Fréttablaðið - 24.02.2007, Page 31
Í dag er frumsýning á nýrri
kynslóð Porsche Cayenne í
Bílabúð Benna. Bíllinn er
kraftmeiri en áður þótt hann
eyði minna.
Porsche Cayenne setti ný viðmið
er hann kom fyrst út. Aldrei áður
hafði tekist að sameina kosti sport-
bíla og jeppa á jafn áhrifaríkan
hátt. Nú virðist hann setja viðmið-
in enn hærra. Bein innspýting í
brunahólf tryggir 15 prósent
minni eyðslu samfara meiri krafti,
tölvustýrð fjöðrun dregur úr hlið-
arhalla í beygjum, nýtt bremsu-
kerfi gerir bílinn afar stöðugan
(og rífur upp malbik sé nauðheml-
að á miklum hraða), og VarioCam
Plus kambás tryggir aukið tog á
öllum snúningum og aukna snerpu
(allt of flókið að útskýra en virkar
afskaplega vel).
Cayenne er fáanlegur í þremur
útfærslum: Cayenne sem er kraft-
mikill, Cayenne S sem er kraft-
meiri, og Cayenne Turbo sem er
ekki þessa heims. Cayenne er 290
hö, 385 Nm og kemur til með að
kosta 6.985.000, Cayenne S er 385
hö og togar 500 Nm og kostar
8.785.000, og Turbo er ótrúleg 500
hestöfl, togar 700 Nm og kostar í
takt við það.
Ný kynslóð Cayenne verður
frumsýnd almenningi í dag í Bíla-
búð Benna, Vagnhöfða 23.
Heimsfrumsýning
á nýjum Cayenne
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI