Fréttablaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 32
Árlega fer fram könnun meðal lesenda Top Gear. Á síðasta ári náði Skoda að rjúfa einokun japanskra bílaframleiðanda á toppnum, en enginn virðist geta hróflað við Frökkunum á botninum. Top Gear er ekki bara einn vinsæl- asti bílaþáttur heims, heldur einn- ig eitt víðlesnasta bílatímaritið. Árlega velja lesendur þess bíla og framleiðendur ársins í ýmsum flokkum og nú hafa úrslit ársins 2006 verið kunngjörð. Helstu tíð- indin eru að Skoda veltir Lexus úr fyrsta sæti í keppni bílaframleið- enda en þar hafði Lexus einokun- arstöðu síðustu ár. Í þriðja og fjórða sæti eru svo Honda og Mazda þannig að Japanir geta unað við sitt. Bíll ársins var valinn Honda S2000 þriðja árið í röð. Í öðru sæti kom svo Honda Jazz, en í þriðja og fjórða sæti komu Skoda Octavia og Fabia, en velgengni þessara tveggja tegunda á stóran þátt í heildarsigri Skoda. Í valinu er einnig sérstök athygli vakin á Fiat Panda í áttunda sæti listans en Panda markar endurkomu Fiat á smábílamarkaðinn svo um munar. Slæmur árangur franskra bíla- framleiðenda er ekki nýr af nál- inni í augum lesenda Top Gear. Árangurinn er þó einkar slakur í ár og á flestum listum reka Ren- ault, Citroën, og Peugoet lestina. Árangurinn er sýnu verstur í áreiðanleikakönnuninni en þar eru átta af tíu verstu bílunum fransk- ir. Þess ber þó að geta að án efa er könnunin eitthvað lituð af hinum klassíska og ódrepandi ensk- franska ríg sem getið hefur af sér margar styrjaldir. Niðurstöður könnunarinnar í heild má sjá á slóðinni http://www. topgear.com/content/carsurvey/2006 Skoda valið bílamerki ársins Ný kynslóð BMW X5 er komin til landsins, fyrr en ráðgert var. „Ætli við getum ekki sagt að þetta sé nokkurs konar kynning fyrir frumkynninguna,“ segir Helga Guðrún Jónasdóttir, kynningar- stjóri B&L, en fyrsta bifreiðin af nýju BMW X5 kynslóðinni er nýkomin til B&L, nokkru áður en frumkynning hennar var ráðgerð. Nýju kynslóðina bar fyrst fyrir augu almennings á hinni árlegu Detroit-bílasýningu í Bandaríkj- unum í janúar, en Evrópufrum- kynningin var ekki á dagskrá fyrr en í vor (og eins og frómir menn vita er Ísland í Evrópu). „Mikill áhugi er fyrir nýju kynslóðinni og það er því sannkallað ánægjuefni að geta kynnt hana fyrr en áætlað var,“ segir Helga Guðrún. Um einn bíl er að ræða en hann er með nýja 3,0 lítra 272 hestafla bensínvél, en auk hennar verða í boði 3,0 lítra 231 hestafla og 540 Nm díselvél annars vegar og V8 4,8 lítra 355 hestafla vél hins vegar, sem skilar bílnum í 100 km/klst. á aðeins 6,5 sek. Um verulegar breytingar er að ræða milli kynslóða að sögn Helgu Guðrúnar. „Meira rými, aukin gæði og enn meiri þægindi lýsa kynslóðaskiptunum kannski best. Margs konar nýjungar eru jafnframt á ferð og má þar auk vélarkostsins meðal annars benda á iDrive-búnaðinn og enn betra xDrive-aldrifskerfi, sem hefur nú upp á enn fleiri kosti að bjóða.“ Önnur kynslóð BMW X5 komin KIA cee‘d verður frumsýndur um helgina í KIA umboðið, Laugavegi 172. Cee‘d er fjöl- skyldubíll með sjö ára ábyrgð. Komið er að því að frumsýna KIA cee‘d en hann hefur vakið mikla athygli fyrir þær sakir að honum fylgir sjö ára ábyrgð. Í fréttatil- kynningu frá KIA umboðinu er bílnum lýst sem nettum og rúm- góðum fjölskyldubíl sem mætir ýtrustu kröfum markaðarins. Enn- fremur segir að bíllinn sé sérhann- aður fyrir evrópskar aðstæður, enda framleiddur í bílaverksmiðj- um KIA í Zilina í Slóveníu. Er cee‘d var reynsluekið af blaðamanni Fréttablaðisns hafði hann meðal annars þetta að segja: „Cee‘d er vel útlítandi bíll, virð- ist vel byggður, með góða aksturs- eiginleika og sjö ára ábyrgð. Eini raunverulegi gallinn, fyrir utan illa heppnað fölappelsínugult ljós í mælaborði, er hversu þungur bíll- inn er. Á móti kemur að í sínum flokki er hann meðal þeirra stærstu og rúmbestu. Kia cee´d er í flokki svokall- aðra C-bíla og keppir þar við teg- undir eins og Volkswagen Golf, Ford Focus og Toyota Corolla. Hann á eftir að standa sig vel í þeirri samkeppni enda um vel heppnaðan bíl að ræða.“ KIA cee‘d frumsýndur SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4 • SÍMI 562 6066 SUMARDEKK HEILSÁRSDEKK OLÍS SMURSTÖÐ BÓN OG ÞVOTTUR HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA RAGEYMAÞJÓNUSTA BREMSUKLOSSAR PÚSTÞJÓNUSTA Höfum til afhendingar strax Bílexport ehf. www.bilexport.dk • boas@bilexport.dk Upplýsingar gefur Bóas Eðvaldsson s. 0049 1752711783 Mercedes Benz 2660 EURO 5 MAN 35.480 8x6HBB EURO 4 Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 FJAÐRIR OG GORMAR Í FLESTAR GERÐIR JEPPA Japan/U.S.A. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.