Fréttablaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 42
| sirkus | 16. FEBRÚAR 2007BLS. 10
umtalaðasta í Hollywood.
Barnfóstran blaðrar
Í júlí 2005 steig barnfóstra Sadie Frost
og Jude Law fram og lýsti frá mánaðar-
löngu ástarsambandi sínu við
hjartaknúsarann meðan tökum á
myndinni All The King’s Men stóð yfir.
Daisy Wright, barnfóstra þeirra hjóna,
sagðist vera yfir sig ástfangin af Jude
en Sadie Frost rak hana er hún komst
að ástarsambandi hennar við Jude.
Ekki var þetta í fyrsta sinn sem Jude
hélt framhjá. Maðurinn er fullur af
ástríðu. Það er alveg á hreinu. Hann
lætur hana kannski stjórna sér aðeins
of mikið.
Daisy Wright var sögð ætla að koma
fram í bandarískum spjallþætti og
segja frá sambandi sínu, en við erum
enn að bíða eftir þessu viðtali.
Þvílíkt sjokk fyrir Siennu Miller.
Maðurinn hennar hélt framhjá henni
og það með barnfóstrunni sinni. Jude
bað Siennu opinberlega afsökunar, en
skömmin var of mikil fyrir hana og
stuttu seinna hætti hún með Jude eftir
átta mánaða trúlofun og þriggja ára
samband.
Börnin mikilvægust
Ekki gerði framhjáhald hans ferlinum
gott, því allar þær konur sem dýrkuðu
hann og dáðu hér áður fyrr höfðu
fengið alveg nóg af honum. Ekki bætti
það úr skák að í mörgum af hans
nýjustu myndum lék hann flagara og
framhjáhaldara. Þar á meðal í
kvikmyndinni Alfie og Closer.
Síðan Jude og Sienna hættu saman í
fyrsta sinn hafa þau hætt og byrjað
saman oftar en flestallir Íslendingar til
samans. Þetta stóð yfir í tæpt ár eða
þangað til í nóvember á síðasta ári er
Jude fékk yfir sig nóg af partístandi litlu
Siennu og ákvað að það sem skipti hann
mestu máli væru börnin hans þrjú,
Rafferty, Iris og Rudy.
Hvað varðar kvikmyndaferil hans
hefur Jude eins og sagt var frá áður
ekki staðið undir þeim væntingum
sem til hans hafa verið gerðar í
Hollywood og er hann þekktari fyrir
útlit sitt og einkalíf heldur en
leiklistarferilinn. Næst fáum við að sjá
Jude í kvikmyndinni Breaking and
Entering sem er einmitt leikstýrð af
Anthony Minghella. Jude er í miklu
uppáhaldi hjá leikstjóranum og segja
gagnrýnendur þetta vera hans besta
hlutverk síðan hann lék í kvikmynd-
inni The Talented Mr. Ripley.
J ude Law fæddist í vesturhluta London árið 1972. Hann skipti oft um skóla sem krakki og var
eitt sinn færður til vegna hrikalegs
eineltis. Á táningsaldri hóf hann
leikferil sinn með National Youth
Music Theatre. Það var þá er hann
hætti alfarið í skóla til að einbeita sér
að leiklistinni. Um tíma stundi Jude
leiklist við hinn þekkta Guildhall
School of Music and Drama en hætti
eftir stuttan tíma til að reyna að
meika það á eigin spýtur. Það er
greinilegt að þessi ungi og metnaða-
fulli leikari þráði frægð og frama strax
frá unga aldri.
Örlög ástarinnar
Það er erfitt að fá stóra tækifærið og
Jude sá að auðveldasta leiðin til að ná
athygli leikstjóra og framleiðenda var
í gegnum leikhúsið. Hans fyrsta stóra
verk var sem villtur táningur í The
Fastest Clock in the Universe eftir
Philip Ridley og fljótlega eftir það lék
hann í Indiscretion sem byggt er á
Les Parents Teribles eftir Jean
Cocteau. Nokkrum árum seinna lék
hann þetta sama hlutverk á Broad-
way á móti Kathleen Turner, en það
var á því sviði er Jude vakti athygli
Steven Spielberg á breska sjarmörn-
um.
