Fréttablaðið - 31.01.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 31.01.2007, Blaðsíða 38
14 Þegar frjálsdjassarinn Han Benn- ink kom í heimsókn á Jazzhátíð Reykjavíkur í haust sem leið varð ég ákaflega hugsi. Ég varð svo hugsi að ég varð eiginlega huxi... sem er meira. Þetta var nefni- lega merkilegt kvöld. Krzysztof Penderecki hafði verið að stjórna Sinfóníunni og þar var ég vegna þess að ég vinn þar stundum undir stjórn fólks á borð við hann, fólks sem getur þegar best lætur sving- að af alefli þeirri hlussu sem heil sinfóníuhljómsveit er (svo notað sé orðalag Jóns Múla heitins). Og þá er ekki átt við sving sem eitt- hvert einkaástand djassins. Svo er líka skemmtileg tilviljun að þeir Penderecki og Bennink höfðu spilað saman á Donaueschingen- festivalinu í október 1971 með Eilífðarhljómsveit Don Cherry og nú voru þeir báðir að spila í Reykjavík, sama kvöldið. Nú, en þar sem ég dreif mig á milli húsa eftir tónleikana í Háskólabíói og yfir í Víkingasal Hótel Loftleiða þar sem Han ætl- aði að spila, voru slökkt ljósin í Reykjavík, ekki í tilefni af djass- hátíðinni heldur til að halda upp á kvikmyndahátíð. Hvort sem um var að kenna ljósleysinu eða ekki var ákaflega fámennt á tónleikun- um í Víkingasalnum, ólíkt fyrir 20 árum þegar haldin var spunahá- tíð í Félagsstofnun stúdenta fyrir troðfullu húsi mörg kvöld í röð. Þá átti Han Bennink að spila en komst ekki. En ég var ekkert huxi yfir því að fáir væru mættir þó að ég sé reyndar á þeirri skoðun að vel hefði mátt glæða áhuga almennra tónlistarhlustenda á þessum hálf- sjötuga karli sem spilar alltaf eins og hann sé að spila í síðasta sinn... eða í fyrsta sinn. Ég veit ekki hvort er betra. Tónleikarnir voru líka aldeilis frábærir og það var eins og Bennink hefði alltaf verið í hljómsveit með Flísurunum Davíð Þór og Valda Kolla, sem voru ekki einu sinni fæddir þegar hann (Han) þeyttist um Evrópu með frægustu tónlistarmönnum djass- sögunnar. Mönnum sem flestir hverjir voru fulltrúar ákveðinnar stefnu í djasstónlist. Yfir þessu var ég huxi þetta kvöld. Ég hélt nefnilega að íslenskir tónlistarmenn byggju frekar en erlendir kollegar þeirra yfir „breytilegri tónlistarhneigð“. Með öðrum orðum væru íslenskir tónlistarmenn það sem gæti kall- ast „bi-musical“ eða „bæ!“ Ég hef hins vegar komist að því að þetta er alþjóðlegt fyrirbæri og allflestir tónlistarmenn eru „til breytings“ eins og stundum er sagt. Í mús- íkinni sem sagt. Það má svo velta fyrir sér hvort þannig margbreyti- leiki sé til góðs eða ills fyrir tón- listina sem spiluð er. Reyndar held ég að músíkinni sjálfri sé alveg sama og tíminn leiði hér eftir sem hingað til í ljós hvort við geymum hana eða gleymum. Við stöndum áfram frammi fyrir því að músík hleðst upp í kringum okkur (við erum meira að segja farin að tala um að hlaða upp og niður músík) og nýir flytj- endur og höfundar takast á við sístækkandi drauga fortíðarinnar. Það er því kannski eitt helsta við- fangsefni tónlistarfólks að gramsa í þessu öllu og blanda görótta kok- teila af nýju og gömlu, frumstæðu og frumlegu, skemmtilegu og leiðinlegu, klassík og djassi, poppi og rokki - og staðsetja sjálft sig- eða komast yfir sjálft sig - í þess- ari hringiðu. „Og það er sko ekki létt!,“ eins og maðurinn sagði. Síst á okkar post- post-tímum. Við erum eiginlega hætt að kippa okkur upp við nýjungar, þær eru svo sjálfsagðar. Samt er það sem var kallað utangarðs (avant-garde) fyrir 50 árum, ennþá utangarðs. Þær hafa ekkert breyst forsendur