Fréttablaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 2
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS NISSAN TERRANO LUXURY 33” Nýskr. 12.03 - Sjálfskiptur - Ekinn 46 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 2.870 .000. - Kveðinn verður upp dómur í dag í skaðabótamáli Sigurður Hreinssonar, trésmiðs frá Húsavík, gegn olíufélaginu Keri, áður Olíufélaginu. Sigurður telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna verðsamráðs olíufélaganna árin 1995 til 2001. Ker var sýknað af kröfu og varakröfu Sigurðar hinn 6. desember síðastliðinn. Sigurður fór fram á 180.000 króna skaða- bætur vegna samráðsins. Hæstiréttur Íslands kvað upp dóm þess efnis að héraðsdómur ætti einnig að taka ýtrustu kröfu Sigurðar til efnislegrar meðferð- ar, en staðfesti héraðsdóminn að öðru leyti. Héraðsdómur Reykjavíkur kveður upp dóm um þessa ýtrustu kröfu í dag. Dómur kveð- inn upp í dag Heiðar, var þetta ekki bara þorramatur? „Við erum að tala um framtíðina og hún er vörðuð með þessari samgönguáætlun,“ sagði Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra þegar hann mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun á Alþingi í gær. Þingmenn stjórnarandstöðuflokk- anna gagnrýna áætlunina hart og segja hana ótrúverðuga og ólík- legt að við hana verði staðið. Sturla svaraði því til að ekkert í efna- hagsmálum þjóðarinnar gæfi ástæðu til að efast um að mark- miðum áætlunarinnar yrði náð á þeim tíma sem áætlunin gerir ráð fyrir. Jón Bjarnason, Vinstri græn- um, vildi að samgönguráðherra liti til baka og rifjaði upp fortíð sína. „Skar ráðherra ekki niður vegaáætlun sem gilti fyrir síðast- liðin þrjú eða fjögur ár um sex eða sjö milljarða króna. Hvernig eigum við nú að trúa honum núna?“ Sturla sagði Jón tala mikið um niðurskurð. „Hann talar minna um það sem við höfum verið að gera, þessar stórkostlegu fram- kvæmdir um allt land.“ Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænum, gagnrýndi harðlega lið í áætluninni sem kall- aður er sérstök fjármögnun. „Stærstu loforðin eru í lausu lofti,“ sagði Steingrímur og sagði enga afstöðu tekna til þess hvernig fjár verði aflað til framkvæmda eins og breikkun hringvegarins. Kristinn H. Gunnarsson, Frjáls- lynda flokknum, er þeirrar skoð- unar að taka eigi alla símapening- ana og verja þeim til samgöngumála á næstu árum enda vanti 80 millj- arða upp á áætlunina til að koma til móts við þær óskir sem liggja fyrir. „Ég tel að það eigi að vera pólitískt markmið að verja því fé sem fékkst fyrir Landssímann til samgöngumála á næstu fjórum árum.“ Hann sagði jafnframt að 380 milljarða króna samgöngu- áætlun væri með öllu ósamræm- anleg þeim áætlunum ríkisstjórn- arinnar að verja 400 milljörðum króna til uppbyggingar virkjana og stóriðju á tímabilinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði að áætlunin sýndi hve mikið verk væri óunnið í samgöngumál- um og liti svo á að það væri hið stóra fjárfestingarverkefni næstu ára. Hins vegar yrði það ekki gert nema slegið yrði af í í virkjana- og stóriðjumálum. Hún segir að nálg- ast þurfi samgöngumál á nýjan hátt eða sem mál velferðar-, atvinnu-, og byggðamál. „Það er brýnasta velferðarverkefni 21. aldarinnar að byggja upp veru- lega góðar samgöngur.“ Samgönguáætlun harðlega gagnrýnd Stjórnarandstaðan gefur ekki mikið fyrir samgönguáætlun Sturlu Böðvarssonar og telur ólíklegt að við hana verði staðið. Efndir fyrri áætlana sýni að einungis sé um orðagjálfur og atkvæðaveiðar að ræða. Skýr framtíðarsýn, segir Sturla. Hæstiréttur staðfesti í gær tólf mánaða fangelsisdóm yfir karlmanni vegna kyn- ferðisbrota hans gagnvart systurdóttur sinni. Brotin áttu sér stað sumarið 2003 þegar stúlkan gisti nokkrar nætur á heimili mannsins. Stúlkan var þá 10 ára gömul. Hann var fundinn sekur um að hafa káfað innan klæða á rassi og kynfærum stúlkurnar, sett fingur inn í kynfæri hennar og nuddað getnaðarlim sínum við þau. Framburður stúlkunnar þótti trúverðugur og var studdur af vottorðum frá ýmsum læknum. Auk fangelsisvistarinnar var manninum gert að greiða