Eftir nokkur leikrit og misheppn-
aðar sjónvarpsseríur sló hann til og
tók að sér það verkefni að leika í
kvikmynd sem bar heitið Shopping.
Það var við tökur á þeirri mynd sem
líf hans breyttist til frambúðar, en þar
kynntist hann tilvonandi eiginkonu
sinni, Sadie Frost.
Sadie var á þeim tíma gift
söngvaranum Gary Kemp úr 80s
hljómsveitinni Spandau Ballet. Mynd-
in Shopping fékk ekki góða dóma en
þessu ástfangna pari gæti ekki hafa
verið meira sama. Árið 1997 sótti
Sadie um skilnað við rokkarann og
aðeins nokkrum mánuðum seinna
giftist hún Jude Law. Það hefur aldrei
komið fram að Sadie hélt framhjá
eiginmanni sínum til þess að vera
með Jude, en ef marka má tímasetn-
ingarnar á skilnaði hennar er það
ekki ólíklegt.
Heppinn í Hollywood
Loksins var komið að Jude að slá í
gegn og hann gerði það í kvikmynd-
inni Wilde frá árinu 1997 sem skartar
Stephen Fry í hlutverki ljóðskáldsins
Oscar Wilde, en þar lék Jude elskhuga
hans, Lord Alfred Douglas. Hlutinir
voru loksins byrjaðir að rúlla fyrir
manninn sem þráði ekkert meira en
að slá í gegn. En á meðan Jude vann
hörðum höndum að frama sínum
hafði eiginkona hans Sadie lagt feril
sinn til hliðar til þess að vera heima
með börnum þeirra hjóna, en þau
voru ekkert að slaka á í þeim efnum
og eignuðust þrjú börn meðan
hjónaband þeirra stóð.
Jude hélt áfram að leika lítil
aukahlutverk, þar á meðal í kvik-
myndinni Gattaca, Midnight in the
Garden og Good and Evil þangað til
leikstjórinn Anthony Minghella fékk
Jude til að leika eitt af aðalhlutverk-
unum í kvikmyndinni The Talented
Mr. Ripley, en Jude var einum of
sannfærandi sem hinn hrokafulli
Dickie Greenleaf. Myndin naut
mikillar velgengni um heim allan og
sérstaklega meðal gagnrýnenda.
Jude var orðin stjarna. Í kjölfarið á
velgengni myndarinnar hreppti Jude
hlutverk í myndum á borð við
Artificial Intelligence eftir Steven
Spielberg. Myndin átti að vera mikill
hittari en stóð ekki undir þeim
væntingum sem til hennar voru
gerðar. Það var ekki fyrr en Jude lék í
kvikmyndinni Road to Perdition að
hann náði að stimpla sig inn í
Hollywood og það gerði hann með
stæl.
Kannski ekki svo mikið vegna
leikhæfileika sinna heldur frekar fyrir
stórkostlegt útlit. Honum hafði tekist
það sem hann þráði svo lengi.
Heillaður af stórstjörnu
Með Hollwood nánast í vasanum var
ekki mikill tími fyrir fjölskylduna sem
bjó enn þá í London. Jude fékk
hlutverk í kvikmyndinni The Cold
Mountain á móti leikkonunni
glæsilegu Nicole Kidman og um leið
og tökur hófust á myndinni byrjuðu
slúðurblöðin að skrifa um meint
samband þeirra.
