Fréttablaðið - 24.02.2007, Síða 85

Fréttablaðið - 24.02.2007, Síða 85
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Leynivinavika hefur staðið yfir á Alþingi undanfarna viku og hafa hinir ýmsu alþingismenn tekið þátt í henni. „Ég fór að fá sendingar frá ágætum leynivini. Hann sendi mér harðfiskpoka og myndarlegan hraunmola með hlýlegri orðsend- ingu,“ segir Steingrímur J. Sigfús- son um þátttöku sína í leiknum. Hafði hann enga hugmynd um hver sendi honum þessar mætu gjafir. „Hann var kannski að höfða til minna tilfinninga sem jarðfræðings og ég verð að hrósa honum fyrir góðan smekk.“ Steingrími var úthlutað leynivini og var það Val- gerður Sverrisdóttir. Var hún aftur á móti farin til Afríku og lét hann sér því nægja að hugsa hlýlega til hennar. Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, Samfés, sendu tölvupóst á alla þingmenn og var þeim útvegað- ur einn leynivinur til að gleðja með einhverjum hætti og tóku flestir þeirra vel í hugmyndina. „Ég fóstr- aði Ágúst Ólaf og það var ekkert leiðinlegt, enda ljúfur strákur þar á ferð,“ segir Ásta Möller. „Ég sendi honum rauðvínsflösku í byrjun vik- unnar, sérvalda úrvalsflösku. Síðan keypti ég te í poka með tesíu svo hann geti róað sig líka. Síðan var bankað upp á hjá mér og þá fékk ég heilan túlípanavönd. Á öskudag var mér síðan afhentur stór öskupoki með bognum títuprjóni með grjón- um.“ Hafði hún enga hugmynd um hver átti hana sem leynivin. Guðjón Hjörleifsson var leyni- vinur Guðrúnar Ögmundsdóttur. „Ég gaf mínum leynivini ljóðabók Elísabetar Jökulsdóttur um konuna í húsinu,“ segir Guðrún. „Svo sendi ég honum mikið af fallegum mynd- um og gaf honum alls konar orð- færi, sem hann getur notað við ræðuhöld. Ég er sjálf búin að fá uppskrift af karríýsu og ljóð og líka bók um hvernig fer fyrir manni þegar maður verður miðaldra,“ segir Guðrún, en maðurinn á bak við þær sendingar var Hjálmar Árnason. Túlípanar, ljóð og rauðvín á Alþingi „Þegar menn segjast vera miklir veiðimenn er það svona svipað eins og þegar kylfingar telja sjálfa sig vera góða í golfi. Þá liggur oft ekki mikið að baki slíkum orðum,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar. Jón var staddur í hlýjunni í Kali- forníu þegar Fréttablaðið náði tali af honum en þar verður hann næstu misserin. Jón var reyndar hugsi yfir því að tjá sig um veiði- mennsku sína á villtum dýrum enda væru Bandaríkjamenn ákaf- lega viðkvæmir fyrir slíku og eru frægir fyrir andstöðu sína gegn hvalveiðum. Jón er annálaður veiðiáhuga- maður og hefur gert það að venju að fara til Suður-Afríku þar sem hann skýtur villtar skepnur, dýr sem hvergi eru sjáanleg á Íslandi. „Ég hef aðallega verið að skjóta antílópur en ekki lagt út í það að skjóta ljón eða fíla,“ segir Jón enda er misjafnt hvað sé löglegt á hverju svæði fyrir sig. Jón segist í flestum tilvikum gefa innfæddum skrokkana og þá sé líka hefð fyrir því að éta kjötið utan af skepnun- um eftir velheppnaða veiðiferð. En Jón fer þó ekki alltaf alls- laus heim. Á heimili hans má sjá höfuð þeirra dýra sem forstjórinn hefur skotið á ferðum sínum. Jón viðurkennir reyndar að hann sé ekkert að flagga þeim og þau séu hvorki inni í stofu né fyrir ofan hjónarúmið. „Konan hefur verið með í ráðum og fær að velja þessa staði,“ segir Jón og hlær. Dýrin sem skotin eru í Suður- Afríku eru ólík þeim sem finnast hér á Íslandi og flestir Íslendingar hafa eflaust eingöngu séð þau í dýralífsþáttum Davids Attenbor- ough og dýragörðum úti í heimi. „Þetta er ótrúlega gaman þegar maður er í þessu af lífi og sál,“ segir Jón sem hefur stundað skot- veiði frá unga aldri. „Ég hafði ekki efni á laxveiðinni á yngri árum og það er kannski fyrst núna sem maður getur leyft sér slíkan lúxus,“ bætir hann við en ef marka má orð forstjórans þá sinnir Jón veiðinni hér heima af miklum þrótti, skýtur rjúpur, hreindýr og gæsir. Reyndar segist Jón vera mikill útivistarmaður almennt og njóti þess að vera úti í guðsgrænni náttúrunni. Einhver frægasta sýning Bandaríkjanna á ís, Ice Capades, hefur gert samstarfssamning við Icelandics on Ice um sýningar í öllum stærstu borgum Banda- ríkjanna. Um er að ræða gríðarlega landkynningu fyrir Ísland og ekki síður íslenska hestinn en reiknað er með að rúmlega 800 þúsund komi til með að berja sýninguna augum. Ráðgert er að senda út til Banda- ríkjanna tíu knapa og hestastóð en frægasti knapinn verður sennilega Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fyrr- um alheimsfegurðardrottning. „Já, ég tek þátt í völd- um sýningum, aðstoða við markaðssetningu og tek þátt í hestaatriði sem verður mjög flott. Verð svona andlit íslenska hestsins út á við og sýningarinnar,“ segir Unnur Birna. Um er að ræða hundrað sýningar en Unnur mun aðeins taka þátt í þeim stærstu, þar á meðal frumsýningunni sem verður í New York og stórri hestaveislu í Los Angeles. Annars sagðist Unnur Birna vera að einbeita sér að laganáminu í HR en vildi lítið tjá sig um kvik- myndatilboð frá Bollywood á Indlandi en sögusagnir um það hafa lengi verið á kreiki. „Þetta er á algjöru byrjunarstigi,“ segir Unnur. Björn Ólafsson, forsvarsmaður Icelandics On Ice, sagði þetta vera einhverja mestu landkynningu sem Ísland hefði fengið í Bandaríkjunum um langt skeið. „Við reiknum með að koma fram í spjallþætti á borð við Good Morning America og svo mætti lengi telja,“ segir Björn en morgunþátturinn er einn sá vinsælasti í bandarísku sjónvarpi. Þá gætu spjallþáttastjórnend- ur á borð við Jay Leno og David Letterman sýnt þessu einhvern áhuga. „Þetta er kynning í mjög miklu návígi og mikið markaðssett,“ bætir Björn við sem var að vonum ánægður með liðstyrkinn í Unni Birnu. Unnur andlit íslenska hestsins Hrönn Greipsdóttir „Njótið þess að horfa á íslenska snilld“ Gagnrýni / Baggalútur.is 20% afsláttur ef greitt er með korti frá Kaupþingi Sýnd í Smárabíói og Regnboganum FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.