Fréttablaðið - 24.02.2007, Qupperneq 18
Alkunna er að Árni nokkur John-sen var sakfelldur af dómstól-
um og sagði af sér þingmennsku
fyrir fáeinum árum. Hefði almenn-
ingur fengið að ráða, hefði nefnd-
um Árna verið dýft í tjöru, hann
makaður fiðri og settur í gapastokk
á Austurvelli. Árna var úthúðað af
almenningi sem hinum versta
ódrætti. Þessi sami almenningur
komst að þeirri niðurstöðu nú fyrir
skömmu, að Árni þessi sé slíkur
afbragðsmaður að hann skuli setj-
ast á sjálft Alþingi Íslendinga á
nýjan leik hið fyrsta.
Framangreint er dæmi-
gert fyrir afstöðu almenn-
ings til sakamála hérlendis.
Fyrst krefjast menn þyngstu
refsingar en vilja svo jafn-
vel sýkna viðkomandi, þegar
mesti móðurinn rennur af
þeim. Það er nákvæmlega af
þessum sökum sem réttar-
vitund almennings er ekki gild
réttarheimild hérlendis. Dómstól-
ar eiga ekki, og mega ekki dæma
eftir upphlaupi almennings eða
fjölmiðlafári. Afleiðing af slíku
yrði eins og ef grínfígúran Ragnar
Reykás væri við dómstörf.
Það er grundvallaratriði í
réttarríki að samkvæmni sé í
dómum. Stórslysauppsláttur
Morgunblaðsins á forsíðu 2.
febrúar sl. með myndum af
fimm af dómurum Hæsta-
réttar er því í raun stórslys
fyrir Morgunblaðið sjálft og
langt fyrir neðan virðingu
blaðsins en tilefnið var mild-
un dóms í samræmi við fyrri
dómaframkvæmd. Nákvæm-
lega það sem dómararnir áttu að
gera miðað við óbreytt lög og
aðstæður. Það er svo allt annað
mál hvað mönnum finnst um refsi-
pólitík í einstökum brotaflokkum.
Óskum um breytingar á refsing-
um á að beina til Alþingis en ekki
dómstóla.
Höfundur er
löggiltur fasteignasali.
Dómstóll götunnar
A
llir
viðmæl-
endur
Frétta-
blaðsins
vegna manns
vikunnar að þessu
sinni eru á einu máli
um að ef einhver
maður er réttur
maður á réttum stað
nú um stundir, þá er
það Arngrímur
Ísberg, dómari við
Héraðsdóm Reykja-
víkur.
Arngrímur þykir
hafa farið á kostum
sem dómsformaður í
Baugsmálum hinum
síðari, sem nú standa
yfir í héraðsdómi.
Bæði þykir hann sýna
festu og röggsemi
eins og við var að
búast en sömuleiðis
hefur hinn lunkni
húmor sem hann býr
yfir fengið að njóta
sín. Flestir viðmæl-
enda segja reyndar að
Arngrímur fari allt of
sparlega með þann
næma og skemmti-
lega húmor sem
honum er í blóð
borinn. Faðir hans,
Jón Ísberg, sýslumað-
ur á Blönduósi, þótti
með eindæmum
skemmtilegt yfirvald
þar nyrðra á sínum
tíma og Arngrímur á
því ekki skopskynið
langt að sækja. Hann
er sagður orðheppinn
og kemur vel fyrir sig
orði, rökfastur og
skýr í framsetningu;
allt kostir sem prýða
mega góðan dómara.
Og það segir sitt um
það traust sem á
Arngrími ríkir sem
dómara að honum eru
falin hin stóru og
flóknu dómsmál;
þannig var hann einn
af þremur dómurum í
Hafskipsmálinu
sællar minningar.
Arngrímur er alinn
upp norður á Blöndu-
ósi, kominn af lög-
mönnum og sýslu-
mönnum í ættir fram,
og er sagður hafa
tekið stefnuna á
lögmennsku ungur að
árum. Hann var
bókgefinn í æsku,
rólegur og yfirvegað-
ur; hafði eiginlega á
sér fas embættis-
mannsins sem hann
síðar varð frá unga aldri.
