Fréttablaðið - 16.02.2007, Page 60

Fréttablaðið - 16.02.2007, Page 60
Kl. 09.00 Sýning á bókverkum Sigurborgar Stefánsdóttur stendur yfir í Þjóðar- bókhlöðunni. Á sýningunni Spari bækur eru myndverk í formi bóka. Verkin á sýningunni eru um það bil 30 talsins en hún stendur út febrúar- mánuð. Skáldið Jón Laxdal Ljóðskáldið Jón Laxdal Halldórs- son er ef til vill betur þekkt fyrir myndlist sína en skáldskap en á því verður gerð bragarbót í kvöld. Norður á Akureyri eru haldin bókmenntakvöld á vegum menningarsmiðjunnar Populus Tremula en smiðja sú starfar í Listagilinu þar í bæ. Sigurður Ólafsson heimspek- ingur mun í kvöld fjalla um skáldið Jón Laxdal sem sjálft mun lesa upp úr verkum sínum. Af sama tilefni kemur út á vegum Populus Tremula ljóðakver með úrvali kvæða eftir höfundinn. Bókin er gefin út í hundrað tölu- settum og árituðum eintökum og verður til sölu á staðnum fyrir litlar þúsund krónur. Er þetta í fyrsta sinn sem Populus tremula gefur út slíkt rit en stefnt er að því að gefa út þrjú önnur rit til vors. Dagskráin í kvöld hefst kl. 21, aðgangur er ókeypis og eru mal- pokar leyfðir. ! Ást, kynlíf, dauði, guð og allt hitt sem skiptir máli er viðfangsefni gjörninga- leikhúsverks Ingibjargar Magnadóttur og Kristínar Eiríksdóttur sem sanna hið fornkveðna að fæstir eru spámenn í eigin föðurlandi. Undirvitundargjörningar þeirra Kristínar og Ingibjargar vöktu talsverða athygli á sýningunni Pakkhúsi postulanna í Hafnarhús- inu í haust og nú hafa þær stöllur söðlað um og setja upp verkið „I‘m crying everyones tears – King of Sorrow“ í hinu sænska Teater Lilith í Malmö og verður verkið frumsýnt á morgun. Kristín og Ingibjörg eru báðar menntaðir myndlistarmenn og hafa fengist við skriftir en sam- starf þeirra á sviði gjörningalist- arinnar hefur verið farsælt í tæp tvö ár. Sýningin nú er þó hin viða- mesta til þessa og þegar þær hafa lagt Svíaríki undir sig er komið að meginlandi Evrópu því næsta verkefni verður sett upp í Berlín á mars. „Þetta er verk um lífið, ástina, kynlífið, dauðann og guð, um það að draga andann,“ útskýrir Ingi- björg. „Það er um alla þessa ynd- islegu þætti og það mætti segja að þetta væri klassískt verk sem end- ist vel því þótt við vitum auðvitað ekki hvort þessir þættir eigi eftir að halda áfram að skipta öllu máli þá treystum á það.“ Ingibjörg útskýrir að auðvelt sé að rekja verk þetta saman við þeirra fyrri sýningar en þetta sé þó sígildasta verk þeirra hingað til. Þær Ingibjörg og Kristín kynntust aðstandendum Lilith- leikhússins á myndlistarhátíðinni Sequences í október og fá nú þann heiður að setja upp fyrstu gjörn- ingaleikhússýningu þeirra á nýju sviði sem sérstaklega er ætlað fyrir það listform. Teater Lilith var stofnað árið 2001 og starfar á vettvangi bæði leik- og myndlist- ar en nú gefst erlendum lista- mönnum kostur á að nýta sér æfinga- og sýningaraðstöðu húss- ins sem teljast verður sjaldgæft tækifæri fyrir listafólk. Teater Lilith er jafnframt vettvangur fyrir myndlistarsýningar, fyrir- lestrahald, tónleika og aðrar uppákomur. Ingibjörg útskýrir að þær Kristín eigi því ekki að venjast að fá svo mikla hjálp við listsköpun sína en Teater Lilith framleiðir sýninguna og sér um alla umgjörð hennar. „Við höfum vanalega fengið vini og kunningja til þess að taka þátt í sýningunum okkar en nú vorum við bara með áheyrn- arprufur,“ útskýrir Ingibjörg. Sautján leikarar taka þátt í upp- færslunni auk höfundanna tveggja og Ásmundar Ásmundssonar myndlistarmanns sem endurskap- ar vídeóverk sitt á rauntíma á sviðinu og leikur nokkur auka- hlutverk. Svíar hafa tekið þeim stöllum opnum örmum og hafa þarlendir fjölmiðlar til dæmis sýnt þeim mikinn áhuga að undanförnu. Ingibjörg útskýrir að þær vonist til þess að geta sýnt verkið hér heima en til þess þyrftu þær öfl- ugt liðsinni því ekki sé hlaupið að því að koma uppfærslu sem þess- ari á hvaða fjalir sem er. Þær skora því á forsvarsmenn og leik- húsáhugafólk hér heima að kynna sér verkefnið og rýma húsakynni sín fyrir þessari nýju og óvenju- legu leikhúsreynslu. F A B R IK A N 2 0 0 7

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.