Fréttablaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 46
| sirkus | 16. FEBRÚAR 2007BLS. 14 EUROVISION-SÉRFRÆÐINGURINN PÁLL ÓSKAR HRIFINN AF RAUÐHÆRÐUM Í ÁR VILL DR. GUNNA EÐA EIRÍK TIL HELSINKI Við mælum með „Ég mæli með söngleiknum Abbabbabb sem sýndur er í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Ég fór með börnin um síðustu helgi og ég grenjaði úr hlátri og börnin voru í skýjunum. Svona fær mann til að þykja vænt aftur um leikhús. Það var greinilegt að þessu fólki þótti gaman í vinnunni og það skilaði sér til áhorfenda.“ Björk Jakobsdóttir leikkona „Ég mæli með Tony Robbins-námskeiði í sumar. „Unleash The Power Within“ fyrir þá sem leiðist mikið með sjálfan sig, nánar um það á englar.is. Síðan mæli ég með því að fólk drekki mikið grænt te, spili á trommur og mölvi eitthvað annað slagið.“ Gunnlaugur Briem tónlistarmaður „Ég mæli með því að fólk taki þátt í Food & Fun-hátíðinni, fari út og fái sér gott að borða. Ég mæli líka með að fólk taki sér vetrarfrí í stað sumarfrís og fari til útlanda í janúar og febrúar en ekki yfir eina tímann þegar almennilegt veður er á Íslandi. Ég mæli einnig með nýju hljómsveitinni Esju, með Daníel Ágústi og Krumma, og ef fólk er ekki búið að kynna sér fatabúðina Liborius þá er það nauðsynlegt.“ Dóra Takefusa athafnakona „Ég mæli með bókunum eftir bandarískan blaðamann sem heitir Mitch Albom. Bækurnar eru skemmtileg blanda af skáldsögu og heimspeki. Þetta eru þrjár bækur sem enginn áhugamaður um bókmenntir og lífið sjálft ætti að láta fram hjá sér fara. Ég er nýbúin með þær og hafði virkilega gaman af.“ Hanna Birna Kristjánsdóttir borgar- fulltrúi É g er einhvern veginn svona „torn between two lovers, feeling like a fool“ yfir tveimur atriðum í Eurovision þetta árið. Annars vegar eru það Dr. Gunni og Heiða og hins vegar Eiríkur Hauksson. Bæði þessi atriði myndu sóma sér vel í Helsinki,“ segir Eurovision-sérfræðingurinn Páll Óskar Hjálmtýsson spurður um það hvaða flytjanda hann vilji sjá í Eurovision í Helsinki í maí og útskýrir síðan nánar af hverju hann geti ekki valið á milli þessara tveggja atriða sem keppa ásamt sjö öðrum á morgun, laugardagskvöld, um að vera framlag Íslendinga til Eurovision þetta árið. „Dr Gunni og Heiða er með alveg frábært lag, „Ég og heilinn minn“. Það er eitt alskemmtilegasta lag sem Dr. Gunni hefur samið og mest grípandi. Það minnir á Beach Boys og það eru ekki slök meðmæli. Það væri líka skemmtilegt ef jaðarsena íslensks popps fengi að njóta sín í Eurovision,“ segir Páll Óskar og bætir við að ekki skipti flutningur Heiðu minna máli. „Hún er laus við alla tilgerð, mjög örugg og ég treysti þeim til að vera brjálæðislega skemmtilegir fulltrúar fyrir Íslands hönd í Helsinki.“ Páll Óskar er líka hrifinn af rauðhærða rokkhundinum Eiríki Haukssyni. „Hann hefur auðvitað farið tvisvar áður en þetta er í fyrsta sinn sem hann er í þessari keppni á eigin forsendum með lag sem er í takt við hans karakter. Það skín í gegn í þessu lagi hversu mikill afburðarokksöngvari Eiríkur er og ekki skemmir fyrir að lagið er mjög gott. Eiríkur er líka afar viðkunnanlegur, eiginlega svona auðmjúkur töffari og slíkir menn vaxa ekki á trjánum,“ segir Páll Óskar sem stendur einnig fyrir Eurovision-partíi á NASA að lokinni sjónvarpsútsendingu frá úrslitunum. „Það verður hörkustuð. Ég lofa því. Það geta allir komið sem vilja og verður miðasala við innganginn. Sigurvegarinn