Sadie Frost var
nýbúin að fæða
þriðja barn þeirra
hjóna er sögu-
sagnir um
samband hans
við Nicole
Kidman náðu
hámarki. Álagið
reyndist henni
of mikið og hún
greindist með
fæðingarþung-
lyndi. Það var
ekki gott á milli
þeirra og sögðu
margir að Jude
og Sadie hefðu
ekki gist í saman
herbergi í marga
mánuði.
Nicole og Jude
héldu þó í vinskap
sinn og sáust oft
saman í veislum og
fleiri uppákomum í
innilegum samræðum.
Breska pressan fékk ekki
nóg af Jude og Nicole, en það sama
átti ekki við um Sadie sem sótti um
skilnað frá eiginmanni sínum til sex
ára síðla sumars 2003.
Margir áttu bágt með að trúa því
að eitt sætasta samband Bretlands
væri lokið, en það kom öllum enn
meira á óvart að Jude flutti strax inn
með nýrri konu, hinni rúmlega
tvítugu Siennu Miller, um sama leyti
og skilnaðarpappírarnir voru
undirritaðir.
Jude og Sienna
Enginn vissi hver Sienna Miller var og
myndin Alfie var ekki komin í
sýningar, en strax var hún orðin fræg
og þá helst fyrir flottan fatastíl og að
sjálfsögðu fyrir að vera kærasta eins
kynþokkafyllsta leikara í Hollywood.
Hvert sem þau fóru vöktu þau athygli.
Kvikmyndaferill Jude var ekki
næstum því jafn spennandi og ástarlíf
hans og hafði Jude alls ekki staðið
undir þeim væntingum sem gerðar
voru til hans er hann fyrst kom til
Hollywood.
Mikil alvara var í sambandi hans og
Siennu Miller og eftir aðeins tveggja
ára samband voru þau búin að trúlofa
sig og væntanlegt brúðkaup þessa
myndarlega pars yrði án efa eitt það
Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum en breski leikarinn JUDE LAW er
staddur hér á landi ásamt þremur börnum sínum og barnfóstru. Þau lentu á Keflavík-
urflugvelli á mánudaginn, gista 101 Hótel og fóru meðal annars í Laugardalslaugina
á þriðjudaginn. Hermt er að þau fari af landi brott næstkomandi mánudag.
Sirkus skoðaði líf þessa breska hjartaknúsara sem oftar hefur komist í fréttirnar
fyrir einkalífið heldur en frammistöðu á hvíta tjaldinu.
SIRKUS-NÆRMYND AF JUDE LAW
FRÆGARI FYRIR ÚTLITIÐ
EN LEIKHÆFILEIKANA
FALLEG FJÖLSKYLDA Sadie
Frost og Jude Law eiga þrjú
börn saman. Þau eru öll
stödd hér á landi með
honum. Sadie og Jude voru
gift í sex ár. Þau gengu í
gegnum erfiðan skilnað en í dag
eru þau góðir vinir.
nærmynd
sirkus
STÓRMYNDARLEGT PAR
Sienna Miller og Jude
Law voru „it“ parið.
Ótrúlega myndarleg, flott
til fara. Þau vöktu athygli
hvert sem þau fóru.
SKANDALL Jude Law
hélt við barnfóstru
hans og Sadie Frost
við tökur á myndinni
All The King’s Men.
Ástarsambandið var
ekki langlíft, en Daisy
Wright steig fram og
sagði sína sögu. Sienna
Miller hætti með Jude
í kjölfarið.
HJARTAKNÚSARI Það er óhætt að segja að
Jude Law sé fjallmyndarlegur maður sem
veki eftirtekt hvar sem hann fer.
Útsala
20-50% afsláttur
Langholtsvegi 111, 104 Rvk. Sími 568 7900
Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-16
30% afsláttur af rúmum
Baðsloppar
20% afsláttur
Handklæði
30% afsláttur
Rúmteppasett
20-40% afsláttur
Sængurfatnaður
20% afsláttur
rafstillanleg og hefðbundin. Nýtt kortatímabil