Fréttablaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 48
heimaerbest Hann situr í notalegu horni á kaffihúsinu Gráa kettinum á spjalli við nokkra kunningja þegar blaðamann ber að garði. Myndlistar- maðurinn og húsgagnasmiðurinn Daníel Magnússon er hér heimavanur enda fasta- gestur. „Mamma lagaði allt heima hjá mér með buffhamri og ég fékk að hjálpa til þegar þurfti,“ segir Daníel og útskýrir þannig grunn sinn í húsgagnasmíðinni. „Svo eignaðist ég verkfæri á fermingaraldri og fór að smíða mér hluti. Á þessum tíma fékk ég gamalt búr til að búa í og fékk að innrétta það sjálfur, lag- aði gólfið og smíðaði mér rúm og stóla. Þetta var svona fyrsta „projectið“ mitt,“ segir Dan- íel og glottir. „Ég bjó í þessu herbergi í tvö, þrjú ár og svo tók bróðir minn við og þessar mublur dugðu vel,“ segir Daníel en segja má að þarna hafi strax verið farið að mótast það sjónarmið sem hann miðar við í dag við hús- gagnahönnun sína. „Ending er ákveðið sjónarmið hjá mér, en þó ekki á kostnað fagur- fræðinnar. Það er númer eitt, tvö og þrjú að hlutir séu ekki búnir til úr vondu „materíali“ eða illa samsettir,“ segir Daníel en á húsgögn- um hans er svo gott sem lífstíðarábyrgð þar sem hann lagar þau ávallt strax ef þau bila. „Þetta er nokkurs konar „statement“ gegn þessari fjöldaframleiðslu sem við eigum kost á að eignast í dag. Ég vil að hægt verði að finna húsgögnin mín í Góða hirðinum eftir 200 ár og þá í góðu lagi,“ segir hann og hlær. Daníel segir húsgögn sín selja sig sjálf. „Þar sem þau hafa lent hafa þau smitað út frá sér,“ segir Daníel, sem hefur smíðað húsgögn frá árinu 1994. Ekki hefur þó verið mikið að gera fyrr en núna síð- ustu mánuði. Daníel selur munina sjálfur, hann prófaði að vera með þá í versl- un um tíma en fannst það ekki henta þar sem álagningin er svo mikil og við það verði hlutirnir of dýrir. Inntur eftir því hvort allt á heim- ili hans sé eftir hann sjálfan svarar Daníel: „Ég á húsgögnin mín voða- lega stutt, ef einhvern vantar eitthvað í gjöf eða annað tek ég hann út af heimilinu mínu. Í dag á ég tvo stóla og það getur vel verið að þeir þurfi að fara að heiman einhvern daginn,“ segir Daníel kíminn og bætir við að hann hafi meira að segja einu sinni selt undan sér rúmið sitt. „Ég hef bara ekki efni á sjálfum mér,“ útskýrir hann glott- andi. solveig@frettabladid.is Frá buffhamri í húsgagnahönnun Myndlistarmaðurinn Daníel Magnússon smíðar og hannar húsgögn í aukavinnu. Daníel með stól sem hann hannaði og smíðaði sjálfur. „Þessi er kallaður Lazy-girl og er hannaður út frá fullkomnu burðarþoli,“ segir Daníel um stólinn, sem þjónar gestum Gráa kattarins í Hverfisgötu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Rúmið Garmur er allsérstætt í útliti. MYNDIR/GUÐMUNDUR INGÓLFSSON Stóllinn Hex sem hægt er að hækka og lækka. Parabola heitir þessi stóll en Daníel notar jöfnur fyrir fullkomið burðarþol til að smíða fætur stóla sinna og gerir þá þannig endingarbetri. Daníel hannar ekki bara húsgögn, hér er sushi-sett úr smiðju hans. Útsala 20-50% afsláttur Langholtsvegi 111, 104 Rvk. Sími 568 7900 Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-16 30% afsláttur af rúmum Nýtt kortatímabil Baðsloppar 20% afsláttur Handklæði 30% afsláttur Rúmteppasett 20-40% afsláttur Sængurfatnaður 20% afsláttur rafstillanleg og hefðbundin. L O K A D A G A R 24. FEBRÚAR 2007 LAUGARDAGUR12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.