Fréttablaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 78
„Ég hef verið að reyna að koma á sambandi Mels Gibson og Bobby Fischer í tengslum við fyrirhug- aða mynd um Fischer og sögu hans. Gibson er áhugasamur um að framleiða slíka mynd og ég hef sagt Bobby að ég muni skrifa útlínur á eina síðu fyrir hann. Hver veit nema Mel heimsæki Fischer til Íslands fljótlega,“ segir Raul Rodriguez. Raul starfaði árum saman á Íslandi sem einkaþjálfari og er vel þekktur í þeim geira. Mikill vin- skapur tókst með honum og skák- snillingnum Bobby Fischer. Raul starfar nú sem einkaþjálfari í Los Angeles, á hinni þekktu Gold Gym líkamsræktarstöð, og fer vegur hans þar mjög vaxandi. En hann hugsar stöðugt til Íslands, til sona sinna tveggja og segist sakna þeirra. Þetta kemur fram í bréfi sem hann sendi til vina sinna á Íslandi. „En á tveim- ur mánuðum hefur mér tekist það sem eng- inn annar einkaþjálf- ari hér hefur afrekað í sögu Gold Gym sem er að slá metið hvað varðar inn- komu auk þess að vera valinn einkaþjálfari mánaðarins nú tvisvar í röð,“ segir Raul og skort- ir ekki metn- aðinn þar á bæ. Hann segist þegar vera viður- kenndur sem meðal þeirra bestu á sínu sviði í LA en verður ekki ánægður fyrr en hann verður tal- inn sá besti. „Leið mín á toppinn er svipuð því og var á Íslandi. Ég byrjaði hjá Magnúsi Scheving á Aerobic Sport og endaði hjá Bjössa í World Class. Listi A-viðskipta vina minna vex og má nefna Shawn Hatosy sem leikur nú í Alpha Dogs á móti Just- in Timberlake en ég er að skera hann niður fyrir hlutverk í mynd sem verið er að gera og heitir The Nobel Son. Ég er einnig að þjálfa Jerald- ine Saunders sem skapaði sjónvarps- þættina Love Boat en hún er gift hinum heimsþekkta stjörnuspekingi Sydny Omar. Og þá má nefna konung rómantíkur- innar – tískumódelið Fabíó.“ Góður vinskapur hefur tekist með Rodriguez og Fabíó sem er að hugsa um að skella sér til Íslands með Raul þegar hann kemur í sumar til að heimsækja syni sína. „Hann er enginn Fischer en mjög skemmtilegur,“ segir Raul Rodriguez og nefnir að síðustu en ekki sístan af lista viðskiptavina sinna Clay Adkins sem bað Raul um að gera með sér raunveruleika- sjónvarpsþátt um líkamsrækt. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Ekki er einu sinni kominn titill á bókina. Svo skammt er þetta á veg komið. En vinnuheitið er Veiðisög- ur Bubba,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri JPV útgáfu. Egill Örn og hans fólk hjá JPV er þegar farið að leggja drög að næstu jólavertíð. Og nú er verið að undirbúa bók sem byggð er á veiðisögum sem Bubbi Morthens hefur safnað í sarpinn undanfarin ár. Bubbi er annálaður sögumaður og veiðisögur er eitt form frásagn- arlistarinnar sem seint verður ofmetið. Sannleiksgildið er upp og ofan en Bubbi, sem hefur staðið við árbakkann árum saman og er annálaður sögumaður, styðst þó við raunverulega atburði. Í samtali við blaðamann Frétta- blaðsins segir Bubbi Morthens kappnóg komið af veiðibókum sem fjalla um hina fræðilegu hlið stangveiða. Hins vegar sé þetta brunnur sem fáir hafa leitað í. Og Bubbi segir sögu, til sýnishorns, af manni sem hann hitti á bökkum ónefndrar laxveiðiár, sem hafi verið aðframkominn af sígarettu- reykingum – gat vart dregið and- ann. Hann sagði Bubba hins vegar að sá sem hefði þraukað sem hann hefði minnstar áhyggjur af sígar- ettum. Var þar þá kominn Pólverji sem hafði lifað af helförina, öll fjölskyldan hafði verið drepin í Dachau en það vildi honum til lífs að stjórnandi þar var eitthvert drengjakórafrík og lét hann syngja fyrir sig. Þegar Rússarnir komu voru Pólverjarnir reknir til Síber- íu þaðan sem okkar maður strauk. Og sá þá á túndrunum lax og hafði hann til marks um frelsið sjálft. Og sór þess eið að myndi hann lifa af og efnast yrðu laxveiðar það sem hann myndi fást við. „Magnað,“ segir Bubbi sem leitar til vinkonu sinnar Silju Aðal- steinsdóttur varðandi yfirlestur. Jafnvel mun Tolli bróðir Bubba skreyta bókina með teikningum þegar þar að kemur. Veiðisögur Bubba koma út í haust „Hann kom mér fyrir sjónir eins og venjulegur maður í fríi með börnunum sínum,“ segir June Clark í Skautahöllinni í Laugardal sem tók á móti stórleikaranum Jude Law á þriðjudag. Jude Law eyddi um klukkustund á svellinu í Laugardal með börnum sínum þremur og barnfóstru, en eins og Fréttablaðið hefur greint frá er hann hér í vikulöngu fríi. „Það þekkti hann enginn þegar hann kom hingað og hann fékk alveg að vera í friði. Það var líka bara einn bekkur af skólakrökkum hér,“ segir June Clark enn fremur. Koma Jude Law hingað til lands hefur vakið mikla athygli eftir að Fréttablaðið sagði frá ferðum hans. Law er þekktur kvennaljómi og bjuggust margir við því að hann myndi láta sjá sig á skemmti- stöðum borgarinnar. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er það þó ekki á döfinni, hér ætlar hann bara að njóta lífsins í róleg- heitum með börnum sínum. June Clark segir leikarann hafa komið vel fyrir en neitar því að hann hafi heillað hana upp úr skón- um. „Ég er nú bara kona á besta aldri svo það var ekkert svoleiðis. En þetta er myndardrengur.“ Jude Law á skautum í LaugardalGnoðavogi 44, s. 588 8686. Opið alla laugardaga 11-14 SÚR HVALUR - SÚRT RENGI HARÐFISKUR ...fær Siv Friðleifsdóttir, sem er rífandi stolt af norskættuðu nafni sínu og lætur það ekki á sig fá að Mannanafnanefnd hafi úrskurðað það ólöglegt. FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.