Fréttablaðið - 24.02.2007, Side 81

Fréttablaðið - 24.02.2007, Side 81
 Átta liða úrslit Meist- aradeildar Evrópu hófust í gær- kvöldi þegar þýska félagið Flens- burg tók á móti spænska liðinu Barcelona. Hinir þrír fyrri leik- irnir í átta liða úrslitunum fara síðan fram í dag. Þar eru tvö Íslendingalið á ferðinni. Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real hafa titil að verja og þeir mæta liðinu sem þeir mættu í úrslitum í fyrra - Portland San Antonio. Ciudad fór frekar illa með Portland í úrslitunum í fyrra og Portland, með Ivano Balic í broddi fylkingar, ætlar sér örugg- lega að hefna. Þessi leikur er í beinni útsendingu á Sýn kl 15. Ungverska liðið Veszprém tekur síðan á móti þýska liðinu Kiel og að lokum fer fram áhuga- verður slagur á Spáni þar sem Valladolid tekur á móti Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans hjá Gummersbach. „Það er fín stemning í hópnum og við mætum fullir sjáfstrausts til leiks,“ sagði Guðjón Valur Sig- urðsson, fyrirliði Gummersbach, við Fréttablaðið í gær. Hann sat þá í rútu á leið til Valladolid en liðið flaug frá Köln til Madrid og keyrði síðan áfram. „Þó það hafi verið lítil hvíld eftir HM þá er okkar lið í ágætis standi enda tók Alfreð þá ákvörð- un að gefa okkur frí nánast frá lokum HM fram að fyrsta leik. Það var góður leikur enda veitti okkur ekki af fríinu. Við erum ferskari núna fyrir vikið. Stefnan er að ná hagstæðum úrslitum á þessum erfiða útivelli en síðari leikurinn fer fram í Kölnarena þar sem verður stemning,“ sagði Guð- jón Valur. Tvö Íslendingalið í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta Línumaðurinn sterki Christian Schwarzer ætlar ekki að leggja skóna á hilluna þó hann fái ekki nýjan samning hjá Lemgo líkt og félagi hans í landsliðinu, Markus Baur. Þessi 37 ára gamli kappi hefur ákveðið að ganga í raðir Kronau Östringen næsta tímabil. Schwarzer er gríðarlega virtur handboltamaður í Þýskalandi og honum er að stóru leyti þakkaður heimsmeistaratitillinn á dögunum enda varð allt endanlega vitlaust í Þýskalandi þegar hann ákvað að snúa aftur í landsliðið í upphafi móts. Fer til Kronau Östringen Bandaríska hlaupa- drottningin Marion Jones hefur lagt hlaupaskóna á hilluna og ætlar að snúa að sér að frekari barneignum. Jones hefur mátt þola orðsporsmissi vegna tengsla sinna við ýmis umdeild lyfjamál og í framhaldinu hefur hún ekki fengið inni á evrópsku mótaröð- inni í sumar. Jones vann þrjú gull og tvö bronsverðlaun á Ólympíu- leikunum í Sydney árið 2000 en hefur síðan gengið illa að halda sér á toppnum. Í sumar féll hún á lyfjaprófi en það var dregið til baka þegar b-sýnið greindist neikvætt. Hætt að hlaupa Tékkneski miðjumaður- inn Pavel Nedved greindi frá því í gær að hann hefði hafnað risatilboði frá Chelsea síðasta sumar. Hann ákvað þess í stað að leika áfram með Juventus í ítölsku B-deildinni. „Þetta er satt. Ég hefði grætt verulega en eitthvað sagði mér að fara ekki. Ég sé ekki eftir því að hafa verið áfram í Tórínó. Þvert á móti hefði ég aldrei fyrirgefið mér hefði ég yfirgefið skipið,“ sagði Nedved. Miðjumaðurinn snjalli er orðinn 34 ára og ætlar að spila með Juve í Serie A næsta tímabil en leggur skóna væntanlega á hilluna í kjölfarið. Neitaði risaboði frá ChelseaGömlu kartöflugeymslurnaröðlast nýtt líf Gömlu kartöflugeymslurnar í Ártúnsbrekkunni breytast í sannkallaða listasmiðju á Vetrarhátíð 2007. En þar verður boðið upp á mjög fjölbreytta dagskrá fyrir unga jafnt sem aldna á föstudag og laugardag. Föstudaginn 23. febrúar 17:00 Ólátagarður. Samsýning 10 listamanna sem er innblásin af Hip hop menningunni. Sýnd eru verk á striga, fatnað, skúlptúra, videolistaverk og fleira. Lifandi tónlist. Laugardaginn 24. febrúar Dýrið í mér. Samsýning 6 listamanna sem búsettir eru á Héraði og hefur hver og einn listamaður unnið að sérstöku verki sem túlkar titil sýningarinnar. Verkin á sýningunni eru margvísleg, málverk, innsetningar og ljósmyndir. Ólátagarður, samsýningin heldur áfram. Reykjavík 1944. Árið 1944 tók Loftur Guðmundsson kvikmyndir í Reykjavík. Hann lauk aldrei við verkið og verður afurðin sýnd á Vetrarhátíð á vatnstjaldi. 14:00 Listræn andlitsmálun og Blöðrufígúrulist. Ungt fólk frá “Fjölskyldan líknarfélag” verður með listræna andlitsmálun og kynna listgreinina Blöðrufígúrulist sem er nýjung hérlendis. 20:00 Tíu ára afmæli Dansleikhúss með ekka. Um þessar mundir heldur Dansleikhús með Ekka upp á 10 ára afmæli sitt. Á Vetrarhátíð ætlar Ekka að bjóða áhorfendum á uppákomu tengda afmælinu. Margt hefur gerst í þessum geira á síðastliðnum tíu árum og gefin verður innsýn í innviði og sögu leikhússins. Meðal þeirra sem fram koma eru: Kolbrún Anna Björnsdóttir, Aino Freyja, Karen María Jónsdóttir o.fl. Tónleikar - Flís Tríó og Steintryggur. Flís trióið leikur spunakennda tónlist sem ber lit af jafn ólíkum stefnum og reggae dub, djassi, afrópoppi og elektrónísku barrokki. Steintryggur er samstarfsverkefni þeirra slagverksmanna Sigtryggs Baldurssonar og Steingríms Guðmundssonar en þeir hafa nú fengið til liðs við sig Ástralann Ben Frost. Búist er við rytmískum áflogum. 14:00 - 21:00 14:00 - 22:00 20:00 - 22:00 Kynntu þér dagskrána á www.vetrarhatid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.