Fréttablaðið - 31.01.2007, Blaðsíða 24
Íbakgarði við Vesturgötu 16b leynist dýr-gripur. Hann liggur ekki í alfaraleið og
til þess að finna hann þarf að kíkja inn í
undirgöng og þá blasir hann við; skemmti-
legt og skrýtið hús. Þetta er Gröndalshús.
Þarna bjó skáldið og náttúrufræðingurinn
Benedikt Gröndal og þarna skrifaði hann
meðal annars ævisögu sína Dægradvöl.
Þar segir hann frá samferðamönnum og
koma við sögu margir þekktustu Íslendingar 19. ald-
arinnar og eru sýndir í allt öðru ljósi en í skólabókar-
sögunni. Í þessu húsi eru ótæmandi möguleikar fyrir
menningarmálanefnd Reykjavíkur að tengja okkur
og erlenda gesti okkar við söguna með bókmennta-,
sagnfræði- og náttufræðidagskrá. Sögu Benedikts
hér á landi má rekja um miðbæ Reykjavíkur og víðar.
Ekki veit ég þó til þess að hann tengist Árbæjarhverfi
á neinn hátt.
Ástæða þessara hugleiðinga minna er að til stend-
ur að flytja Gröndalshús á Árbæjarsafn! Gröndals-
hús sem er falin gersemi, leyndardómurinn í bak-
garðinum sem ég uppgötvaði þegar ég bar út
Alþýðublaðið á þessum slóðum sem barn.
Til stendur að byggja stórhýsi bak við Gröndals-
hús og sá víðtæki misskilningur virðist ríkja að húsið
sé fyrir í skipulagi. Eina vandamálið er að húsið er
lóðarlaust og því þyrfti að semja við húseigendur
framhússins um sanngjarna leigu fyrir umferð að
húsinu.
Mér skilst að hér í Reykjavík fari húsafriðun
þannig fram að varðveislugildi einstakra húsa sé
metið og sérstaklega valin hús síðan flutt á Árbæjar-
safn ef þau eru talin vera fyrir í skipulagi. Ég spyr,
hvers konar skipulag er það sem tekur ekki tillit til
húsa eins og Gröndalshúss?
Hvað er borg án bakgarða og þeirra leyndardóma
sem þeim fylgja? Mér finnst þetta eins og að henda út
ómetanlegum ættargrip fyrir Ikeasófa og hver sér
ekki eftir því?
Árbæjarsafn er barn síns tíma frá því við vorum
nýrík og skömmuðumst okkar fyrir timburhjallana.
Þá hefur það líklega orðið ýmsum húsum til „lífs“ að
þeim var bjargað frá eyðileggingu og niðurrifi með
því að flytja þau á safnið.
Nú eru allt aðrir tímar! Hver gæti til
dæmis hugsað sér að vera án Grjótaþorps-
ins og Bernhöftstorfunnar?
Gröndalshús verður að fá að standa. Ég
skora á þig, Vilhjálmur borgarstjóri, að
taka upp veskið og sjá um að myndarlega
verði staðið að viðhaldi og notkun hússins
á sínum stað. Það er viðeigandi gjöf til
Reykvíkinga í tilefni af 50 ára afmæli
Árbæjarsafns í ár og gæti verið fyrsta
skrefið í breyttu hlutverki safnsins að
gera því kleift að viðhalda gömlum húsum
í sínu rétta umhverfi.
Ég kom við á Árbæjarsafni um jólin og var þá að
reyna að lýsa því fyrir dóttur minni að þarna væri
ÍR-húsið sem stóð við Túngötuna vestur í bæ þar sem
ég var í leikfimi og dansi þegar ég var í Öldugötu-
skólanum og þarna við hliðina væri prófessorsbú-
staðurinn innan af Kleppi sem var austur í bæ þegar
ég vann þar fyrir 20 árum. Þarna stóðu húsin hlið við
hlið rétt eins og þau væru rammvillt og dóttir mín
var engu nær.
Við þurfum að gæta þess sem við eigum eftir af
menningarsögu í miðbænum okkar eins og sjáaldurs
augna okkar. Vilhjálmur, Dagur, Svandís, Ólafur F. og
Björn Ingi og þið öll sem hafið með stjórn borgarinn-
ar að gera hvar í flokki sem þið standið; nú bið ég
ykkur að taka höndum saman og stöðva væntanlegan
flutning Gröndalshúss og frekara niðurrif gamla
miðbæjarins.
