Fréttablaðið - 24.02.2007, Side 19

Fréttablaðið - 24.02.2007, Side 19
[Hlutabréf] Hlutabréf í Aktiv Kapital féllu í verði um 9,6 prósent eftir að félag- ið birti ársuppgjör fyrir árið 2006 sem sýndi 3,3 milljarða króna tap fyrir skatta. Þar af var tapið á fjórða ársfjórðungi tæpir 1,4 millj- arðar. Þetta er töluverður viðsnúning- ur til hins verra frá árinu 2005 þegar hagnaðurinn nam 2,5 millj- örðum eftir skatta. Aktiv Kapital er fjármálafyrir- tæki sem sérhæfir sig í innheimtu á viðskiptakröfum og starfar í tíu löndum. FL Group er annar stærsti hluthafinn með 13,3 prósenta hlut. Rekstrartekjur norska félags- ins námu 15,8 milljörðum króna í fyrra. Hlutabréf féllu í Aktiv Kapital Tekjur breska hergagnaframleið- andans BAE Systems tæplega þre- faldaðist á síðasta ári. Mestu munar um aukna sölu á hergögn- um til bandaríska hersins í fyrra og sölu félagsins á 20 prósenta hlut í evrópska flugvélaframleið- andanum Airbus til EADS, móður- félags Airbus. Tekjur BAE Systems, sem er einn stærsti hergagnaframleið- andi Bretlands, námu 1,64 millj- örðum punda, jafnvirði 213,5 millj- arða íslenskra króna, samborið við 553 milljónir punda, eða 72 milljarða króna, árið 2005. Þar af námu tekjur félagsins vegna sölu á hlut þess í Airbus 925 milljónum punda, ríflega 120 milljörðum íslenskra króna. BAE skilaði af sér góðu ári Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands stendur í nýjum methæðum eftir töluverða hækkun á hlutabréfa- markaði í gær. Vísitalan hækkaði þá um 1,25 prósent og stóð í 7.446 stigum. Þar með nemur hækkun árs- ins 16,16 prósentum sem er orðin meiri hækkun en á öllu árinu í fyrra. Þá var ávöxtun Úrvalsvísi- tölunnar 15,8 prósent. Til samanburðar settu grein- ingardeildir viðskiptabankanna fram spár í upphafi árs um að Úrvalsvísitalan myndi hækka um 20-25 prósent á árinu 2007. Fimm fyrirtæki hafa hækkað um fimmtung eða meira það sem af er ári. Þau koma öll úr fjármálageir- anum og eru: Exista, FL Group, Glitnir, Landsbankinn og Straumur-Burðarás. Exista er hástökkvari ársins með um 28 prósenta hækkun. Kaupþing, verðmætasta félag- ið í Kauphöllinni, hefur hækkað um 19,4 prósent á árinu. Meiri hækkun en allt árið 2006 Fimm fyrirtæki úr fjármálageiranum hafa hækkað um fimmtung á árinu. Hagnaður samstæðu Milestone nam 21,4 milljörðum króna eftir skatta á árinu 2006, samkvæmt uppgjöri sem birt var í gær. Í lok síðasta árs var arðsemi eigin fjár Milestone 92 prósent og heildareignir námu ríflega 170 milljörðum króna, jukust um 102 prósent á árinu. Eigið fé samstæð- unnar nam ríflega 43,7 milljörðum króna og hafði aukist um 69 pró- sent frá því í byrjun ársins. „Vöxtur hefur einkennt efna- hag samstæðunnar á undanförn- um árum með fjárfestingum og styrkingu eiginfjár. Heildareignir samstæðunnar hafa frá upphafi árs 2005 vaxið úr tæplega 11,4 milljörðum í rúmlega 170 millj- arða, þar af 85,7 milljarða á árinu 2006,“ segir félagið. Kjarnafjárfest- ingar skila sér * Flugvallarskattar eru ekki innifaldir: Baltimore, 13.470 kr., Glasgow, 8.860 kr., Amsterdam, 8.080 kr. og Osló, 7.180 kr. Útreikningur á skatti er háður gengi. Með því að bóka á www.vildarklubbur.is sparast 2.000 kr. þjónustugjald. Einnig er hægt að bóka í síma 50 50 100 gegn 2.000 kr. þjónustugjaldi. Sölutímabil: Mánudagur 26. febrúar og þriðjudagur 27. febrúar. Ferðatímabil: Apríl og maí 2007. Barnaafsláttur Vildarklúbbsins gildir í þessu tilboði. + Nánari upplýsingar á www.vildarklubbur.is Vildarklúbbur S IA .I S I C E 3 64 02 0 2 /0 7 BALTIMORE aðeins 25.000 Vildarpunktar* HELMINGSAFSLÁTTUR AF VILDARFERÐUM TIL VALINNA ÁFANGASTAÐA ICELANDAIR Í APRÍL OG MAÍ AMSTERDAM aðeins 19.000 Vildarpunktar* GLASGOW aðeins 19.000 Vildarpunktar* OSLÓ aðeins 19.000 Vildarpunktar* ‘07 70ÁR Á FLUGI MINNEAPOLIS – ST. PAUL ORLANDO BOSTON HALIFAX GLASGOW LONDON STOKKHÓLMUR HELSINKI KAUPMANNAHÖFN OSLÓ BERLÍN FRANKFURT MÜNCHEN MÍLANÓ AMSTERDAM BARCELONA MADRÍD MANCHESTER PARÍS NEW YORK BALTIMORE – WASHINGTON BERGEN GAUTABORG REYKJAVÍK ÍSLAND

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.