Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.02.2007, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 16.02.2007, Qupperneq 66
Dagana 7. til 11. mars verður haldin í Reykjavík mikil klámráðstefna en 150 manns eru á leið til landsins þar sem þeir munu ræða eitt og annað sem við kemur klámbransanum. Og skemmta sér rækilega. „This event aranged by Freeones worlds largest babesite will be a B2B event and I ‘m going to prom- ote them together with 2 of my hottest friends Eve Angel (she’s so hot!) and Daisy Rock (suck that c*ck Diva ;) !!)....... Love ya xxxxx, Sandy” Svo ritar klámmódelið Sandy Cage á síðu sína og hlakkar til að hitta vini sína úr klámgeiranum á mikilli ráðstefnu sem til stendur að halda í Reykjavík dagana 7. til 11. mars komandi. Hún verður ásamt Eve Angel og Daisy Rock helsta skrautfjöðurin í litríkum 150 manna hópi sem hefur bókað gistingu á Hótel Sögu. En til stendur að ræða eitt og annað sem við kemur klámgeiran- um auk þess sem ráðstefnu- gestir ætla sér að láta til sín taka í „illræmdu” næturlífi Reykjavíkurborgar. Þeir sem standa að ráðstefnunni eru aðstandendur vefsíð- unnar freeones.com en þegar þangað er komið ber fyrir augu eitt og annað ósiðlegt. En ítarlega er greint frá komandi atburði á síð- unni snowgathering.com Femínistanum og stjórnmála- fræðingnum Silju Báru Ómars- dóttur er verulega brugðið við tíð- indin og segir þetta skelfilega tilhugsun. „Ég er ekki hlynnt klámi í neinu formi og vil frekar beina viðskipt- um mínum annað en þangað sem sá iðnaður beinir sínum pening- um.” Viðbrögð Silju Báru eru sem sagt þau að hún ætlar að „boyc- otta” Hótel Sögu fyrir að hýsa hóp- inn. Hún tekur það fram að hún tali ekki fyrir hönd Femínista- félagsins en fastlega má gera ráð fyrir því að fleiri úr þeim hópi muni mótmæla og þá með sama hætti. „Væntanlegir eru aðstandend- ur freeones.com, voðalega huggu- leg síða eða hitt þó heldur en þetta er eitthvað klámfyrirtæki. Ég vil ekki styrkja klámiðnað og niður- greiða hann,” segir Silja Bára. Hrönn Greipsdóttur hótelstýra segir hótelið blóraböggul femínista. Og skilur ekki viðbrögðin og segir þau vanhugsuð en hópur- inn, sem hefur bókað 150 herbergi, er fyrir henni sem hver annar hópur túrista. Ekki sé venjan að spyrja fólk sem bókar herbergi hvað það geri. „Hótelið er í eigu siðprúðra bænda og menn geta rétt ímyndað sér hvort hótelið sé að standa fyrir einhverri klámráðstefnu! Ég kom af fjöllum. Og er hissa á femínist- um að kanna ekki málið betur,“ segir Hrönn. Britney Spears virðist ekkert ætla að hægja á ferðinni með drykkju sinni og lífernið er að verða villt- ara og villtara með hverjum deg- inum. Breska götublaðið The Sun birti myndir af söngkonunni í ann- arlegu ástandi á New York Club One þar sem hún skellti nokkrum velvöldum tekílastaupum í sig. Fyrrum eiginmaður hennar, K- Fed, hefur ljóstrað því upp við fjölmiðla að undanförnu að Spears hafi mikinn áhuga á líkamlegu samneyti við konur og gaf Britney þeim sögusögnum byr undir báða vængi þetta kvöld. Söngkonan dansaði á mjög eggjandi hátt við kven- kyns dansara, fékk að máta ansi efnislítinn fatnað nýjustu „vinkonu“ sinnar og hurfu þær síðan inn í glæsi- bifreið þegar nóttin var enn ung. Britney í heitum leik Lager Indriða klæðskera heitins er á leið til landsins frá Kaup- mannahöfn og verður til sölu í tvær vikur, frá næstkomandi sunnudegi til 3. mars, í Saltfélag- inu við Grandagarð 2. Verslun Indriða var áður á Skólavörðustígnum eða þar til hann flutti verslun sína til Kaup- mannahafnar í apríl í fyrra. Styrm- ir Goðason var Indriða innan hand- ar við rekstur verslanana, bæði hér heima og í Danmörku og hann ætlar að vera til staðar í Saltfélag- inu þessar tvær vikur. Styrmir segir að lagerinn sé ekki stór en eitthvað er til af öllu. „Eins og áður verður áherslan lögð á að leysa vandamál þeirra sem leggja leið sína til okkar en ég lærði sitt- hvað um lausnir vandamála af Indriða sjálfum. Kannski reyni ég að pranga inn á fólk ljótum slauf- um í leiðinni, það er nóg til af þeim,“ segir Styrmir, sem telur að nokkur hundruð skyrtur og um sextíu jakkaföt verði til sölu. Styrmir segir að töluvert hafi verið um að fólk hafi nálgast hann með fyrirspurnir um hvernig hægt sé að nálgast Indriða-skyrt- ur og þetta sé viðleitni til að koma til móts við þá. „Það hefur fullt af fólki haft samband og spurt hvort það verði eitthvað meira. Ég býst ekki við því að það verði haldið áfram að framleiða undir hans merkjum. Það eru fáir sem treysta sér í að halda áfram því sem hans fagmennska hafði upp á að bjóða,“ segir hann. Indriði klæðskeri lést í Kaupmannahöfn í lok síðasta árs, langt fyrir aldur fram. Lager Indriða til sölu Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa heiðrað leik- og söngkonuna Jennifer Lopez vegna nýjustu kvikmyndar hennar, Bordertown. Lopez er framleiðandi og aðal- leikkona myndarinnar, sem fjallar um rannsóknarblaðamann sem greinir frá raðmorðum á ungum konum. Gerist myndin í mexíkóska bænum Ciudad Juarez, þar sem mikið hefur verið um nauðganir og morð á konum frá árinu 1993. Til þessa hefur enginn sökudólgur fundist en talið er að morðin séu orðin nálægt 400 talsins. Lopez tók við verðlaununum á kvikmyndahátíðinni í Berlín af mikilli auðmýkt og sagði ástandið í Ciudad Juarez vera skelfilegt og raðmorðin mætti flokka sem glæpi gegn mannkyninu. Antonio Banderas og Martin Sheen fara með önnur aðalhlut- verk í myndinni. J-Lo heiðruð af Amnesty International Jesús bjargaði sveindómnum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.