Fréttablaðið - 16.02.2007, Side 22

Fréttablaðið - 16.02.2007, Side 22
[Hlutabréf] Pelle Törnberg, forstjóri sænsku fríblaðaútgáfunnar Metro Inter- national, hefur ákveðið að láta af störfum í lok sumars. Törnberg er frumkvöðull á sviði dagblaða- útgáfu en hann, ásamt öðrum, ýtti fríblaðinu Metro úr vör á götum Stokkhólms árið 1995. Metro International er með stærstu dagblaðaútgáfum í heimi og gefur út dagblöð í um 20 lönd- um sem ná til 22,8 milljóna les- enda á degi hverjum. Útgáfufé- lagið hefur frá upphafi skilað hallarekstri, sem skrifast að mestu á mikinn vöxt blaðaútgáf- unnar. Reksturinn hefur batnað eftir því sem hægt hefur á vextinum og var síðasta ár í plús. Hagnaðurinn þá nam 13 milljónum bandaríkja- dala, jafnvirði rúmlega 888 millj- óna íslenskra króna, samanborið við 7 milljóna dala, 478 milljóna króna, tap árið á undan. Þá námu tekjur félagsins 416,5 milljóna dala, jafnvirði 32,6 milljarða íslenskra króna, sem er 16 pró- senta aukning á milli ára. Breska dagblaðið International Herald Tribune hefur eftir Törn- berg, sem er fimmtugur að aldri, að þegar útgáfa Metro hófst hafi hann ákveðið að stíga frá borði útgáfufélagsins um leið og gott stjórnendateymi væri komið að blaðaútgáfunni. Það sé raunin og því hafi hann ákveðið að snúa sér að öðrum störfum, að sögn dag- blaðsins. Forstjórinn hættir í sumar Þegar markaðsvirði Straums- Burðaráss fór yfir 200 milljarða króna í vikunni eru sjö Kauphallar- félög í fyrsta skipti metin á 200 milljarða króna eða meira. Auk Straums eru þetta Kaupþing, Glitn- ir, Landsbankinn, Exista, FL Group og Actavis. Aðeins Actavis flokk- ast utan þess að vera skilgreint sem fjármála- eða fjárfestingafé- lag. Þá hefur það gerst í fyrsta skipti að fjögur fyrirtæki eru komin yfir 300 milljarða króna að markaðs- virði eftir að Exista fór yfir 300 milljarða múrinn í vikunni. Frá áramótum hefur Úrvalsvísi- talan hækkað um fjórtán prósent, en það eru fyrst og fremst fjár- málafyrirtæki og fjárfestingafélög sem hafa dregið vagninn. Exista, FL Group og Landsbankinn hafa öll hækkað um meira en fimmtung í virði það sem af er ári. Hækkun á gengi stærstu félaganna hefur því valdið mikilli verðmætaaukningu stærstu fyrirtækjanna. Langverðmætasta fyrirtækið í Kauphöll Íslands er Kaupþing sem metið var á 729 milljarða í gær. Bankinn er nærri tvöfalt verðmæt- ari en næsta félag í röðinni sem er Glitnir, metinn á 379 milljarða króna. Til marks um þann vöxt sem hefur orðið á íslensku stórfyrir- tækjunum á skömmum tíma þá var Pharmaco, forveri Actavis, verð- mætasta fyrirtækið í Kauphöllinni fyrir tæpum fjórum árum. Mark- aðsvirðið var þá rétt undir fimmtíu milljörðum króna. Kaupþing varð fyrsta fyrirtækið til að rjúfa 200 milljarða múrinn en það gerðist eftir að bankinn eignað- ist FIH í Danmörku um mitt ár 2004. Markaðsvirði stærsta fyrirtækisins er tæplega tvöfalt meira en þess næst- stærsta. Kaupþing rauf fyrst fyrirtækja 200 milljarða múrinn árið 2004. Fjárfestingafélagið Atorka Group (móðurfélag) skilaði 6.739 milljóna króna hagnaði í fyrra, þar af um 1.312 milljónum króna á fjórða árs- fjórðungi. Hagnaður jókst um 352 prósent á milli ára og nam arðsemi eigin fjár 69,2 prósentum. Afkoma síðasta ársfjórðungs er töluvert yfir meðaltalsspá greining- ardeilda Glitnis og Landsbankans sem var upp á 628 milljónir króna. Móðurfélagið færir fjárfesting- ar í dótturfélögum á gangvirði en tekur ekki tillit til rekstrar hvers og eins félags. Samstæða Atorku skilaði hins vegar 486 milljóna króna tapi eftir skatta en í þeim hluta uppgjörsins er beitt hlutdeildaraðferð þar sem rekstrarleg afkoma hvers og eins dótturfélags og afkoma móður- félags, án endurmats á dótturfélög- um, er lögð saman. Velta samstæð- unnar var 31,6 milljarðar. Heildareignir móðurfélags námu 43 milljörðum króna í árslok og eigið fé stóð í 17,2 milljörðum. Meðal dótturfélaga eru Jarðbor- anir og Promens sem stefnt er að verði skráð á þessu ári. Lagt er til að greiddur verði 45 prósenta arður af nafnverði hluta- fjár fyrir síðasta ár sem svarar fimmtungi af hagnaði ársins. Atorka Group langt yfir væntingum Tap fjarskipta- og upplýsingatækni- fyrirtækisins Teymis nam 1.253 milljónum króna á fjórða ársfjórð- ungi síðasta árs. Félagið birti upp- gjör í gær. Tapið er langt yfir spá Landsbankans upp á 93 milljóna króna tap. Teymi segir að gengistap vegna langtímaskulda skýri 927 milljónir króna af tapinu og bendir á að miðað við núverandi gengi krónunnar séu þau áhrif gengin til baka. „Sala félagsins fyrir fjórða árs- fjórðung var 5.401 m.kr. sem er nokkuð yfir væntingum okkar. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBITDA) var 1.542 m.kr. eða 28,6 prósent af tekjum fjórðungsins. Innifalið í þessum tölum er söluhagnaður fasteigna, en án hans nam EBITDA framlegð 807 m.kr. eða 15 prósentum af tekjum,“ sagði í Vegvísi Lands- bankans í gær. Gengistap tæpur milljarður Teymi birti uppgjör fjórða ársfjórðungs í gær. - úrval af ferskum fiski og tilbúnum fiskréttum Er matarboð um helgina? Peningaskápurinn ...

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.