Fréttablaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 10
 Læknafélag Íslands telur efnahags- og við- skiptanefnd ganga erinda trygg- ingafélaganna. Þetta kemur fram í umsögn sem félagið sendi frá sér í gær vegna nýs frumvarps um breytingu á lögum um vátrygg- ingasamninga. Gunnar Ármanns- son, framkvæmdastjóri Læknafé- lagsins, segir það fyrst og fremst gera athugasemdir við tvennt í frumvarpinu. „Annars vegar er heimild sem verið er að setja í lögin sem heimilar einstaklingum að leggja fram staðfestingu á því að þeir séu ekki haldnir tilteknum sjúkdómi. Við teljum hana mjög varasama því þá er hægt að skipta fólki í tvo hópa, þá sem eru stað- festir sjúkdómsfríir og svo hina, sem eru ekki endilega haldnir neinum sjúkdómum.“ Einnig er gerð athugasemd við að það skuli verða heimilt að krefja vátryggingataka um heilsufars- upplýsingar skyldmenna án þess að þau gefi samþykki fyrir því. Gunnar segir þetta í beinni and- stöðu við lögin eins og þau eru. „Þar segir að það eigi að gefa rétt- ar og tæmandi upplýsingar. Ef samþykki þess sem upplýsingarn- ar eru um liggur hins vegar ekki fyrir er engin trygging fyrir því að þær séu réttar og tæmandi.“ Læknafélagið lagði tillögur fyrir efnahags- og viðskiptanefnd um breytingar á þeirri upplýs- ingagjöf en fékk lítinn hljóm- grunn. „Þeim tillögum var eigin- lega tekið með grjótkasti. Það var ekkert tillit tekið til þess sem við vorum að leita eftir heldur þvert á móti farið eftir tillögum vátrygg- ingafélaganna.“ Valgeir Pálsson, stjórnarmaður í Samtökum fjármálafyrirtækja, segir þessar ásakanir læknafé- lagsins koma sér á óvart og sýna ekki fullan skilning á málinu. Hann hafnar því algerlega að nefndin gangi erinda tryggingafé- laganna. „Tryggingafélögin eru ekki að fara fram á þessa staðfest- ingu sem læknafélagið talar um, né ætlum að nýta þá heimild með þessum hætti. Þá værum við að skipta viðskiptavinum okkar í tvo hópa og við höfum engan hug á því, enda gæti það einfaldlega ekki gengið upp.“ Hann segir að upplýsinga um heilsufar skyldmenna hafi verið aflað um áratugaskeið og hafi ekki valdið neinum ágreiningi hingað til. Það sé því ekki verið að rýmka neinar heimildir heldur verið að skýra betur út hvað löggjafinn eigi við í eldri lögum. Læknar gera aðfinnslur við frumvarp Læknar segja efnahags- og viðskiptanefnd ganga erinda tryggingafélaga í nýju frumvarpi. Trygginga- félögin hafna ásökunum og segja þær koma á óvart. Bandarískur her- dómstóll dæmdi í gær Paul E. Cort- ez, 24 ára bandarískan hermann, í 100 ára fangelsi fyrir að hafa í mars á síðasta ári, ásamt fjórum félögum sínum, nauðgað 14 ára íraskri stúlku og síðan myrt bæði hana og fjölskyldu hennar. Einn félaga hans og jafnaldri, James Barker, hefur áður hlotið 90 ára fangelsi fyrir sinn hlut í glæp- unum, sem þykir eitt versta voða- verkið sem bandarískir hermenn hafa framið í Írak. Hvorugur þeirra segist þó hafa framið morð- in, heldur hafi þriðji hermaðurinn, Steven D. Green, skotið bæði stúlk- una, systur hennar og foreldra á heimili þeirra í Mahmoudiya. Að ódæðinu loknu reyndu þeir að brenna lík stúlkunnar. Þeir brenndu síðan sín eigin föt og hentu morðvopninu í skurð. Tárin streymdu niður vanga Cortez þegar hann játaði sekt sína fyrir dómi og baðst afsökunar á gerðum sínum, sem hann sagðist ekki hafa neina skýringu á. Fram kom í réttarhöldunum að hermennirnir hefðu verið úrvinda af þreytu og undir gífurlegu álagi. „Þetta er ekki einsdæmi. Við höfum séð svona í öðrum