Fréttablaðið - 24.02.2007, Page 29

Fréttablaðið - 24.02.2007, Page 29
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Mótorhjólið kemur Sævari Guðmundssyni kvikmyndaleikstjóra vel þessa dagana. Hann vinnur hörðum höndum við eftir- vinnslu þáttanna Stelpnanna ásamt því að gefa út Venna Páer á DVD og leikstýra auglýsingum hjá Sagafilm. Sævar var mikill skellinöðrutöffari í gamla daga og ól með sér þann draum að eignast stórt mótor- hjól. Í dag er draumurinn orðinn að veruleika og Suzuki Vi-Strom árgerð 2006 sér nú um flestar ferðir Sævars þegar götur eru auðar. „Það er búið að standa til í tíu ár að kaupa svona hjól og loksins hafði ég efni á því fyrir ári síðan,“ segir Sævar sem er einn helsti auglýsingaleikstjóri landsins. Hann hefur sent frá sér fjölda auglýsinga bæði hérlendis og erlendis en undanfarið hefur hann leikstýrt þáttaröðinni Stelpurnar sem nú bíða spenntar í klippiherberginu og þáttunum Venna Páer sem innan skamms koma út á DVD og fara í sölu erlendis. Sævar kann vel að meta snjóleysið í febrúar og finnst gott að geta þeyst á milli klippiherbergsins og tökustaðanna á hjólinu. Á heimilinu eru auk hjólsins tvö önnur farar- tæki, tíu ára gamall Audi og Renault, en þó er hjólið alltaf í mestu uppáhaldi hjá Sævari. „Um leið og snjórinn hverfur er ég kominn á hjólið og snerti helst ekki bílinn eftir það,“ segir Sævar brosandi. Innan skamms stækkar fjölskyld- an og Sævar fer í fæðingarorlof í allt sumar. Hann hefur þó engin áform um að setja barnasæti á hjól- ið og gerir fastlega ráð fyrir að bílarnir komi að góðum notum í sumar auk hjólsins. Draumurinn um hjólið IQ Skólavörðustígur 8 V O R / S U M A R 2 0 0 7

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.