Hann gekk í Menntaskólann á Akureyri á þeim
árum sem hippamenningin reis hvað hæst með
tilheyrandi uppreisn æskunnar. Arngrímur tók hins
vegar aldrei þátt í neinu slíku, né eltist hann við
tísku tíðarandans. Safnaði ekki hári, gekk ekki í
lopapeysum né blúnduskyrtum og átti aldrei
alpahúfu svo eitthvað sé nefnt af því sem einkenndi
tískuna á árunum kringum 1970. Námið átti hug
hans allan, en hann var þó fjarri því einhver
mannafæla og gat
verið manna hressast-
ur ef því var að skipta
í góðra vina hópi. Það
fór þó aldrei úr
böndunum eins og
einn viðmælenda
orðaði það.
Laganám tók við
hjá Arngrími eftir
stúdentspróf og hann
tók námið strax
föstum tökum og þótti
mönnum sýnt að hann
stefndi beint á
dómarastörf eins og
síðar kom á daginn.
Eðli sínu trúr hafði
Arngrímur sig lítt í
frammi á háskóla-
árum; skólafélagar
lýsa honum einmitt
sem frekar dulum
öndvegisdreng og
kurteisum mann-
kostamanni, traustum
félaga, sem hafði
markað sér braut í
lífinu. Samt er hann
alls ekki talinn
framapotari, öll þau
ábyrgðarstörf sem
honum hafa verið
falin eru tilkomin
vegna þeirra kosta
sem hann býr yfir.
Eftir lögmanns-
próf 1977 hélt
Arngrímur til Noregs
og lagði þar stund á
framhaldsnám í
sjórétti og síðar lá
leiðin til Þýskalands
að nema réttarsögu.
Eftir að hann kom
aftur heim starfaði
hann um skeið sem
fulltrúi hjá föður
sínum, sýslumannin-
um á Blönduósi, og
einnig hjá sýslumann-
inum í Barðastrandar-
sýslu og hjá lögregl-
unni í Reykjavík.
Dómaraferill
Arngríms hófst svo
1986 er hann var
skipaður sakadómari í
Reykjavík og 1992
var hann skipaður
dómari við Héraðs-
dóm Reykjavíkur
þegar hann tók til
starfa. Arngrímur
þykir hafa staðið sig
vel sem dómari, verið
farsæll í starfi og vel
liðinn; er sagður
heiðarlegur, fastur
fyrir og einn af
stærstu kostum hans
þykir sá að hann fer
aldrei í manngreinar-
álit, fyrir honum eru
allir jafnir.
Arngrímur er sagður farsæll maður í einkalífi,
konu sinni Leu Marjöttu, kennara og þýðanda frá
Finnlandi, kynntist hann á námsárum í háskóla og
eiga þau þrjú uppkomin börn. Í tómstundum sinnir
Arngrímur hestamennsku en áhugi hans á hestum
og dýrum ku hafa fylgt honum frá blautu barns-
beini og hann er mikill dýravinur. Hann er líka
áhugamaður um útivist og hefur gaman af að ganga
á fjöll. Þau hjónin ferðast líka talsvert til útlanda og
er Finnland ofarlega á blaði eins og nærri má geta.
Allt sem prýða má dómara
„Ekki verður deilt við
dómarann, Jón Gerald
fer út.“
„Hann var harðari
sjálfstæðismaður
en ég í þá daga.“
Fræðslufundaröð SPRON
Fræðslufundir
SPRON
um fjármál
einstaklinga og heimila
Undanfarnar vikur hefur SPRON
boðið viðskiptavinum sínum til
fræðslufunda um fjármál heimilanna og
sparnað og fjárfestingar. Nú eru
fram undan fundir um lífeyrismál og
skattaskil á Hótel Nordica.
Lífeyrismál
27. febrúar kl. 17–19
Skattaskil
13. mars kl. 17–19
Nánari upplýsingar og skráning á spron.is
eða í þjónustuveri í síma 550 1400.
A
RG
U
S
07
-0
09
2