Fréttablaðið - 16.02.2007, Síða 20

Fréttablaðið - 16.02.2007, Síða 20
fréttir og fróðleikur Ósanngjörn gagnrýni Tæplega 200 manns létust í árásinni Sturla Böðvarsson sam- göngumálaráðherra hefur lagt fram nýja samgöngu- áætlun; framkvæmda- áætlun til 2010 en einnig langtímaáætlun til 2018. Heildartekjur og framlög verða rúmir 380 milljarðar króna. Meirihluti þess fjár- magns rennur til vegamála. Áætlunin er metnaðarfull en umdeild. Ný samgönguáætlun er í senn lofuð og gagnrýnd. Víðast hvar er tekið undir framtíðarmarkmið um auknar áherslur á uppbyggingu í samgöngum en jafnframt setja margir spurningarmerki við hverj- ar efndir þessarar metnaðarfullu áætlunar verður. Stjórnarandstæð- ingar vilja meina að ólíklegt sé að farið verði eftir nýrri áætlun, þar sé lofað langt fram í tímann án rökstuðnings um hvernig fram- kvæmdum verði háttað. Sumir ganga svo langt að hér sé á ferðinni skjall við kjósendur og plaggið í heild sinni verði að skoð- ast sem kosningaloforð sem ekki verður staðið við að neinu leyti. Samgönguráðherra svarar slíkri gagnrýni fullum hálsi og hvetur til þess að allir leggist á eitt til að gera áætlun ríkisstjórnarinnar að veruleika. Með samgönguáætluninni er sett fram meginmarkmið í samgöngu- málum hér á landi næstu árin og dregin upp fimm markmið. Greiða á fyrir samgöngum í heild og ná hagkvæmni í rekstri og uppbygg- ingu. Ætlunin er að samgöngur verði umhverfislega sjálfbærar, öryggi tryggt og byggðaþróun verði jákvæð. Samgöngumál hafa löngum verið stærsta byggðarmálið. For- sendum kröftugs mannlífs á lands- byggðinni verður best tryggt með góðum samgöngum og ekki síst góðum fjarskiptum. Þetta vill sam- gönguráðherra nú tryggja með auknu fjármagni til vegagerðar, siglinga- og flugmála. Sturla segist hreykinn af því að hafa tækifæri til að marka nýja sýn á uppbygg- ingu samgöngukerfisins, sem nú sé í fyrsta skipti byggt á lögum um umhverfismat áætlana. Stjórn Fjórðungssambands Vest- fjarða sendi frá sér ályktun þar sem áherslum í samgönguáætlun er fagnað. Fram kemur að tillög- urnar falli í helstu atriðum að stefnu sveitarfélaga á Vestfjörð- um. Ísafjarðarbær og Bolungarvík hafa fagnað samgönguáætluninni, en samkvæmt umfjöllun frétta- vefsins strandir.is er talið að við- brögð Strandamanna séu blendin, óánægja sé bæði með forgangsröð og framkvæmdahraða í vegagerð í héraðinu. Þannig sé til dæmis ekki áætlað að tengja saman þéttbýlin við Steingrímsfjörð með bundnu slitlagi fyrr en á tímabilinu 2011- 2014, en alls staðar annars staðar á Vestfjörðum hafa nálægir þéttbýl- isstaðir verið tengdir fyrir löngu. Hér birtist í hnotskurn sú orð- ræða sem löngum hefur verið um uppbyggingu samgangna. Það er sátt um markmið en deilt um leiðir og forgangsröðun. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að þungt hljóð sé í sveitarstjórnarmönnum á Norð- austurlandi þar sem ekki hafi verið sett fjármagn til að byggja upp vegi sem fyrir löngu eru ónýtir að mati heimamanna og standa öllu mannlífi fyrir þrifum. Hér er um að ræða þá kröfu að klára að leggja bundið slitlag á malarkafla sem enn er að finna á þjóðvegi 1, og tengi- og sveitavegi sem víða eru í slæmu ásigkomu- lagi. „Þetta eru malarvegir sem sumir voru byggðir um miðja síð- ustu öld og eru komnir niður fyrir yfirborðið í kring margir hverjir. Þessir vegir eru ekki á nokkurn hátt ætlaðir til að taka á móti nútímaumferð,“ segir Steingrím- ur. Samgönguáætlunin gerir ráð fyrir að ráðast megi í nokkur viðamikil verkefni og þau fjármögnuð með sérstakri fjáröflun. Helst er þar að nefna samgöngumiðstöð í Reykja- vík, átak í breikkun og endurbót- um á aðalvegum út frá Reykjavík til austurs og norðurs og bygging og rekstur Bakkafjöruferju. Þarna er átt við einkaframkvæmd, sér- staka lántöku eða nýja gjaldtöku af umferðinni sem samgönguráð- herra skýrði nánar í fyrstu umræðu þingsályktunarinnar í gær. „Þetta getur verið sambland af notendagjöldum, ríkisframlagi og framlagi einkaaðila. Þar getur einnig verið um að ræða hefð- bundnar framkvæmdir sem byggð- ar eru á útboði, en í þeim tilvikum þá byggir sérstök fjármögnun alfarið á lántöku sem ríkið greiðir á lengri tíma en nú er venjan.“ Þessi aðferð til fjármögnunar er gagnrýnd og bent á að þær framkvæmdir sem falla undir þennan lið séu fjarri því fastar í hendi. Kristinn H. Gunnarsson, Frjálslynda flokknum, segir mikil- vægar framkvæmdir hafa verið settar inn í áætlunina en séu utan fjárhagsrammans. „Þetta er því í mótsögn við áætlanagerðina sjálfa. Áætlunargerð á að snúast um að áætla tekjur og raða niður fram- kvæmdum en það er ekki gert að fullu. Þetta ber vott um veikleika því ráðherra ræður ekki við að raða framkvæmdum inn í fjár- hagsrammann. Það er mikið veik- leikamerki á ríkisstjórninni að hún ræður ekki við svona einfalt verk- efni.“ Ýmsir hafa orðið til þess að gagn- rýna hvernig samgönguáætlunin var unnin. Stjórnarandstaðan vill meina að réttara hefði verið að áætlunin hefði verið unnin í sam- starfi allra flokka. Sturla Böðvars- son segist hins vegar líta svo á að vinna við áætlunina sé alltaf í gangi með því að þingmenn og samfélagið allt skiptist á skoðun- um til lengri tíma. Deilt um sameiginlegt markmið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.