Reykvíkingar, Íslendingar, þetta er höfuðborgin
okkar allra. Látið frá ykkur heyra ef ykkur stendur
ekki á sama! Bregðumst við!
Borgir með sögu laða að og ef við litumst um í
gömlu höfuðborginni okkar, Kaupmannahöfn, þá er
sagan eitt af því sem gerir hana aðlaðandi; sagan sem
maður skynjar þar á hverju götuhorni.
Við höfum tækifæri til að vernda sögu Reykjavík-
ur eða rífa og glata.
Torfusamtökin eru nú vöknuð aftur og héldu fjöl-
mennan fund fyrir skömmu í Iðnó þar sem á annað
hundrað manns gengu í samtökin. Þar flutti Pétur
Ármannsson arkitekt athyglisvert erindi þar sem
hann lagði áherslu á að verndun byggingararfsins
þurfi ekki að stangast á við uppbyggingu í borginni
því „verndun er uppbygging“.
Höfundur er bókavörður.
Gröndalshús á heljarslóð? Opið
bréf til borgarstjóra
Ég er mjög heppin kona. Ég er í
góðu sambandi við
fjölskylduna. Ég
fékk tækifæri til að
mennta mig og not-
aði það. Ég er í
öruggu starfi. Laun-
in gætu að vísu verið
hærri, en ég lifi af
og hef jafnvel efni á
að fara til útlanda af
og til. Efnislega
skortir mig ekkert. Til þess þarf
ég að vísu að vinna eins og þræll.
Ég á hús því ég var svo heppin að
hin íbúðin í gamla timburhúsinu
þar sem ég keypti fyrst íbúð losn-
aði á réttum tíma. Ég var heppin
að þá voru vextir á húsnæðis-
lánum í lágmarki. Ég var líka
heppin að ættingjar mínir gátu
aðstoðað mig fjárhagslega.
Ég á sjö ára gamlan, heil-
brigðan son. Heppin þar. En ég á
ekki mann. Óheppin. Þar sem ég
á ekki mann er ansi dýrt fyrir
mig að lifa. Það þarf að borga
jafnmikið af húsinu eins og ef ég
ætti mann. Það þarf að borga
jafnmikið í reikninga, m.a. hita,
rafmagn, afnotagjöld RÚV og
afborganir af húsnæðislánum og
fasteignagjöld eða húsaleigu. Það
þarf að eyða jafnmiklu í barnið:
föt, mat, lækniskostnað, tóm-
stundir, frístundaheimili, skóla-
máltíðir, o.s.frv. Eini kostnaður-
inn sem er lægri fyrir einstakling
en hjón með barn er símakostn-
aður og matur. Þó er þessi kostn-
aður ekki helmingi lægri eins og
sumir gætu freistast til að halda.
Það þarf að borga fastagjald af
símanum, sem er stór hluti upp-
hæðarinnar, og einstaklingur
hendir mun oftar mat en hjón þar
sem hann þarf mjög oft að kaupa
hann í jafnstórum umbúðum.
Auk þess er rekstur bifreiðar
eilítið lægri, eða sem nemur mis-
mun á notkun einstaklings og
hjóna á eldsneyti. Samt er 60%
munur á viðmiðunarfjárhæðar
til framfærslu einstaklings og
hjóna, burtséð frá því hvort börn
eru á heimilinu eða ekki.
Síðan er hægt að fá sérstaka
aðstoð við kostnaðinn sem hlýst
af að eiga börn. Þegar
barn einstæðs foreldris
er í leikskóla fær það
einhvern afslátt. Að
minnsta kosti í Reykja-
vík. Það er eitthvað mis-
jafnt eftir sveitarfélög-
um hvort þau viðurkenni
réttlætið í því að láta
fjölskyldu sem hefur
einfaldar tekjur borga
minna fyrir leikskólann
en fjölskyldu sem hefur
tvöfaldar tekjur. En það
er svo skrítið að í
Reykjavík var það
þannig eftir að nýr
meirihluti tók við stjórninni að
fyrst lækkuðu leikskólagjöldin
um 25% en fjórum mánuðum
síðar hækkuðu þau aftur um
8,8%. Hvenær hækka leikskóla-
gjöldin næst? Eða þá gjaldið fyrir
frístundaheimilin sem einnig
hækkaði um áramót? Þegar barn-
ið hættir í leikskóla og byrjar í
grunnskóla myndi maður ætla að
kostnaðurinn lækkaði. Skólinn er
ókeypis, er það ekki? En kostnað-
urinn fyrir einstæða foreldra
lækkar ekki. Hann hækkar.