stríðum,“ sagði sálfræðingur að nafni Charl- es Figley, sem bar vitni sem sér- fræðingur. Saksóknarar sögðu álagið enga afsökun. Þrír hermann- anna bíða enn réttarhalda. Héraðsdómur Reykjaness hefur fellt dóm yfir sexmenningun- um í Árnesgenginu sem fór ráns- hendi um landið síðastliðið haust. Afbrotahrinu hópsins lauk um miðj- an september árið 2006 þegar með- limir hópsins voru handteknir eftir að hafa brotist inn í félagsheimilið Árnes í Gnúpverjahreppi. Í Árnes- genginu eru þrír strákar, sem allir hlutu óskilorðsbundna fangelsis- dóma, og þrjár stúlkur. Sigurbjörn Adam Baldvinsson, sem er 22 ára, fékk átján mánaða fangelsisdóm fyrir sex þjófnaðar- brot. Hann var einnig fundinn sekur um fjársvik og fíkniefnabrot auk fleiri brota. Davíð Þór Gunnarsson, sem er 19 ára, fékk fimmtán mánaða dóm fyrir sex þjófnaðarbrot, nytjastuld og fjársvik auk fleiri brota. Hann rauf skilorð með brotum sínum. Þriðji maðurinn, Jón Einar Randversson, sem er 24 ára, fékk sex mánaða dóm fyrir fjögur þjófn- aðarbrot. Dómurinn bættist við fjórtán mánaða dóm sem Jón fékk í nóvember síðastliðnum vegna lík- amsárása og fleiri brota. Hann hefur fimm sinnum hlotið dóma frá 1998 vegna alls kyns brota. Í öllum tilfellum voru dómarnir þyngdir vegna þess að brotin voru framin í félagi við aðra. Stúlkurnar þrjár í Árnesgeng- inu fengu allar skilorðsbundna fangelsisdóma fyrir þátttöku sína í hluta brotanna. Þær eru á aldrinum sautján til 22 ára. Engin þeirra hefur áður hlotið refsingu og var horft til þess og ungs aldurs þeirra þegar refsingin var ákveðin. Fóru ránshendi um landið Fjörutíu og sex ríki samþykktu í gær yfirlýsingu um bann við klasasprengjum. Í yfir- lýsingunni er hvatt til þess að alþjóðlegur sáttmáli um slíkt bann verði gerður árið 2008 og verði hann lagalega bindandi. Yfirlýsingin er afrakstur ráð- stefnu, sem boðað var til í Nor- egi nú í vikunni. Alls sóttu full- trúar 49 ríkja ráðstefnuna, en þrjú þeirra samþykktu ekki loka- yfirlýsinguna. Sum helstu vopnaframleiðslu- ríki heims, svo sem Bandaríkin, Rússland, Ísrael og Kína, sáu ekki ástæðu til að vera með á ráðstefnunni. Í bænum Buffalo í New York-ríki gengur lausum hala ógnvaldur mikill sem lögreglan kallar „faðmlagaþrjótinn“. Þrjótur- inn er reyndar kvenkyns og stundar það að faðma fulla karla að næturlagi og ræna þá veskinu í leiðinni. Hún situr fyrir þeim þegar þeir koma út af knæpum og „passar sig á því að þeir séu orðnir haugafull- ir“, segir Tom Donovan lögreglu- maður. Tugir manna segjast hafa orðið fyrir barðinu á henni, en lögreglan segist viss um að fórnarlömbin séu enn fleiri. Sumir skammist sín bara of mikið til að viðurkenna það. Faðmar þétt og rænir veskjum Norræni myndabankinn Nordicphotos hefur verið kærður til siðaráðs auglýsingageirans í Svíþjóð vegna auglýsingar sem hefur verið send til hönnuða og auglýsingafólks. Í einni auglýs- ingunni er mynd af karlmanni sitjandi á bar með konur í bikiníi við hvora hlið. Í Expressen segir að um sænskan athafnamann og vændiskonur í Taílandi sé að ræða. Arnaldur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Nordicphotos, segir að tíu kvartanir hafi borist vegna auglýsingarinnar en hún hafi verið send til mörg þúsund manns. Myndin sé ekki af sænskum athafnamanni. „Okkur finnst þetta rosalega leiðinlegt og erum búnir að biðjast afsökunar. Þetta átti bara að vera góðlátlegt grín og var ekki illa meint,“ segir hann. Kærður fyrir auglýsingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.