Fréttablaðið - 24.02.2007, Page 44

Fréttablaðið - 24.02.2007, Page 44
Í nýjum sýningarsal GKS ber mest á eldhúsinnréttingum. Sumar eru úr næstum svörtum náttúruviði sem nefnist íbenholt, aðrar ljósari, allt upp í hvítan há- glans. Allar stílhreinar og vandað- ar. Að sögn Arnar Aðalgeirssonar framkvæmdastjóra eru innrétt- ingarnar búnar til á staðnum. „Þetta er allt íslensk vara, hönnuð hér heima og smíðuð hér heima,“ segir hann festulega. Hann tekur fram að þótt við blasi einkum eld- húsbúnaður í sýningarsalnum þá þjónusti GKS innréttingamarkað- inn allan og taki að sér sérsmíði hvers konar fyrir stofnanir, fyrir- tæki og heimili. „Við sérsmíðum til dæmis eldhúsinnréttingar sem við hönnum í samráði við okkar viðskiptavini og finnum með þeim bestu uppröðun og lausnir,“ segir hann og tekur fram að fyrirtækið kappkosti að nota vandað efni og bestu íhluti sem fáanlegir séu. Aðspurður segir hann efnið eink- um koma frá Þýskalandi. GKS varð til fyrir nokkrum árum með samruna fyrirtækjanna Kristjáns Siggeirssonar, Gamla kompanísins og Trésmiðjunnar eldhús og bað. Starfsmenn eru þrjátíu og Arnar segir þar mikla reynslu samankomna. „Við erum með stóra verksmiðju á íslenskan mælikvarða og hagkvæma fram- leiðslu þar sem við höfum yfir að ráða fullkomnustu tækni sem hægt er að fá, tölvustýrðar vélar sem tryggja hámarksnákvæmni og hagræðingu í vinnslu.“ Þess má geta að hægt er að sjá framleiðsl- una á vefnum www.gks.is gun@frettabladid.is Mikið er til af skilrúmum og alls kyns bökkum í skúffurnar hjá GKS. Frönsk hnota er í þessari innréttingu. Hún hefur þá eiginleika að halda nánast alveg óbreyttum lit. Svart og hvítt er vinsælt. Íbenholt er svartasti náttúruviður sem til er. Höldulausar innréttingar með álgripi á skúffunum eru vinsælar. Ekki spillir þegar þær eru hvítar með háglansáferð og svartri plötu. HITAPLATTAR geta tekið óþægilega mikið pláss í eldhúsinu. Það er ekki hægt að segja um þennan hérna sem er frá menu og fæst hjá Tékk Kristal. Hann er hannaður af Jakob Wagner, er úr einhvers konar gúmmíi og eins og sést er hægt að leggja hann saman þannig að lítið fer fyrir honum. Til dæmis passar hann þá vel ofan í hnífaparaskúffuna. Hannað og smíðað hér heima Íslenskar innréttingar úr eðalviði eru aðalsmerki fyrirtækisins GKS á Funahöfða 19. PGV ehf. ı Bæjarhrauni 6 ı 220 Hafnafjörður ı Sími: 564 6080 ı Fax: 564 6081 ı www.pgv.is GLUGGI TIL FRAMTÍÐAR … • ENGIN MÁLNINGAVINNA • HVORKI FÚI NÉ RYÐ • FRÁBÆR HITA OG HLJÓÐEINANGRUN • FALLEGT ÚTLIT • MARGIR OPNUNARMÖGULEIKAR • ÖRUGG VIND- OG VATNSÞÉTTING 24. FEBRÚAR 2007 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.