Fréttablaðið - 24.02.2007, Side 8
www.lysi.is
Omega-3
F I S K I O L Í A
Gjöf náttúrunnar til þín
Má taka með lýsi.
Omega-3 fiskiolía byggir upp ónæmiskerfið
á marga vegu og hefur jákvæð áhrif á:
Omega-3 fiskiolía inniheldur hátt hlutfall Omega-3
fitusýra, einkum EPA og DHA sem eru okkur
lífsnauðsynlegar.
Fjöldi rannsókna víða um heim hafa sýnt fram á
jákvæða eiginleika þeirra fyrir heilsuna.
sjón
hjarta og æðakerfi
blóðþrýsting
kólesteról í blóði
liði
rakastig húðarinnar
minni
andlega líðan
námsárangur
þroska heila og
miðtaugakerfis
á meðgöngu
Fi
to
n/
S
ÍA
„Bíðið þið bara, við
erum rétt að byrja,“ sagði Stein-
grímur J. Sigfússon, formaður
Vinstri grænna, við andstæðinga
flokksins í lok setningarræðu sinn-
ar á landsþingi VG sem hófst á
Grand hóteli í gær. „Við erum tilbú-
in, við bjóðum fram krafta okkar,
þið vitið hvar þið hafið okkur,“
sagði hann og beindi orðunum til
þjóðarinnar.
Hann sagði bullandi stemningu í
samfélaginu fyrir að fella ríkis-
stjórnina. „Þjóðin vill breytingar
og forsendan fyrir þeim er að fella
ríkisstjórnina. Án þess að koma rík-
isstjórninni frá verður engin sú
stefnubreyting á sviði velferðar-
mála, umhverfismála, utanríkis-
mála, jafnréttismála og svo fram-
vegis, sem við þurfum svo sárlega
á að halda.“
Hann nefndi hver helstu verk-
efni flokksins yrðu á fyrstu þremur
til fjórum mánuðum sem hann væri
við völd ef umskipti verða í stjórn-
málum landsins. Bar þar helst að
nefna svokallað stjóriðjustopp, sjö
milljarða króna árlega fjárveitingu
til heildarsamtaka aldraðra og
öryrkja, og úrfellingu á lögum „sem
að óbreyttu einkavæða vatnið í
haust“.
Einnig sagði hann að flokkurinn
myndi færa þjóðinni aftur Ríkisút-
varpið, þannig að í síðasta lagi um
næstu áramót væri það aftur orðið
að raunverulegu almenningsút-
varpi. Fullt jafnræði karla og
kvenna yrði þar að auki tryggt í
ríkisstjórn. Steingrímur gerði trú-
verðugleika og sjálfsvirðingu
stjórnmálaflokka að umræðuefni í
ræðunni sinni. „Stjórnmálahreyf-
ing sem glatar sjálfsvirðingu sinni
hefur um leið fyrirgert tilverurétti
sínum. Ég trúi því staðfastlega að
það sé eftirspurn eftir heiðarleika
og málefnabundnum, skýrum
áherslum í stjórnmálum líðandi
stundar,“ sagði hann.
„Við munum þess vegna halda
okkar striki í kosningabaráttunni
sem fram undan er, þora að nota
okkar aðferðir, halda okkur við
málefnin hvað sem öðru líður og
hvað sem aðrir gera.“
Landsþingið, sem hófst í gær,
stendur fram á sunnudag. Það er
stærsta samkoma sem VG hefur
staðið fyrir að sögn Steingríms.
Segir þjóðina
vilja breyta til
„Þið vitið hvar þið hafið okkur,“ sagði Steingrímur J.
Sigfússon þegar hann setti landsþing VG í gær. Fyrstu
verkefni flokksins í ríkisstjórn verða að stöðva stór-
iðju og gera RÚV aftur að þjóðarútvarpi, sagði hann.
Fimm hundruð leik-
skólabörn sungu saman lagið
Meistari Jakob á frönsku í
íþróttamiðstöð Austurbergs
Breiðholts í gær. Skemmtunin
var liður í Vetrarhátíð sem nú
stendur yfir í Reykjavík.
Frú Vigdís Finnbogadóttir
leiddi sönginn ásamt kór eldri
borgara og Vilhjálmi Þ. Vil-
hjálmssyni borgarstjóra. Sendi-
herra Frakklands, Nicole Miche-
langeli, var viðstaddur og hlýddi
á flutning krakkanna.
Börnin æfðu sönginn á
frönsku í þrjár vikur. Þau létu þó
ekki frönskuna duga því þau eru einnig búin að læra lagið á spænsku og
ensku og hafa hug á að bæta kínversku útgáfunni við.
Fjöldasöngur á frönsku
Smail
Tulja, 67 ára gamall maður
sem handtekinn var í
Svartfjallalandi, er grun-
aður um að hafa myrt að
minnsta kosti sjö konur í
Belgíu, Bandaríkjunum og
Albaníu.
Tulja var handtekinn í
síðustu viku á heimili sínu
í Podgorica, höfuðborg
Svartfjallalands. Hann er
grunaður um að hafa myrt
fimm konur í Belgíu á
árunum 1996-97 og skilið
líkamshluta þeirra eftir í
ruslatunnum.
Einnig er hann grunað-
ur um morð á tveimur
konum í Albaníu á síðasta
ári. Þá er hann grunaður
um að hafa myrt rúmlega
sextuga konu í Bandaríkj-
unum árið 1990 þegar hann
bjó þar vestra.