Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.02.2007, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 16.02.2007, Qupperneq 18
Súrir hrútspungar og sviðasulta runnu ljúflega í maga þeirra 200 gesta sem fjölmenntu á árlegt þorrablót íslensk/ameríska félags- ins í Hampton Roads í Norfolk í Virginíu. Blótið var haldið hinn 3. febrúar síðastliðinn og var fyrsta þorrablótið þar vestra í vetur. Síðar fylgdu önnur félög í kjölfarið. Boðið var upp á hlaðborð með ýmsum íslenskum og bandarískum réttum og að sjálfsögðu var hinn hefðbundni þorramatur á boðstól- um. Að sögn viðstaddra vakti hákarlinn og brennivínið mesta lukku. Allir fengu sér einn hákarls- bita og eitt brennivínsstaup og þeir allra hörðustu báðu um ábót. Þorrablótið er gríðarlega vinsælt og á hverju ári komast færri að en vilja. Gestir frá Íslandi, Flórída og New York flugu til Virginínu til þess að komast á blótið og sendiherra Íslands lét sig ekki vanta. Þorrinn blótaður í Ameríku Hreiðar Jónsson er einn þeirra sem hafa það að áhugamáli að leysa kross- gátur. Hann segir auðvelt að læra þessa kúnst en er óánægður með það hversu óvandaðar gáturnar eru orðnar. „Ég hef ráðið krossgátur alla ævi og er nú orðinn 71 árs,“ segir Hreiðar. „Ég fékk áhuga á þessu sem strákur enda lá þetta alltaf fyrir mér. Gallinn er hins vegar sá að nú til dags er orðið erfitt að finna góðar krossgátur,“ segir Hreiðar og útskýrir að í blöðum og krossgátubókum sé oft að finna sömu krossgáturnar aftur og aftur. „Eina krossgátan sem ég kann ekki utan að er sú sem birtist í Fréttablaðinu á sunnudögum því ég fæ blaðið sárasjaldan. Nú til dags virðist lítill metnaður lagður í krossgátugerð og það er lítið um erfiðar krossgátur fyrir fólk eins og mig sem hefur haft þetta að áhugamáli lengi. Íslenskan býr yfir óteljandi orðum en samt eru sömu orðin notuð aftur og aftur svo það er orðið allt of auðvelt að ráða gáturnar,“ segir Hreiðar og bætir því við að galdurinn við að búa til góða krossgátu felist fyrst og fremst í orðaforðanum. „Það þarf að hafa svolítið fyrir því að finna orðin. Þetta á að reyna á hugann og valda manni heila- brotum,“ segir Hreiðar. „Það sem mér finnst samt verst við kross- gáturnar núna er hvað þær eru óvandaðar. Oft eru þær hreinlega vitlausar þannig að það er jafnvel ekki hægt að klára þær. Þetta á helst við í krossgátubókunum en þar er oft að finna alls kyns orð- leysur auk þess sem menn eru farnir að hundsa hefðbundnar stafsetningarreglur. Y og I eru oft orðin að sama stafnum og það er ekki nógu gott,“ segir Hreiðar. Sjálfur hefur Hreiðar ekki spreytt sig í krossgátugerð. „Það er snúið að gera góða krossgátu og það er seinlegt nema maður hafi tölvu og hana á ég ekki til. Mér skilst að það sé orðið erfitt að fá fólk til þess að búa til krossgátur og gáturnar verða óvandaðri fyrir vikið. Þetta er svolítið ríkjandi hugarfar hjá íslensku þjóðinni. Við hugsum svo oft að hlutirnir séu í lagi svo lengi sem einhver er tilbúinn til þess að kaupa þá,“ segir Hreiðar. En hver er galdurinn við það að ráða krossgátur og verða flinkur í því? „Minnið skiptir miklu máli og það er í sálinni sjálfri. Hugurinn er gleyminn en sálin ekki,“ segir Hreiðar og bætir því við að orða- forðinn sé ekki síður mikilvægur. Hreiðar fær líka hjálp að hand- an við að leysa krossgáturnar. „Nú heldur þú kannski að ég sé skrít- inn en ég er læknamiðill og fæ leiðbeiningar í gegnum mig sem hjálpa mér að ráða í framtíðina. Þessar leiðbeiningar koma í vísna- formi og svo þarf ég að ráða í þess- ar vísur og túlka þær. Það er þræl- skemmtilegt og öll þau skilaboð sem ég hef fengið hafa gengið eftir,“ segir Hreiðar sannfærandi. „Það er þetta sama sem hjálpar mér að ráða krossgáturnar, það gerist reyndar ekki í formi vísna en ég finn að hjálpin kemur þaðan,“ segir Hreiðar. Fær stundum hjálp að handan Fleiri skrímsli á leiðinni nær og fjær „ORÐRÉTT“ Helmingurinn eftir Ekkert sár Mikil þörf á úrbótum Höldum óhreinindum á mottunni R V 62 17 A Rekstrarvörur 1982–200725ára Sigþóra Gunnarsdóttir Sölumaður í verslun RV …fjarlægir óhreinindi og vætu af skóm …hindrar að gólfið innandyra verði hált …heldur anddyrinu hreinu og snyrtilegu gólfmottukerfið Úti- og innimottur fyrir íslenskar aðstæður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.