Fréttablaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 19
[Hlutabréf] Hlutabréf í Aktiv Kapital féllu í verði um 9,6 prósent eftir að félag- ið birti ársuppgjör fyrir árið 2006 sem sýndi 3,3 milljarða króna tap fyrir skatta. Þar af var tapið á fjórða ársfjórðungi tæpir 1,4 millj- arðar. Þetta er töluverður viðsnúning- ur til hins verra frá árinu 2005 þegar hagnaðurinn nam 2,5 millj- örðum eftir skatta. Aktiv Kapital er fjármálafyrir- tæki sem sérhæfir sig í innheimtu á viðskiptakröfum og starfar í tíu löndum. FL Group er annar stærsti hluthafinn með 13,3 prósenta hlut. Rekstrartekjur norska félags- ins námu 15,8 milljörðum króna í fyrra. Hlutabréf féllu í Aktiv Kapital Tekjur breska hergagnaframleið- andans BAE Systems tæplega þre- faldaðist á síðasta ári. Mestu munar um aukna sölu á hergögn- um til bandaríska hersins í fyrra og sölu félagsins á 20 prósenta hlut í evrópska flugvélaframleið- andanum Airbus til EADS, móður- félags Airbus. Tekjur BAE Systems, sem er einn stærsti hergagnaframleið- andi Bretlands, námu 1,64 millj- örðum punda, jafnvirði 213,5 millj- arða íslenskra króna, samborið við 553 milljónir punda, eða 72 milljarða króna, árið 2005. Þar af námu tekjur félagsins vegna sölu á hlut þess í Airbus 925 milljónum punda, ríflega 120 milljörðum íslenskra króna. BAE skilaði af sér góðu ári Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands stendur í nýjum methæðum eftir töluverða hækkun á hlutabréfa- markaði í gær. Vísitalan hækkaði þá um 1,25 prósent og stóð í 7.446 stigum. Þar með nemur hækkun árs- ins 16,16 prósentum sem er orðin meiri hækkun en á öllu árinu í fyrra. Þá var ávöxtun Úrvalsvísi- tölunnar 15,8 prósent. Til samanburðar settu grein- ingardeildir viðskiptabankanna fram spár í upphafi árs um að Úrvalsvísitalan myndi hækka um 20-25 prósent á árinu 2007. Fimm fyrirtæki hafa hækkað um fimmtung eða meira það sem af er ári. Þau koma öll úr fjármálageir- anum og eru: Exista, FL Group, Glitnir, Landsbankinn og Straumur-Burðarás. Exista er hástökkvari ársins með um 28 prósenta hækkun. Kaupþing, verðmætasta félag- ið í Kauphöllinni, hefur hækkað um 19,4 prósent á árinu. Meiri hækkun en allt árið 2006 Fimm fyrirtæki úr fjármálageiranum hafa hækkað um fimmtung á árinu. Hagnaður samstæðu Milestone nam 21,4 milljörðum króna eftir skatta á árinu 2006, samkvæmt uppgjöri sem birt var í gær. Í lok síðasta árs var arðsemi eigin fjár Milestone 92 prósent og heildareignir námu ríflega 170 milljörðum króna, jukust um 102 prósent á árinu. Eigið fé samstæð- unnar nam ríflega 43,7 milljörðum króna og hafði aukist um 69 pró- sent frá því í byrjun ársins. „Vöxtur hefur einkennt efna- hag samstæðunnar á undanförn- um árum með fjárfestingum og styrkingu eiginfjár. Heildareignir samstæðunnar hafa frá upphafi árs 2005 vaxið úr tæplega 11,4 milljörðum í rúmlega 170 millj- arða, þar af 85,7 milljarða á árinu 2006,“ segir félagið. Kjarnafjárfest- ingar skila sér * Flugvallarskattar eru ekki innifaldir: Baltimore, 13.470 kr., Glasgow, 8.860 kr., Amsterdam, 8.080 kr. og Osló, 7.180 kr. Útreikningur á skatti er háður gengi. Með því að bóka á www.vildarklubbur.is sparast 2.000 kr. þjónustugjald. Einnig er hægt að bóka í síma 50 50 100 gegn 2.000 kr. þjónustugjaldi. Sölutímabil: Mánudagur 26. febrúar og þriðjudagur 27. febrúar. Ferðatímabil: Apríl og maí 2007. Barnaafsláttur Vildarklúbbsins gildir í þessu tilboði. + Nánari upplýsingar á www.vildarklubbur.is Vildarklúbbur S IA .I S I C E 3 64 02 0 2 /0 7 BALTIMORE aðeins 25.000 Vildarpunktar* HELMINGSAFSLÁTTUR AF VILDARFERÐUM TIL VALINNA ÁFANGASTAÐA ICELANDAIR Í APRÍL OG MAÍ AMSTERDAM aðeins 19.000 Vildarpunktar* GLASGOW aðeins 19.000 Vildarpunktar* OSLÓ aðeins 19.000 Vildarpunktar* ‘07 70ÁR Á FLUGI MINNEAPOLIS – ST. PAUL ORLANDO BOSTON HALIFAX GLASGOW LONDON STOKKHÓLMUR HELSINKI KAUPMANNAHÖFN OSLÓ BERLÍN FRANKFURT MÜNCHEN MÍLANÓ AMSTERDAM BARCELONA MADRÍD MANCHESTER PARÍS NEW YORK BALTIMORE – WASHINGTON BERGEN GAUTABORG REYKJAVÍK ÍSLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.