hjarðarinnar. Hún er ennþá á höttunum eftir sterkum leiðtogum, en eins furðulega og það kann að hljóma þá leggur hún talsvert á sig hjörðin til að hlúa að þessum utangarðs einstaklingum sem ekki vilja allir syngja sama lagið. Og fyrir það getum við verið þakklát. Hvernig sem á það er litið er talsvert um tækifæri fyrir tónlist- arfólk sem bindur bagga sína ekki sömu hnútum og gengur og gerist. Það er sem betur fer skilningur á því að til að komast hjá stöðnun í tónlistarlífi er ein leiðin sú að hvetja til sköpunar og tilrauna. Það er auðvitað ekki verra ef ein- hver er á staðnum til að heyra þegar herlegheitin eru opinberuð, en eins og fram hefur komið er líka oft hægt að hlaða niður afrakstr- inum og njóta hans í einrúmi. Og þar er nú komin enn ein breytan í tónlistarlífinu; nefnilega hlustun- arhneigðir þeirra sem njóta. Hvar? Hvernig? Hvenær? Og uppáhaldið mitt: Til hvers? Þessu svarar hver og einn fyrir sig, hvar, hvernig og hvenær sem hann kýs. Til hvers? Jú svo að við höldum áfram að fá í eyrun óvæntar samsuður ólíkrar tónlist- ar til að rugla okkur í ríminu. Er það ekki djass? Pétur Grétarsson Er það ekki djass? HILMAR JENSSON Hilmar er jafnvígur á flestar tegundir djass- og spuna- tónlistar. Með tríói sínu Tyft hefur hann rutt nýja braut, en hann er jafn skapandi í glæsilegum einleiksspuna sínum á Varpi Jóels Pálssonar. Djass } Flytjandi ársins ATLANTSHAF: ATLANTSHAF Atlantshaf er fyrsta skífa sam- nefndrar hljómsveitar, en þeir félag- ar hafa numið vestan hafs og aust- an. Þetta er evrópskur djass eins og hann gerist bestur með rætur í tón- list Miles Davis fyrir rafvæðinguna. JÓEL PÁLSSON: VARP Varp er fjórða hljómsveitarskífa tenórsaxófónleikarans og tón- skáldsins Jóels Pálssonar. Á þessari skífu heyrum við fullþroska lista- mann, sem hefur tekist að móta einstaklega persónulegan stíl með rætur í norrænum djassi, þar sem séríslenskum tóni bregður jafnt fyrir sem alþjóðlegum. TÓMAS R. EINARSSON: ROMM TOMM TOMM Romm Tomm Tomm er þriðja skífa Tómasar R. Einarssonar þar sem hann leiðir saman djass og kúbanska tón- list. Þessi samruni tekst einstaklega vel þar sem vel byggðar tónsmíðar haldast í hendur við frábæra djass- sólóa undir kúbanskri hrynjandi. Djass } Hljómplata ársins ÁSGEIR ÁSGEIRSSON: PASSING THROUGH Titillag nýrrar skífu gítarleikarans Ásgeirs Ásgeirssonar þar sem honum tekst að skrifa eftirminnilega laglínu sem jafnframt er uppspretta líflegs spuna. Djass} Lag ársins KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR OG KVARTETT SIGURÐAR FLOSASONAR Kristjana Stefánsdóttir er ókrýnd drottning íslenskrar djasssönglistar. Í ár hefur hún unnið margan listræn- an sigur, ekki síst er hún hljóðritaði 24 lög Sigurðar Flosasonar ásamt kvartetti höfundar sem skipaður er fulltrúum þriggja kynslóða íslenskra djassleikara. ÚTLENDINGAHERSVEITIN Í Útlendingahersveitinni leika helstu snillingar bíbopps- ins á Íslandi. Þeir búa víðsvegar í veröldinni, en hafa komið nokkrum sinnum saman til að leika tónlist sína jafnt sem standarda. Þroskaðir listamenn með áratuga reynslu og þekkingu á klassískum djassi. EINAR VALUR SCHEVING: LÍF Undurfögur ballaða, sem minnir um margt á hinar klassísku ballöður djassins, en er fyrst og fremst íslensk í einfaldleika sínum. JÓEL PÁLSSON: INNRI Upphafsópus Varps Jóels Pálssonar. Rafræn hrynjandi undirstrikar norrænar rætur höf- undar sem blæs magnþrungna laglínu sína glæsilega. { íslensku tónlistarverðlaunin }
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.