Fréttablaðið - 24.02.2007, Side 34

Fréttablaðið - 24.02.2007, Side 34
Hollywood-stjörnurnar taka þátt í tískusýningu General Motors. Það var mikið um dýrðir þegar árleg tískusýning General Motors, Ten, fór fram í Paramount-kvik- myndaverinu í Los Angeles í vik- unni. Er hún nokkuð frábrugðin öðrum tískusýningum þar sem stjörnur úr skemmtanaiðnaðinum sýna fötin en ekki fyrirsæturnar. Tískusýningin er orðinn einn vinsælasti viðburðurinn fyrir Ósk- arsverðlaunaafhendinguna, sem verður haldin í mars næstkom- andi, og margir keppenda nota því tækifærið til að vekja á sér athygli annað hvort með því að sýna eða láta sjá sig. Því voru leikkonurnar Jennifer Hudson og Adriana Barraza á meðal þeirra sem reyndu fyrir sér á sýningarpallinum. Sú fyrrnefnda er tilnefnd fyrir aukahlutverk í Dream Girls en sú síðarnefnda fyrir leik í Babel. Jackie Earle Hayle, sem er tilnefndur fyrir aukahlutverk í kvikmyndinni Little Children, var á meðal karlstjarnanna sem sýndu um kvöldið. Greina mátti mörg þekkt andlit í áhorfendaskaranum, þar á meðal leikaraparið Ashton Kutcher og Demi Moore, sem mættu til leiks ásamt vinkonu þeirra Penélope Cruz, sem er tilnefnd til Óskars- verðlauna fyrir bestan leik í kvik- mynd leikstjórans Pedros Almod- óvar, Volver. Af myndunum að dæma virtust fyrirsætur og áhorfendur hafa gaman af og mál manna að stjörn- urnar stæðu sig vel í nýju hlut- verki. Stjörnurnar sýna í Hollywood Köflótt og röndótt í tísku næsta vetur Á tískuvikunni í Mílanó var köflótt mjög áberandi ásamt röndum og hlébarðamynstri. Köflótt, róndótt og hlébarðamynstur var mikið í tísku á níunda áratugnum sem virðist vera kominn aftur með stæl. Á sýningu Blugirl, á tískuvikunni í Mílanó þar sem haust og vetartískn var kynnt, var níundi áratugurinn sérstaklega áberandi og mátti sjá það bæði í litavali og sniðum. Sokkabuxurnar verða í sterkum litum og hattar áberandi. Mörkinni 6, Símí 588-5518 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16 • Sunnud. 12-16

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.