Fréttablaðið - 16.02.2007, Side 38

Fréttablaðið - 16.02.2007, Side 38
| sirkus | 16. FEBRÚAR 2007BLS. 6 Hverjir voru hvar? Þ að var fullt út úr dyrum þegar klipparinn Böddi hélt upp á það að hann hefur tekið við rekstri hárgreiðslustofunnar vinsælu Jóa og félögum á Skólavörðustígnum af Simba. Bæði Böddi og Simbi hafa notið mikilla vinsælda á meðal Reykvíkinga á undanförnum árum og miðað við mætinguna á laugardag- inn má búast við því að biðraðir myndist á degi hverjum eftir því að setjast í stólinn hjá Bödda og hans mönnum. Eigandinn var að sögn hæstánægður með opnunarteitið enda var stöðugur gestagangur þá tvo tíma sem opnunin stóð yfir. FLOTT HJÓN Böddi klippari og eiginkona hans Harpa voru sæl og sátt við opnunina á laugardaginn. SIRKUSMYND/DANÍEL BARN Á LEIÐINNI Fitness-frömuðurinn Arnar Grant brosti út að eyrum með konu sinni henni Tinnu. Þau eiga von á sínu fyrsta barni saman í sumar. SIRKUSMYND/DANÍEL Þ að var áhugaverður hópur kvenna samankominn á Seltjarnarnesinu, nánar tiltekið á heimili Elínrósar Líndal, eiginkonu Steinþórs Gunnarssonar, forstöðu- manns verðbréfamiðlunar Lands- bankans, á föstudagskvöldið þar sem skálað var í kampavíni og málefni líðandi stundar voru rædd. Jafnrétti, femínismi, viðskipti, verðbréf, blaðamennska, hönnun og tíska voru á meðal umræðuefnis en þarna komu konur saman á sínum eigin forsendum, til þess m.a. að efla tengsl kvenna í samfélaginu. Yfir 50 konur sóttu boðið og ræddu stöðu sína og framtíðaráætlanir. Kampavín og konur á Seltjarnarnesi FLOTTAR Þær Kittý Johansen, Sigríður Ólafsson og Guðrún Ólöf Gunnarsdóttir mættu í boðið. SIRKUSMYND/DANÍEL GESTGJAFINN Elínrós Líndal, gestgjafi boðsins, sést hér lengst til vinstri á myndinni. Með henni á myndinni eru Ingibjörg Arnljótsdóttir, Anna Margrét Björnsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, og ljósmyndarinn Silja Magg. SIRKUSMYND/DANÍEL MÆTTAR Þær Sólveig Haraldsdóttir, Guðný Magnúsdóttir og Margrét K. Sigurðar- dóttir létu sig ekki vanta á Seltjarnarnesið á föstudaginn. SIRKUSMYND/DANÍEL MITT Á MILLI Fyrirsætan fyrrverandi Díana Bjarnadóttir var ekki í slæmum félagsskap við opnunina. Hér sést hún á milli athafnamannanna Fjölnis Þorgeirs- sonar og Andrésar Péturs Rúnarssonar. SIRKUSMYND/DANÍEL Fjölmiðlamógullinn Sigurður G. Guðjónsson sást ásamt eiginkonu sinni, Láru Lúðvígsdóttur, á Hótel 101 þar sem þau snæddu rómantískan kvöldverð á laugardagskvöldið. Það var að vanda fjölmenni á Boston um helgina en staðurinn virðist algjörlega vera að slá í gegn. Leikkonan Brynhildur Guðjónsdóttir var á staðnum sem og sjónvarpsdrottning- in fyrrverandi Eyrún Magnúsdótt- ir. Fréttamaðurinn Guðfinnur Sigurvinsson leit við ásamt félaga sínum og Kastljóskóng- urinn Helgi Seljan, sem er orðin eins og hver önnur mubla á staðnum, stimplaði sig að sjálfsögðu inn. Tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst Haraldsson heiðraði einn- ig staðinn með nærveru sinni. Trausti Hafliðason, ritstjóri Blaðsins, og Janus Sigurjónsson, einn eigenda hins nýstofnaða útgáfufélags DV, voru venju samkvæmt á Ölstofunni þar sem þeir fóru yfir málefni liðinnar viku. BÖDDI TEKUR VIÐ JÓA OG FÉLÖGUM OPIÐ FRÁ KL 20 ALLA DAGA VIKUNNAR BÓHEM Grensásvegi 5-7

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.