Fréttablaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 34
Jónsi byrjar á námskeiði
Tónlistarmaðurinn Jónsi sem er nú
aðeins hársbreidd frá því að verða
flugþjónn hjá Icelandair, byrjar á hinu
fjögurra vikna langa skyldunámskeiði
verðandi flugfreyja og -þjóna í næstu
viku. Í samtali við Sirkus í síðustu viku
var Jónsi eitthvað stressaður yfir því að
komast ekki í gegnum námskeiðið en
Sirkus trúir ekki á slíkt. Við erum viss um
að Jónsi flýgur í gegnum námskeiðið og
mun svífa á milli farþega í vélum
Icelandair í sumar með bros á vör.
Gulllimman selst ekki
Ekkert virðist ganga hjá athafnamannin-
um Ásgeiri Þór Davíðssyni, einatt
kenndum við Goldfinger, að selja
Hummer-limmu sína sem hann flutti inn í
fyrra. Þessi 17 manna gula glæsibifreið
er til sölu fyrir
rétt verð en svo
virðist sem
orstír bílsins
komi ef til vill í
veg fyrir áhuga
mögulegra
kaupenda. Sjálfsagt verður bíllinn alltaf
tengdur við dansmeyjar og súlustaði á
meðan hann er gulur en þó er ekki loku
fyrir það skotið að láta sprauta hann, til
dæmis svartan. Þá er tengingin við
Goldfinger horfin.
Aftur í fatabransann
Hjónin Gunnar Hilmarsson og Kolbrún
Petrea Gunnarsdóttir, sem ráku
fataverslunina GK áður en þau seldu
hana til Írisar Bjarkar
Jónsdóttur, ætla sér að
koma aftur inn af krafti á
fatamarkaðinn. Heyrst
hefur að öflugur
fjárfestir sé á bak við
þau en það er enginn annar en Eiríkur
Sigurðsson, sem
seldi verslunar-
keðjuna 10/11 til
Baugs á sínum
tíma fyrir fúlgur
fjár og
hefur
efnast
mikið
síðan.
Þ egar mikið er að gera og fara þarf á marga staði getur verið óþægilegt að þurfa að leita að
stæðum í Reykjavík. Íslenskir
milljarðamæringar beita sömu
brögðum og ráðherrar landsins, eru
með einkabílstjóra í fullri vinnu sem
sjá um að aka þeim, starfsmönnum
fyrirtækjanna og oft erlendum
gestum um Reykjavík og nágrenni á
sannkölluðum glæsivögnum. Þannig
verður biðin sem styst enda er
glataður tími tapað fé í viðskipta-
heiminum.
Vinirnir og viðskiptafélagarnir
Sigurður Bollason og Magnús
Ármann eiga einn Audi A8 6.0 bíl
sem er árgerð 2004. Sá bíll er ekkert
slor og kostar nýr um tíu milljónir
króna. Þessir bílar eru með 450
hestafla vél og ekki nema 5,2
sekúndur að komast upp í 100 km/
klst. Bíllinn er hinn glæsilegasti bæði
að innan sem utan enda maður í
fullri vinnu við að aka og hugsa um
hann. Bakkabræðurnir Lýður og
Ágúst Guðmundssynir eiga svipaðan
bíl og Sigurður og Magnús nema
hvað bíll bræðranna er ívið lengri.
Það sást meðal annars til Brynjólfs
Bjarnasonar, forstjóra Símans, stíga
upp í þann bíl eftir hluthafafund
Símans ekki alls fyrir löngu.
Hannes Smárason, forstjóri og
aðaleigandi FL Group, notast við
nýlegan BMW 760 Li sem er
flaggskip BMW. Nýr slíkur bíll kostar
yfir 15 milljónir króna og er með 438
hestafla vél. Hannes notar bílinn
sjálfur auk þess sem starfsfólk FL
Group og gestir fyrirtækisins fá
afnot af honum þegar þurfa þykir.
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri
Baugs og stjórnarformaður 365, sem
gefur meðal annars út Sirkus, er mikill
Range Rover-maður. Hann ferðast
yfirleitt um á Range Rover Superchar-
ger en auk þess eiga bæði Baugur
Group sem og unnusta hans, Ingibjörg
Pálmadóttir, slíka bíla sem starfsmenn
og erlendir gestir notast við.
Sögusagnir ganga um að einhverjir
af þessum milljarðamæringum hafi nú
ákveðið að bæta í bílasafnið sitt og
kaupa einn flottasta Benz
sem sést hefur á götum
Reykjavíkur. Sá bíll er
glæný útgáfa í E-línu
Benz, E65 AMG sem er
með 503 hestafla vél og
öllum þeim mögulegu
og ómögulegu
aukahlutum sem
hugurinn girnist.
Heimildarmenn
Sirkus telja að verðið
á slíkum bíl sé ekki
undir 30
milljónum
króna.
oskar@
frettabladid.
is
| sirkus | 16. FEBRÚAR 2007BLS. 2
MILLJARÐAMÆRINGARNIR ÞURFA EKKI AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF STÖÐUMÆLASEKTUM
Auðkýfingar með einka-
bílstjóra í fullri vinnu
BRÆÐUR BJÓÐA
Í BÍLTÚR
Bakkabræðurnir
Lýður og Ágúst
Guðmundssynir
notast við 450
hestafla Audi-
bifreið þegar þarf
að aka æðstu
mönnum fyrirtækja
þeirra um
bæinn.
AÐEINS FLAGGSKIPIÐ DUGAR Hannes býður ekki upp á neitt minna en
flaggskip BMW-flotans með einkabílstjóra.
VILL BARA BRESKT Jón Ásgeir Jóhannesson er með einfaldan smekk og kýst helst að ferðast um
í Range Rover.
KLASSAKERRA Það er óhætt að segja að Audi-inn sem Sigurður
og Magnús sem og Bakkabræður notast við sé ekkert slor.
VINIRNIR DEILA BÍL Vinirnir og viðskiptafé-
lagarnir Sigurður Bollason og Magnús
Ármann nota sama einkabílstjórann.
ENGAR STÖÐUMÆLA-
SEKTIR Hannes
Smárason þarf ekki að
hafa áhyggjur af því að
borga í stöðumæla eða
leita að stæðum.
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
Minnistöflur
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Birkiaska
Heyrst hefur