Fréttablaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 12
Dr. Jóhanna Barð- dal málvísindamaður hlaut á dögunum hæsta rannsóknarstyrk sem ís- lenskum málvísindamanni hefur hlotnast til þessa. Stjórn Trond Mohn-sjóðsins í Björgvin í Noregi úthlut- aði 60 milljónum norskra króna til vísindarannsókna og hlaut verkefni Jóhönnu styrk upp á 12,3 milljónir norskra króna, eða nærri 135 milljónir íslenskra króna. Verkefnið, sem er alþjóðleg rannsókn, snýst um sögulega þróun setn- ingagerða í indóevrópskum tungumálum og þar leikur íslenska lykilhlutverk. „Það er auðvitað stórkostleg viður- kenning að fá þennan styrk og kemur verulega á óvart hér úti að við fáum alla þessa peninga til tungumálarannsókna,“ segir Jóhanna Barðdal, sem starfað hefur við Háskólann í Björgvin undanfar- in þrjú og hálft ár við kennslu og fræðistörf. Hún vísar þar til þess að rann- sóknir á sviði hugvísinda hafa yfir- leitt fengið minni og færri styrki en raunvísindarannsóknir. „Ég finn fyrir mikilli og almennri ánægju með að við fengum þennan styrk og fólk er enn að óska mér til ham- ingju.“ Trond Mohn-sjóðurinn, eða Bergen Research Foundation eins og hann heitir, var stofnaður 2004 af norska viðskiptajöfrinum Trond Mohn sem býr í Björgvin. Hann gaf 250 millj- ónir norskra króna til stofnunar sjóðsins árið 2004 en það eru ríf- lega tveir og hálfur milljarður íslenskra króna. Sjóðurinn er í umsjón Háskólans í Björgvin og leggur háskólinn einnig fjármuni til þeirra verkefna sem sjóðurinn styrkir. „Það bárust alls 39 umsóknir um styrki til sjóðsins að þessu sinni og af þeim voru níu valdar til frekari kynningar fyrir stjórn sjóðsins. Að henni lokinni var svo tekin ákvörð- un um hvaða verkefni hlytu styrk,“ segir Jóhanna og bætir því við að lokaferlið hafi verið afar spennandi og tekið á taugarnar. „Í rauninni skipti verkefnið sjálft ekki bara sköpum heldur líka ferilskrá vís- indamannsins og það hvernig fólk kom fyrir við kynningu rannsókn- arverkefnisins og það tekur á þegar svona mikið er í húfi.“ „Við erum að skoða setningagerðir í indóevrópskum tungumálum þar sem frumlag og andlag eru ekki í dæmigerðum föllum, sem eru nefnifall sem frumlagsfall og þol- fall sem andlagsfall. Það eru þó ekki þessar dæmigerðu formgerð- ir sem ég hef mestan áhuga á að rannsaka heldur sjaldgæfari afbrigði af frumlagsfalli sem birt- ist í setningu á borð við „Okkur þykir hákarl góður,“ þar sem frum- lagið er í þágufalli,“ segir Jóhanna. Slík setningagerð hefur fyrir- fundist í flestum indóevrópskum tungumálum og ætlunin er að gera samanburðarrannsóknir á þessum tungumálum til að finna upphaf og síðan þróun þessarar setninga- gerðar. „Íslenskan er lykiltungu- mál hvað þetta snertir því það er svo mikið af þessum formgerðum í málinu, um þúsund sagnasam- bönd með þágufallsfrumlagi og um tvö hundruð með þolfallsfrum- lögum.“ Umfang rannsóknarinnar sést best á því að indóevrópsk tungumál samanstanda af ellefu málaflokk- um sem sýna mikil líkindi sín á milli. Kenningar eru uppi um að öll þessi mál séu upprunnin frá sömu frumtungunni, frumindóevrópsku, en nútímamálin, arfleifð frumindó- evrópskunnar eru töluð á svæði sem spannar Evrópu og Suðvestur- Asíu. Að sögn Jóhönnu gerðu evrópsk- ir málvísindamenn miklar saman- burðarrannsóknir á indóevrópskum málum á 18. og 19. öld en þær sner- ust aðallega um orðaforða, hljóð- kerfi og beygingar. „Við ætlum hins vegar að bera saman fallamynstur og skoða sagnir sem taka þessi mynstur og kanna hvort um sömu sagnirnar sé að ræða eða skyldar sagnir. Út frá því væri síðan hægt að finna út hversu gömul þessi falla- mynstur eru og hvort þau hafi hugs- anlega verið hluti af indóevrópska frumtungumálinu.