stúlkunni 600.000 krónur í miskabætur. Misnotaði syst- urdóttur sína Borgarráð Reykjavík- ur segist harma „þau vinnubrögð og þær óleyfisframkvæmdir sem unnar hafa verið af verktökum Kópavogsbæjar í Heiðmörk“ vegna lagningar vatnsveituæðar. Reykjavíkurborg stöðvaði framkvæmdirnar á skógræktar- svæðinu á föstudag fyrir viku því framkvæmdaleyfi skorti. „Borgarráð áréttar nauðsyn þess að um þetta mikilvæga útivistarsvæði sé farið með sérstakri gætni og virðingu. Það virðist því miður ekki hafa verið gert í þessu tilviki og er borgarráð sammála um að leita, í samráði við Skógrækt Reykjavíkur, allra leiða til að lágmarka þann skaða sem unninn hefur verið á svæðinu,“ segir borgarráð. Harma jarðrask í Heiðmörkinni Velferðarsvið Reykja- víkur segist harma að niðurstöður úttektar á rekstri Samhjálpar á stuðningsheimilinu Miklubraut 18 hafi komist til fjölmiðla. Úttektin er dagsett í september síðastliðnum en var fyrst lögð fram í velferðarráði borgarinnar í fyrradag. Þar segir meðal annars að heimilismenn telji að þeim hafi verið borinn skemmdur matur og að starfsfólk hafi illa sinnt skyld- um sínum. Reykjavíkurborgar greiðir Samhjálp fyrir rekstur Miklubrautar 18. Nú í janúar samdi borgin við Samhjálp um rekstur gistiskýlis á Þingholts- stræti 25. Björk Vilhelmsdóttir. fulltrúi Samfylkingarinnar í vel- ferðarráði, segir ótrúlegt að starfsmenn velferðarsviðs hafi setið fundi ráðsins þar sem rætt hafi verið um nýjan samning við Samhjálp án þess að geta um hina neikvæðu úttekt varðandi Miklu- braut 18. „Ég þykist vita að ef þessar upplýsingar hefðu verið opinber- ar hefði ekki verið samið við Sam- hjálp um enn eitt úrræðið nema velferðarráð væri þess algerlega fullvisst að það væri búið að bregðast við á fullnægjandi hátt,” segir Björk. Að sögn Bjarkar telur hún ein- kennilegt að starfsmenn velferð- arsviðs skuli segjast harma að úttektin hafi verið gerð opinber: „Opinberar úttektir á þjónustu sem er greitt fyrir af opinberu fé eru opinbert mál. Mér finnst að velferðarsviðið eigi að biðjast afsökunar á því að þessi gögn skuli ekki hafa verið kynnt velferðar- ráði fyrr.” Biðjist afsökunar á leyndinni Egypti, sem sakaður er um að vera einn af höfuðpaurum lestarsprengjuárásanna í Madríd í mars 2004 sem bönuðu 191 manni og slösuðu 1.800, hélt því fram við yfirheyrslu í gær, á fyrsta degi réttarhalda yfir 29 sakborn- ingum í málinu, að hann hefði þar hvergi komið nærri. Rabei Osman tjáði dóminum að hann hefði „aldrei með nokkrum hætti tengst atburðunum sem áttu sér stað í Madríd,“ þrátt fyrir að ítalskir saksóknarar hafi hlerað símasamtal þar sem Osman stærir sig af því að árásirnar í Madríd hafi verið „hans verk“. Ströng öryggisgæsla setti mark á upphaf réttarhaldsins í Madríd í gær. Sakborningar eru flestir frá Marokkó en aðrir arabar með ýmis ríkisföng, spænskt þar á meðal. Osman var fyrstur í vitnastúkuna, en hann svaraði ein- ungis spurningum verjanda síns. Tilræðin í Madríd eru mannskæðustu hryðjuverk sem rakin eru til öfgasinnaðra múslima sem framin hafa verið í Evrópu. Sak- sóknarar telja gerendur þá sem vildu hlýða kalli Osama bin Ladens að refsa skyldi þjóðum sem áttu aðild að innrásunum í Afganistan og Írak. Tíu sprengjur í bakpokum voru sprengd- ar með farsíma-fjarstýringu og voru í fjórum grenndarlestum troðfullum af fólki á leið til vinnu snemma að morgni 11. mars 2004. Sjötíu voru handteknir í rannsókninni, en tuttugu og níu ákærðir, sjö þeirra meintir höfuðpaurar. Gert er ráð fyrir að réttarhaldið taki marga mánuði. Meintur forsprakki hryðjuverka neitar sök Farþegaflugvél Air Mauritania sem var rænt stuttu eftir flugtak frá Nouakchott, höfuðborgar Máritaníu, lenti heilu og höldnu á herflugvelli í Las Palmas á Kanaríeyjum seinni partinn í gær. Einn maður var handtekinn við lendingu en samkvæmt BBC er ekki vitað hvað honum gekk til. Um sjötíu farþegar voru um borð í vélinni auk átta manna áhafnar. Talið er að flugræning- inn hafi krafist þess að flogið yrði með hann til Frakklands. Einn maður handtekinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.