Fréttablaðið - 16.02.2007, Síða 71

Fréttablaðið - 16.02.2007, Síða 71
Bikarúrslitaleikur kvenna í Laugardalshöll kl. 14 á laugardaginn Frímiðar á leikinn í boði Actavis! Styðjum stelpurnar! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 8 4 3 2 Þýski landsliðsmaður- inn Markus Baur verður ekki í herbúðum þýska liðsins Lemgo á næstu leiktíð. Samningur þessa 36 ára gamla miðjumanns rennur út í sumar og Lemgo hefur ákveðið að framlengja ekki samning sinn við Baur, sem var keyptur til félagsins árið 2001. Baur á að baki glæstan feril í þýsku deildinni sem og með þýska landsliðinu. Hann varð að sjálfsögðu heimsmeistari með landsliðinu á dögunum sem og Evrópumeistari árið 2004. Hann var einnig í silfurliði Þjóðverja á HM 2003 og á ólympíuleikunum 2004. Á leiðinni frá Lemgo Forkeppni fyrir aðalkeppni í svigi karla var haldin á HM í alpagreinum í Åre í Svíþjóð í gær. Ísland átti þrjá fulltrúa og komst einn þeirra, Björgvin Björgvins- son, áfram í aðalkeppnina. Björgvin var með rásnúmer 3 og lenti í ellefta sæti. 25 efstu komust áfram í aðalkeppnina. Gísli Rafn Guðmundsson lenti í 31. sæti en hann var einnig nálægt því að komast í aðalkeppni stórsvigsins. Þorsteinn Ingason féll úr leik í fyrri umferð. Aðalkeppnin í svigi karla verður á morgun en í dag verður keppt í svigi kvenna. Komst áfram í svigkeppnina Belgíski knattspyrnu- maðurinn Emile Mpenza hefur greint frá því að hann sé hárs- breidd frá því að ganga til liðs við Manchester City. Hann hefur sagt upp samningi sínum við Al- Rayyan í Katar. Samningurinn við City mun vera til fjögurra mánaða með þeim möguleika að framlengja til næstu þriggja ára ef hann stendur undir væntingum. Mpenza er 28 ára gamall. Á leið til City Keflavík og Haukar mætast í bikarúrslitaleik kvenna á laugardaginn og ætli Keflavíkur- konur sér sigur í leiknum þurfa þær að gera eitthvað sem þær hafa ekki afrekað í einn og hálfan áratug. Þær hafa ekki unnið úrslitaleik án Önnu Maríu Sveins- dóttur í 14 ár, eða síðan veturinn 1992-93. Keflavík var þá með yfir- burðalið og vann alla 18 leiki sína. Síðan þá hefur Keflavík aðeins unnið titil ef Anna María var með. Keflavík tapaði án Önnu Maríu í bikarúrslitunum 2001, hefur tapað öllum úrslitaleikjum sínum í Fyrirtækjabikar KKÍ án hennar og þá hafa allir sex leikir liðsins í lokaúrslitunum Íslandsmótsins tapast þegar Keflavíkurkonur hafa ekki getað leitað til Önnu Maríu inni á vellinum. Anna María Sveinsdóttir vann tólf Íslandsmeistaratitla og tíu bikarmeistaratitla með Keflavík, þar af lék hún 13 bikarúrslitaleiki. Anna María skoraði 201 stig í leikjunum þrettán og er stiga- hæsti leikmaður bikarúrslitaleiks karla og kvenna frá upphafi. Anna María hefur alls tekið þátt í 25 úrslitaleikjum eða úrslita- einvígum og unnið 20 þeirra. Það má segja að Helena Sverrisdóttir hafi tekið við krúnunni af Önnu Maríu því Haukar hafa unnið alla úrslitaleiki sína með hana innan- borðs. Helena hefur leikið frábær- lega í úrslitaleikjum sínum. Hún var með 22 stig, 11 stoðsendingar og 9 fráköst í bikarúrslitaleiknum 2005, skoraði 20 stig, tók 14 frák- öst og gaf 7 stoðsendingar í úrslita- leik Powerade-bikarsins 2005, var með 18 stig, 13 fráköst og 9,3 stoð- sendingar að meðaltali í lokaúr- slitum Íslandsmótsins 2006 og í eina úrslitaleik tímabilsins til þessa, úrslitaleik Powerade- bikarsins, skoraði hún 33 stig og gaf 12 stoðsendingar. Hafa ekki unnið án Önnu Maríu í 14 ár

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.