“ Jóhanna segir að ætlunin sé enn fremur að kanna sannleiksgildi kenninga sem ganga út frá því að þágufallsfrumlög hafi upphaflega verið einhvers konar andlög, sem síðan hafi breyst og orðið frumlög. „Ein leið til þess er að bera saman sagnasambönd sem taka þágufalls- frumlög og skoða þróun þeirra frá elstu indóevrópsku málunum til þeirra yngri.“ Í því sambandi nefnir Jóhanna fornindverska tungumálið sanskrít sem var talað á Indlandi fyrir 3-4 þúsund árum. „Til stendur að kanna hvort þar koma fyrir sagnir með þessum fallamynstrum og ef þær finnast ekki, hefur þetta þróast síðar og þá þarf að finna hver sú þróun hefur verið. Og það gerum við með því að bera saman öll tungumálin, finna hvað þau eiga sameiginlegt því það sem er sam- eiginlegt tungumálunum hefur að öllum líkindum verið til í frummál- inu. Ef þessi fallamynstur finnast aftur á móti ekki er ólíklegt að þau hafi verið til í frummálinu.“ Að þessu leyti segir Jóhanna að um brautryðjendarannsókn sé að ræða. „Þær rannsóknir sem áður hafa verið gerðar á indóevrópsk- um tungumálum hafa ekki náð til þessara þátta og það er þetta sem gerir þessa rannsókn svo sérstaka og spennandi.“ Hún gerir ekki ráð fyrir að sjálf rannsóknin geti hafist fyrr en vorið 2008, en undirbúningur hefjist þó strax í haust. „Við Þórhallur Eyþórsson málfræðingur, sem kemur til með að vinna að þessu verkefni á Íslandi, munum kynna það á alþjóðlegri ráðstefnu í sögu- legum málvísindum í Kanada í haust. Síðan á þetta eftir að vekja enn meiri athygli vonandi þegar við förum að birta greinar um framvindu rannsóknarinnar.“ Fjölmargir vísindamenn koma að rannsókninni auk Jóhönnu og Þór- halls en miðað er við að styrkurinn dugi til að greiða fjórar rannsókn- arstöður í Noregi og þar af tvær stöður doktorsnema. Aðrir fræði- menn sem að þessu koma eru frá Ítalíu, Hollandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. En af því að styrkurinn miðast bara við þessar fjórar stöður í Nor- egi verða þessir vísindamenn að afla sér styrkja sjálfir til að taka þátt í verkefninu og það gildir líka fyrir Þórhall Eyþórsson. „Forsend- urnar fyrir því að Ísland geti tekið þátt í þessu verkefni eru að til þess fáist peningar heima. Ef Ísland ætlar að taka þátt í stórum rann- sóknarverkefnum af þessu tagi, verður að koma til fjármagn. Hluti af því að koma Háskóla Íslands í fremstu röð er meðal annars alþjóð- legt samstarf, það er mikilvægt að vera sýnilegur á alþjóðavettvangi,“ segir Jóhanna. Sjálf ætlar hún ekki að láta staðar numið í fjáröflun til rannsóknar- innar þó svo að allir þessir pening- ar hafi þegar fengist til verksins. Ætlunin er að sækja um styrk til Rannsóknarráðs Noregs og hins nýstofnaða Evrópska rannsókna- ráðs en þar hafa opnast nýjar leiðir til að sækja um hugvísindastyrki til grunnrannsókna af þessu tagi. „Það er ljóst að fjögur ár duga ekki til að ljúka þessu verkefni og nauðsyn- legt að stækka það og fá til liðs við sig fleira fólk með fjölbreyttan tungumálabakgrunn. Og til þess þarf meiri peninga. Markmiðið er að geta lengt þetta í sex ár,“ segir Jóhanna Barðdal. Okkur þykir hákarl góður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.