Fréttablaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 31
Það er nóg að gera hjá Orra Hugin Ágústssyni leikara en hann leikur nú í þremur sýn- ingum, jafnvel öllum á sama deginum. Þess vegna hefur hann lítinn tíma fyrir DVD- safnið sitt sem nú safnar ryki. Síðasta sunnudag vann Orri það afrek að leika í þremur sýningum á sama deginum. „Ég byrjaði á Ronju uppi í Borgarleikhúsi, fór svo beint á frumsýningu á nýja barnaleikrit- inu hans Dr. Gunna, Abbababb, og endaði svo aftur uppi í Borgarleik- húsi á Eilífri hamingju, en þar er á ferð fyrsta íslenska millistjórn- endadramað,“ segir Orri. „Það var strembið, en á sama tíma mjög gaman því það er gaman að leika í öllum þessum sýningum.“ Öll þessi vinna gerir það að verkum að Orri hefur lítinn tíma fyrir DVD-safnið sitt. „Ég er dug- legur að kaupa myndir sem mig langar að sjá eða held að séu áhuga- verðar að eiga,“ segir Orri. „Vanda- málið er að ég fæ fá fríkvöld og þegar þau koma þá nota ég þau heldur í að eyða tíma með kærust- unni.“ Orri segir að það heilli kærust- una takmarkað að setjast niður og horfa á þrjár gamlar listrænar myndir í röð og því sé yfirleitt eitt- hvað annað gert. „Samt læri ég aldrei og held áfram að kaupa. Þetta eru orðnar svo margar mynd- ir að ég er hættur að telja þær sem ég hef ekki horft á í titlum og er farinn að telja í hillumetrum,“ segir Orri og bætir við að þetta sé ákveðin fíkn en þar sem hún sé mun skárri en margar aðrar þá hafi hann litlar áhyggjur. „Þegar ég verð veikur er ég líka einkar vel staddur hvað varðar afþreyingu.“ DVD-myndirnar eru sem sagt verstu kaupin hans Orra en hver eru þau bestu? „Svona í seinni tíð þá er það úlpan mín. Hún er hálf- gerð brynja, liggur við að hún sé skósíð,“ segir Orri. Úlpuna fékk Orri á fyrsta virkilega kalda degi vetrarins en eins og íslenskum eðaltöffurum er von og vísa var hann alls ekki viðbúinn vetrinum og einungis klæddur í stuttan jakka. „Ég var gjörsamlega að drepast úr kulda þennan dag. Ég fór inn í G-Star á Laugaveginum, sá úlpuna og keypti hana án þess að hugsa mig um,“ segir Orri. „Hún hefur gert góða hluti í vetur og margir sem hafa horft á mig öfundaraug- um í kuldanum.“ Horfir aldrei á list- rænu myndirnar 15 til 40 prósenta afsláttur er af jeppadekkjum hjá Arctic Trucks. Úrvalið er eitt það mesta á landinu. Arctic Trucks auglýsir þessa dagana dekk á útsöluverði. Dekkin eru af ýmsum toga, fyrir breytta og óbreytta bíla, og af ýmsum stærðum. Afslátturinn er 15 til 40 prósent. Öll dekk, nema AT 405, eru á útsölu. „Dekkin eru af tegundunum Chaparal, Procomp, og Cepek,“ segie Skúli K. Skúlason, fram- kvæmdastjóri Arctic Trucks. „Þau eru öll á útsölu og þar ættu flestir jeppaeigendur að finna eitthvað við sitt hæfi. Skúli segir að móttökurnar við afslættinum hafi verið góðar og þegar veðraskot komi taki salan kipp. „Ég vil benda öllum þeim sem hafa áhuga á að kaupa sér dekk að skoða heimasíðuna okkar, jeppar. is eða arctictrucks.is. Þar eru öll dekkin og upplýsingar um þau og svo er bara að koma eða hringja í okkur til að komast að því hversu mikill afslátturinn er.“ Jeppadekk á útsölu Útsala stendur yfir í Rúmco. Tuttugu til fimmtíu prósenta afsláttur er veittur á vörum í versluninni Rúmco við Langholts- veg 111 í Reykjavík. Til að mynda er 30 prósenta afsláttur af rúmum, bæði rafstillanlegum og hefbundn- um. Tuttugu prósenta afsláttur er veittur af baðsloppum og sængur- fatnaði. 30 prósenta afsláttur er af handklæðum og 20-40 prósent af rúmteppasettum. Rúmco er opið virka daga frá 11-18 og laugardaga frá 11-16. Baðsloppar og rúm Hjá versluninni Svar tækni er risaútsala þar sem bæði LCD sjónvörp og tölvur eru á góðu verði en í takmörkuðu magni. Fartölvur frá Acer fást nú með 40 prósenta afslætti, á krónur 59.900, en í takmörkuðu magni þar sem aðeins 8 tölvur eru í boði fyrir þá sem fyrstir koma. Heimilistölvur frá Acer ásamt skjá er á 59.900 kr. og eru einnig í takmörkuðu magni en aðeins tíu tölvur eru í boði fyrir þá sem koma fyrstir. LCD-sjónvörp eru einnig í takmörkuðu magni þar sem Viewpia 32 tommu er á 89.000 kr. og Viewpia 40 tommu er á 179.9000 kr. en í boði eru aðeins fimm stykki af hvoru tæki. Viewia LCD 37 tommu er á 149.000 kr. en þar eru aðeins þrjú tæki í boði. Fjöldi annarra til- boða er í gangi, takmarkað magn. Svar tækni er til húsa í Síðumúla 37. Fyrstur kemur, fyrstur fær FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.