Hver er eiginlega ástæðan?
Jú, einstæðir foreldrar þurfa
nefnilega að borga jafnmikið og
hjón fyrir bæði hádegismatinn
og frístundaheimilið. Með öðrum
orðum, kostnaðurinn við það
þegar barn hættir í leikskóla og
byrjar í grunnskóla lækkar um
tæp 10% á mánuði, miðað við átta
tíma vistun, fyrir hjón með tvö-
faldar tekjur, en hækkar um rúm
36% á mánuði fyrir einstætt for-
eldri með einfaldar tekjur.
Ég er einstæð móðir með barn
í grunnskóla. Óheppin.
Höfundur er varaformaður
Félags einstæðra foreldra.
Heppin eða óheppin
Undarleg er sú árátta bæjarstjórnar
Reykjanesbæjar að vilja
setja risastórt og meng-
andi álver við dyr milli-
landaflugvallar okkar.
Getur þeim ekki dottið
neitt betra í hug?
Þó það skapist nokkur
hundruð störf þá kemur
þetta álver til með að hindra
myndun mun fleiri starfa en það
skapar – nýrra starfa sem höfða
meira til uppvaxandi kynslóða. Ég
á við störf sem byggja meira á
hugviti en orkusóun og krefjast
það lítils fjármagns að eignarhald
þeirra verður að miklu leyti í hér-
aði. Arðvænlegri og meira spenn-
andi störfum verður rutt til hliðar.
Það er bara rugl.
Verst af öllu er þó allt það rask
og náttúrueyðilegging sem verður
um allan Reykjanesskagann og
fellir hann í verði sem náttúru-
djásn hér við bæjardyr þorra
Íslendinga og við dyrnar inn í
landið. Þar á ég við jarðvarma-
virkjanir með tilheyrandi bygg-
ingum, vegarslóðum, borplönum,
risarörum og ekki síst risavöxn-
um háspennulínum sem skera í
augu.
Til stendur að leggja að minnsta
kosti tvær 30 metra háar háspennu-
línur að álverinu og stórskemma
með þeim dýrlegt útsýni um skag-
ann þveran og endilangan. Vogar,
Grindavík og Sandgerði
munu fá að súpa seyðið af
því ef af verður.
Það vill gleymast að
ferðaþjónustan er aðal
vaxtarbroddur atvinnulífs
á Íslandi auk þekkingar-
iðnaðar. Í þessum grein-
um skapast miklu fleiri
störf en í áliðnaði og þær
eru í sátt við landið og
hagkerfið.
Margir Vogabúar horfa
til slíkra atvinnugreina
fyrir sig og börnin sín og geðjast
alls ekki að því að fá tröllslegar
háspennulínur yfir fegurstu hluta
landsins okkar. Við viljum eiga
náttúruperlur okkar í friði fyrir
okkur, afkomendur okkar og
gesti.
Ég vona að nógu margir átti sig
á því í tíma að hér er vá fyrir
dyrum og stoppi þessa vitleysu
áður en það er of seint.
Höfundur er formaður svæðisfé-
lags Vinstri grænna á
Suðurnesjum.
Hlífum náttúruperl-
um okkar
Þegar barnið hættir í leik-
skóla og byrjar í grunnskóla
myndi maður ætla að kostn-
aðurinn lækkaði. Skólinn
er ókeypis, er það ekki? En
kostnaðurinn fyrir einstæða
foreldra lækkar ekki. Hann
hækkar.
Það vill gleymast að ferðaþjón-
ustan er aðal vaxtarbroddur
atvinnulífs á Íslandi auk
þekkingariðnaðar. Í þessum
greinum skapast miklu fleiri
störf en í áliðnaði og þær eru í
sátt við landið og hagkerfið.
edda.is
Verð
1.299 kr.
Metsölubók
um allan heim síðan
1952