
sér. Ef ég hefði haft
þann illa ásetning
að ráða forseta
Íslands af dögum
hefði ég getað
gert það með
rauðvíninu frá
Rioja sem ég hafði
meðferðis,“ skrifar
Carlin og kemst að
þeirri niðurstöðu að Ísland sé senni-
lega öruggasta land í heimi.
Siggi og Carlin komu víða við í
Reykjavík þessa viku ef marka má
greinina. Drukku meðal annars
bjór á Kaffibarnum. „Sem átti að
þykja flottur en aðalástæðan fyrir
vinsældum hans var sennilega sú
að einn eigendanna var hjartaknús-
arinn Baltasar Kormákur,“ skrifar
Carlin og bætir við að þeir hafi ekki
þurft að standa í röð fyrir utan
skemmtistaði miðborgarinnar.
„Enda Siggi velþekktur á Íslandi
frá árum sínum í sjónvarpi,“ skrif-
ar Carlin. Og blaðamaðurinn fær
að smakka á humarsúpunni frægu
hjá Sægreifanum Kjartani Hall-
dórssyni. Dómurinn er sá sami og
New York Times eins og frægt er
orðið. Af þessu góðgæti megi ferða-
menn ekki missa.
Að endingu er gefin uppskrift
að lundarétti að hætti Sigga Hall og
matreiðslumeistarinn viðurkennir
að þessi grein hafi þegar vakið
athygli víða. „Ég hef fengið mikið
af símhringingum frá fólki hvaða-
næva að úr heiminum sem hefur
spurst fyrir þannig að þetta er
lesið,“ segir Siggi.
… fá hjónin Hansína B.
Einarsdóttir og Jón Rafn
Högnason, sem reka Hótel
Glym með svo miklum sóma
að fræga fólkið flykkist þangað
til að slaka á.
„Ætli þeir viti bara nokkuð af
þessu?“ segir Kjartan Hallur Grét-
arsson, teiknari og ræðulesari á
Alþingi, þegar hann er spurður
hvort einhverjir þingmenn hafi
gert hosur sínar grænar eftir teikn-
ingum hans. Kjartan hefur það
fyrir aðalstarf að lesa yfir ræður
þingmanna en verk hans á lista-
sviðinu hafa vakið mikla athygli að
undanförnu og mikil umferð er um
My Space-síðuna hans þar sem
fólki gefst kostur á að sjá verk
listamannsins. Sjálfur vill Kjartan
ekki gera mikið úr eigin velgengni
enda telur ræðulesarinn allt slíkt
tal vera afstætt.
Kjartan er hógvær þegar geng-
ið er á hann um listina. Segir teikn-
ingar sínar bara vera kæk. „Kækur
sem er ekki hægt að venja sig af,“
útskýrir hann. „Og ég veit ekkert
hvaðan þetta er komið. Ætli þetta
sé ekki bara sköpunarþörfin að
gera vart við sig?“
Áhugi á verkum Kjartans hefur
þó ratað út fyrir landsteinana en
honum var boðið að halda sýningu í
Bandaríkjunum. „Þeir spurðu mig
hvað það kostaði að flytja mig út.
Þegar ég hafði svarað þeim heyrði
ég ekkert meira,“ segir Kjartan og
kímir, tekur listina hæfilega alvar-
lega. Reyndar hélt hann sýningu í
versluninni Hallberu sem konan
hans rekur á Laugaveginum en þar
ruku verk Kjartans út eins og heit-
ar lummur. Og þrátt fyrir tölu-
verða eftirspurn á Kjartan nú
engin verk til að selja.
Kjartan segir að verk sín hafi
litla skírskotun til vinnustaðarins
við Austurvöll. „Þetta er í raun
þveröfugt við þá ágætu stofnun,“
útskýrir hann. „Þetta eru bara alls
konar draumsýnir,“ bætir Kjartan
við.
Ólæknandi kækur að teiknaGnoðavogi 44, s. 588 8686.
Opið alla laugardaga 11-14
SÚR HVALUR - SÚRT RENGI
HARÐFISKUR