fyrr um kvöldið mun troða upp auk þess sem ég býst fastlega við því að allir aðrir keppendur muni slást um að fá að fara á sviðið,“ segir Páll Óskar og hlær. Rúmeninn Mihai, sem átti hið geysivinsæla lag „Torneo“ í Eurovision í fyrra, mun einnig troða upp á NASA sem og úrslitakeppn- iskvöldinu sjálfu. oskar@ frettabladid.is Útgáfufélag 365 prentmiðlar Útgefandi Helgi Hermannsson, ábm. Ritstjórn Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettabladid.is, Indíana Ása Hreinsdóttir, indiana@ frettabladid.is Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is, Sirkusblaðið Skaftahlíð 24 105 Rvk, sími 550 5000 Sölustjóri Gréta Karen Grétarsdóttir 550 5864 gretakaren@frett.is sirkus „Ég ætla að rifja upp atburði liðins árs með því að kíkja á sýningu Blaðaljós- myndarafélagsins í Gerðarsafni sem verður opnuð á laugardag og fylgja því svo eftir með því að sjá afhendingu blaðamannaverðlaunanna seinna um daginn en þar bind ég vonir við að vinur minn og fyrrum vinnufélagi á Mogganum, Davíð Logi Sigurðsson, vinni til verðlauna. Þetta er í þriðja sinn sem hann er tilnefndur og það er kominn tími á að hann fái þessi eftirsóttu verðlaun.“ Eyrún Magnúsdóttir ráðgjafi „Ég er að fara að spila með Val gegn Víkingi í deildarbikarnum á laugardaginn. Síðan ætlum við Valsmenn að hittast, borða saman og gera okkur glaðan dag. Á sunnudaginn verð ég síðan að vinna á Skjásport þar sem boðið verður upp á stórleik í ítalska boltanum.“ Guðmundur Benediktsson knattspyrnumaður „Ég held að ég verði í sveitinni að sinni. Ég verð að vinna um helgina og njóta sveitasælunnar. Ég ætla síðan að heim- sækja strákinn minn til Noregs á sunnudaginn.“ Fjölnir Þorgeirs- son athafna- maður „Kærastinn minn hringdi í mig og sagði að ég mætti ekki plana neitt um helgina. Ég ætti að vera tilbúin á föstudagsmorgun og gera ráð fyrir því að koma heim á mánudag. Meira veit ég ekki. Ég er að deyja úr spenningi og á örugglega ekki eftir að sofna nóttina fyrir. Ég er mjög forvitin týpa þannig að óvissuferðir fara alveg sérstaklega illa í mig.“ Birgitta Haukdal söngkona Hvernig verður helgin? Þ að hefur lengi verið þekkt staðreynd að flestar konur eru forfallnir skósjúklingar. Skópör í tugatali fylla skápa margra heimila en misjafnt er hversu lengi hvert og eitt par tollir í tískunni. Til eru þó þeir skór í huga flestra kvenna sem sleppa við allar vorhreingerningar og tískubylgjur. Skórnir sem lenda alltaf aftur í skápnum. Sirkus fékk Þórunni Lárusdóttur, leik- og söngkonu, til að segja frá því hvaða skóm hún myndi aldrei henda. „Ég held ég geti sagt það með vissu að það séu svaðalegir rauðir pinnahælar sem ég keypti fyrir fimm árum. Þeir eru hárauðir og get ég lofað því að þeir fara aldrei í ruslið. Ég nota þá ekki oft en mér finnst ég alltaf vera rosaleg þegar ég fer í þá,“ segir Þórunn Lárusdóttir um rauðu háhæluðu skóna sína sem munu ávallt verða hluti af skósafni hennar. Skórnir sem ekki má henda HÆGT AÐ NOTA SEM VOPN Þórunn Lárusdóttir segir að hælarnir séu það langir og mjóir að auðveldlega megi nota þá sem vopn. SIRKUSMYND/VILHELM EKKERT GRÍN Framlag Dr. Gunna og Heiðu er ekkert djók heldur fúlasta alvara. ROKKIÐ Á MÖGULEIKA Páll Óskar segir tíma til kominn að gefa rokkinu tækifæri í Eurovision þetta árið. ALLTAF TÖFF Eiríkur Hauksson er alltaf töff að sögn Páls Óskars, jafnvel þótt hann syngi á norsku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.